Gift í 20 ár og sögð lifa aðskildum lífum

Letizia drottning og Felipe VI Spánarkóngur giftu sig við hátíðlega …
Letizia drottning og Felipe VI Spánarkóngur giftu sig við hátíðlega athöfn árið 2004. AFP

Spænsku konungshjónin fögnuðu á dögunum 20 ára brúðkaupsafmæli. Miklar sögur hafa verið á kreiki um samband hjónanna en í vetur steig fyrrverandi mágur drottningar fram og sagðist hafa átt í eldheitu ástarsambandi við hana. 

Nú hefur spænski blaðamaðurinn Jaime Peñafiel tilkynnt að hann ætli að gefa út bók um drottninguna þar sem kemur meðal annars fram að hjónin lifi aðskildum lífum og sofi í sitthvoru herberginu og búi jafnvel ekki einu sinni undir sama þaki. Talið er að bók Peñafiel muni hrista rækilega upp í spænsku konungshöllinni.

Athygli vekur að Peñafiel er 91 árs en enn í fullu fjöri og skrifar mikið fyrir OK Diario. 

„Þau eru að setja upp leikrit. Felipe er góð manneskja. Hann reynir sitt besta að halda andlitinu en Letizia hefur gert honum mikinn óleik,“ segir Peñafiel.

„Þau munu ekki skilja heldur vera sammála um að lifa sitthvoru lífinu.“

Peñafiel hefur áður skrifað bók um Letiziu drottningu þar sem hann fjallaði um ástarsamband hennar við mág sinn. Sú bók olli miklum usla og var hann fyrir vikið rekinn frá Hola! eftir að hafa starfað þar í þrjá áratugi. Hann segir að það hafi verið mjög erfið lífsreynsla. Hann segir að nýja bókin verði mjög áhugaverð og endurspegli mikla ígrundun og mikla heimildavinnu.

Miklar sögur eru um hjónaband konungshjónanna.
Miklar sögur eru um hjónaband konungshjónanna. AFP
Letizia og Felipe nýgift ásamt foreldrum sínum.
Letizia og Felipe nýgift ásamt foreldrum sínum. AFP
Letizia drottning er sögð hafa átt ástmenn.
Letizia drottning er sögð hafa átt ástmenn. AFP
Hjónin eiga saman tvær dætur.
Hjónin eiga saman tvær dætur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant