Lífshættuleg myndataka á Íslandi

Gisele Bündchen og eiginmaður hennar Tom Brady, en Bündchen fann …
Gisele Bündchen og eiginmaður hennar Tom Brady, en Bündchen fann sig í stórhættulegri stöðu þegar hún var stödd hér á landi fyrir myndatökur. AFP/Angela Weiss

Brasilíska fyrirsætan Gisele Bündchen greindi frá stórhættulegri lífsreynslu á Íslandi í sjónvarpsþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show, síðastliðinn fimmtudag. 

Jimmy Fallon fékk Bündchen og fjöllistamanninn Wayne Brady til sín í þáttinn þar sem að þau spiluðu leikinn „True Confessions“ sem er þekktur liður í þætti Fallons. 

Markmið leiksins er að velja á milli tveggja umslaga. Eitt inniheldur lygasögu um keppandann og hitt staðreynd. Keppandinn þarf svo að blekkja andstæðinga sína til að segja lygina vera staðreynd, eða öfugt. 

Datt næstum í ískalt hafið

Spilið sem Bündchen dró sagði hana hafa verið stadda á Íslandi í myndatöku, þar sem að hún þurfti að stilla sér upp á gerviísjaka í sjónum. Við myndatökuna á hún að hafa næstum dottið í ískaldann sjóinn. 

Bündchen rifjaði upp að árið hafi verið 1997 eða 1998. Henni var stillt upp á gerviís innan um alvöru borgarísjaka. 

„Ég hefði verið dauð innan örfárra sekúnda, þið vitið hvað gerist ef þú dettur í ískalt vatnið? Þú deyrð innan örfárra sekúndna!“

Þóttu sagan lygileg

Fallon og Brady sögðu hana ljúga sögunni, en hún reyndist sönn. Bündchen var stödd hér á landi í myndatöku fyrir ilmvatn af nafninu Oxygène. 

Hún var látin klæðast kjól og umkringd tökuliði og áhöfn í björgunarvestum og dúnúlpum.

Meðfylgjandi er myndbandið þar sem hún rekur söguna: 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson