„Bara ef litla Laufey gæti séð mig núna“

„Ef ég myndi deyja á morgun, væri ég væri samt mjög hamingjusöm,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir eftir að hafa heillað áhorfendur upp úr skónum á tónleikum sínum í Royal Albert Hall á dögunum. Tónleikahöllin er ein sú þekktasta í heiminum. Í viðtali við tónlistarmiðilinn NME segir Laufey það hafi verið langþráður draumur að spila í Royal Albert Hall og að tónleikarnir hafi verið stór persónulegur sigur.

„Ég átti mér þessa stóru drauma um að verða söngkona og ég hélt mér myndi aldrei takast það. Bara ef litla Laufey gæti séð mig núna.“

Laufey hefur síðastliðin fjögur ár kynnt heiminn fyrir einstakri blöndu sinni af djassi og popp tónlist en hún mun halda áfram að fljúga heimshorna á milli á tónleikaferðalagi sínu, The Bewitched Tour, næstu mánuði.

„Við erum að sjá Hollywood stjörnu á sinni gull öld,” segir blaðamaður NME.

Indónesía er næsti áfangastaður þar sem hún kemur fram á Java-jazzhátíðinni í Jakarta þann 25. maí.

NME

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir