„Allir vissu um viðhald mömmu, nema pabbi“

David Baddiel er þekktur grínisti sem var að gefa út …
David Baddiel er þekktur grínisti sem var að gefa út æviminningar sínar. Skjáskot/Instagram

David Baddiel er þekktur breskur grínisti, handritshöfundur og söngvari. Fótboltaáhugamenn gætu ef til vill kannast við lagið Three Lions (Football´s Coming Home) sem hann orti ásamt Frank Skinner.

Baddiel gaf nýverið út æviminningar sínar sem eru skrautlegar en þar segir hann frá því hvernig móðir hans átti í eldheitu ástarsambandi við annan mann í tuttugu ár.

„Ég man þegar ég var um 13 ára þá var maður sem ég þekkti ekki mjög vel að kenna mér golf. Hann hét David White og þetta var ástmaður móður minnar. En David White gerði meira en að spila golf hann rak líka fyrirtæki sem seldi safngripi tengda golfíþróttinni sem hét Golfiana. Það skrítnasta við þetta allt saman var að móðir mín stofnaði nákvæmlega eins fyrirtæki, með sama nafni, til þess að ganga í augun á honum og keppa við hann. Í dag væri það ekki leyfilegt,“ segir Baddiel í viðtali við The Times.

„Fyrirtæki móður minnar gekk mjög vel. Hún varð mjög þekkt innan þessa geira og hún skrifaði fimm bækur um golf-safngripi og margar greinar skrifaðar um hana í golf tímaritum.

„Þetta fyrirbæri er þekkt innan þróunarfræðinnar. Oft tileinka dýr sér einhverja eiginleika til þess að finna maka og koma genunum áfram en þessi eiginleiki öðlast svo eigið líf. Það gerðist hjá móður minni. Eitthvað sem átti fyrst bara að vera til að ganga í augum á karlmanni varð svo á endanum svo miklu meira og stærra en ást hennar til hans og hún varð stærri og þekktari í þeim heimi en hann.“

„Móðir mín gat ekki bara þóst hafa áhuga á golfi. Golf varð að vera hluti af henni og á endanum hluti af fjölskyldunni. Það voru golf-minjagripir um allt hús og ég er enn að finna einhverjar nælur eða smáhluti tengda golfi í skúffum löngu eftir dauða hennar.“

Skammaðist sín ekki fyrir framhjáhaldið

„Móðir mín skammaðist sín ekki fyrir framhjáhaldið. Þvert á móti. Hún var mjög stolt. Henni fannst þetta nýmóðins. Það var ákveðinn glamúr sem fylgdi því að eiga í ástarsambandi á áttunda áratugnum og hún lét það oft flakka í samtali að hún ætti sér ástmann.“

„Það merkilega við þetta allt saman var að ég held að faðir minn hafi aldrei tekið eftir þessu. Sem er sérstaklega merkilegt þar sem David White var alltaf heima hjá okkur og móðir mín mikið í burtu á golfmótum.“

„Þegar ég var eldri og fluttur að heiman þá kom pabbi eitt sinn með kort sem var stílað á David og hafði verið skilið eftir á skrifborði móður minnar. Hann hélt að það væri til mín enda var hún oft að skrifa manni bréf eða kort. Ég las innihald kortsins upphátt: „Til David, til minningar um Meistarakeppnina, þegar þú varst meistarinn minn... Ást, Sarah xxx“.

„Það er erfitt að segja hvenær ég áttaði mig á því að þetta væri ekki kort sem ég átti að fá. Að ég hafi lesið upphátt fyrir pabba ástarbréf mömmu til annars manns. En hann spurði mig bara hvað þetta þýddi. Ég sagðist ekki hafa hugmynd. Ég gat hvorki fengið mig til þess að segja sannleikann né að ljúga einhverri sögu sem gæti gert þetta allt skiljanlegt.“

„Það að móðir mín skildi þetta bréf eftir á glámbekk fyrir pabba til að finna bendir kannski til þess að hún hafi viljað leyfa honum að fá meiri innsýn inn í líf sitt,“ segir Baddiel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant