Harry nefndur á nafn í kæru gegn Diddy

Harry er sá eini sem nefndur er á nafn í …
Harry er sá eini sem nefndur er á nafn í kærunni en er þó ekki ásakaður um glæpsamlegt athæfi. Samsett mynd/AFP

Harry Bretaprins er nefndur á nafn í kæru á hendur tónlistarmanninum Sean Diddy Combs. Er Harry notaður sem dæmi í kærunni um fræga vini Diddy.

Kæran lýtur að meintum kynferðisbrotum Diddy gegn tónlistarframleiðandanum Rodney Jones Jr, sem er betur þekktur sem Lil Rod, og er Harry einungis nefndur á nafn í kærunni en ekki sakaður um glæpsamlegt athæfi eða aðkomu að slíku.

Business Insider greinir jafnframt frá því að ekkert bendi til þess að Diddy og Harry hafi verið í samneyti síðan 2007 þegar Diddy flutti lag sitt I'll be missing you á minningartónleikum fyrir móður Harry, Díönu prinsessu.

Sá eini sem nefndur er á nafn

Kemur nafn Harry fyrir í einum lið kærunnar þar sem segir jafnframt að margir hefðu vitað af eða notið góðs af „mansalsveislum“ sem Lil Rod segir Diddy hafa haldið.

„Tenging við og/eða kostun herra Combs á mansalsveislum bættu ímynd hans og veittu honum aðgengi að hinum frægu, þar á meðal íþróttafólki, stjórnmálamönnum, listamönnum, tónlistarfólki og alþjóðlegu tignarfólki líkt og Harry Bretaprins,“ segir í kærunni. 

Vekur athygli að prinsinn er sá eini sem nefndur er á nafn í kærunni. Talsmenn hans hafa ekki tjáð sig um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson