Gotteríið reyndist e-töflur og kókaín

Það vakti athygli kennara í forskóla í Hilversum í Hollandi þegar einn nemandinn, 5 ára gömul stúlka, fór að dreifa skrautlegum pillum til bekkjarfélaga sinna og sagði að þetta væri sælgæti frá bróður sínum.

Kennarinn gerði „gotteríið" upptækt og við rannsókn kom í ljós að um var að ræða e-töflur, kókaín og heróín. Snarræði kennarans kom í veg fyrir að börnin smökkuðu á eiturlyfjunum.

Í kjölfarið voru þrír bræður stúlkunnar, 16, 19 og 21 árs gamlir, handteknir og verða þeir ákærðir fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum en einnig fundust fíkniefni í bíl eins þeirra. Þá var móðir systkinanna handtekin og yfirheyrð en henni var síðan sleppt.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.