Svissneskt úr í 400 ára gamalli gröf

Úrið sem fannst í 400 ára gamalli gröf.
Úrið sem fannst í 400 ára gamalli gröf.

Kínverskir fornleifafræðingar standa gapandi eftir að þeir fundu pínulítið svissneskt úr í 400 ára gömlu grafhýsi. Úrið er á hring og fannst þegar fræðingarnir voru að gera heimildarmynd ásamt tveimur blaðamönnum frá bænum Shangsi.  

„Þar sem við vorum að losa jarðveginn frá líkkistunni datt allt í einu steinbrot á  gólfið og það heyrðist málmhljóð,“ sagði Jiang Yanyu  fyrrverandi forstöðumaður í Guangxi-safninu.

Þegar mennirnir voru búnir að hreinsa af hlutnum sáu þeir sér til mikillar undrunar að þetta var úr.  Klukkan hafði stöðvast á 10.06 og á bakhliðina hafði verið grafið nafnið Sviss.

Sérfræðingur segjast ringlaðir yfir þessum fundi þar sem talið var að gröfin hefði verið óhreyfð í 400 ár, eða allt frá  Ming-tímabilinu.

Rannsóknum á svæðinu hefur verið frestað á meðan beðið er eftir sérfræðingum frá Peking sem vonandi geta aðstoðað við að afhjúpa þennan mikla leyndardóm.

mbl.is

Bloggað um fréttina