Heimaríkur köttur

Jack situr við tréð eftir að björninn klifraði upp í …
Jack situr við tréð eftir að björninn klifraði upp í það AP

Kötturinn Jack, sem býr i West Milford í New Jersey í Bandaríkjunum, er heimaríkur og þolir ekki að óviðkomandi séu að þvælast á hans yfirráðasvæði. Í vikunni flúði meira að segja svartbjörn undan kettinum upp í tré.

Jack er venjulegur gulur og hvítur heimilisköttur sem gætir þess vel að smádýr séu ekki að flækjast í garðinum. „Við vorum vön að segja í gríni: Jack er á verði, kannski ræðst hann á björn," sagði Donna Dickey, eigandi kisa.

Nágrannar Dickey sáu í vikunni að björn klifraði upp í tré í garðinum þeirra og Jack settist síðan við tréð. Nágrannarnir héldu fyrst að kötturinn væri að skoða björninn en sáu síðan að björninn var hræddur við hvæsandi köttinn.

Eftir um 15 mínútur fór björninn niður úr trénu en Jack réðist á hann aftur og þá klifraði björninn upp í annað tré.

Dickey kallaði nú á Jack og björninn notaði tækifærið og flúði inn í skóg.

Birnir eru frekar algengir í West Milford.

Jack sendir birninum illt auga.
Jack sendir birninum illt auga. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er svo lítið sem þarf til þess að setja allar áætlanir úr skorðum. Láttu aðra um að leysa sín vandamál og taktu þér sjálfur tíma til að sjá fram úr þínum eigin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er svo lítið sem þarf til þess að setja allar áætlanir úr skorðum. Láttu aðra um að leysa sín vandamál og taktu þér sjálfur tíma til að sjá fram úr þínum eigin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason