Segir árekstur við halastjörnu raska forsendum stjörnuspáa

Mynd, sem Deep Impact sendi til jarðar í morgun og …
Mynd, sem Deep Impact sendi til jarðar í morgun og sýnir þegar könnunarfarið lenti á halastjörnunni. AP

Rússneskur stjörnuspekingur hefur hótað því að fara í skaðabótamál við bandarísku geimferðastofnunina og segir að skipulagður geimárekstur í morgun við halastjörnuna Tempel 1 hafi raskað forsendum stjörnuspáa.

Stjörnuspekingurinn, kona að nafni Marina Bai, krefst skaðabóta að andvirði 300 milljóna dala, jafnvirði rúmlega 18 milljarða króna.

Að sögn rússneska blaðsins Isvestia hafði Bai þegar lagt fram kæru áður en áreksturinn við halastjörnuna varð en í morgun lenti könnunarfar frá geimskipinu Deep Impact á Tempel 1 í um 133 milljóna km fjarlægð frá jörðu. Vonast NASA til þess að gögn sem safnað er í tengslum við þennan árekstur varpi nýju ljósi á myndum sólkerfisins.

Isvestia hefur eftir stjörnuspekingnum að ljóst sé að braut halastjörnunnar og áferð alheimsins muni breytast vegna árekstursins og það muni hafa ófyrirsjáanleg áhrif á störf Bai.

Að sögn Reutersfréttastofunnar hefur NASA ekki viljað tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er góð regla að vera við öllu búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. Mikil vinna, hollur matur og hreyfing eru olían sem þú átt að baða þig upp úr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
3
Anna Bågstam
4
Lucinda Riley og Harry Whittaker
5
Elly Griffiths