Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Sólrún hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2010. Hún hóf feril sinn á DV, fór þaðan yfir á Fréttatímann, en hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is frá því í maí 2017. Sólrún er með stúdentspróf af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún skrifar bæði innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

17.2. Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »

„Eins og litlir krakkar úti að leika“

11.2. „Þetta var alveg yndislegt. Við tróðum sporin sjálfar í tvöfaldri röð og náðum að gera ágætis spor. Svo stoppuðum við og tókum myndir og lékum okkur. Ég held að bæði þær og bæjarbúar hafi haft gaman af þessu. Við vorum eins og litlir krakkar úti að leika.“ Meira »

„Fannst ég hafa brugðist honum“

3.2. „Loksins þegar hann var tilbúinn ákvað hann að kæra. Hann varð fyrst og fremst að vera tilbúinn. Það var ekki nóg að við værum tilbúin. Við virtum það. Hann er mjög jákvæður núna og er ótrúlega sterkur drengur.“ Þetta segir móðir drengs sem varð fyrir kynferðisofbeldi þegar hann var barn. Meira »

Þurfti ekki að fara að ráðum sérfræðinga

31.1. Sigíður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir fráleitt að henni hafi borið að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga í dóms- og fjármálaráðuneytinu sem höfðu efasemdir um að ráðherra hefði innt af hendi rannsóknarskyldu sína þegar hún gerði tillögur að skipan dómara við Landsrétt. Meira »

Mótmælir fullyrðingum lögreglustjóra

30.1. Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður drengs sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur í ágúst fyrir gróf kynferðisbrot, mótmælir þeim fullyrðingum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að lögregla hafi ekki upplýsingar um ítrekanir frá honum vegna kærunnar. Meira »

Lögmaðurinn margítrekaði kæruna

30.1. Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður drengsins sem lagði fram kæru á hendur karlmanni á fimmtugsaldri í ágúst á síðasta ári fyrir kynferðisbrot sem hann á að hafa framið gegn honum á árunum 2004 til 2010, ítrekaði kæruna oftar en einu sinni áður en lögregla tók málið til skoðunar í lok síðasta árs. Meira »

Heiðra minningu Bjarna í Suður-Afríku

28.1. Bjarni Salvar Eyvindsson var aðeins 19 ára gamall þegar hann lést af slysförum í fjallgöngu á Table Mountain við Höfðaborg í Suður-Afríku þann 18. febrúar á síðasta ári. Hann varð viðskila við tvo félaga sína, féll niður af útsýnissyllu og lést. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

21.2. Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

„Láttu draumana rætast“

16.2. Mál sem Neytendasamtökin fengu inn á borð til sín, þar sem maður sem ætlaði að gera kunningja sínum greiða með því að leyfa honum að leggja inn á sig pening, sem hann myndi svo millifæra á annan reikning, en endaði á einhvern óskiljanlegan hátt með því að taka smálán, er ekki einsdæmi. Meira »

Ræða kaup Senu á Airwaves

9.2. Sena á nú í viðræðum við Icelandair um kaup á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Viðræður hafa staðið yfir síðustu tvær vikur og allt stefnir í að samningar náist. Þetta staðfestir Jón Diðrik Jónsson, stjórnarformaður Senu Live í samtali við mbl.is Meira »

„Fólk segist kannast við þennan mann“

31.1. Margir hafa sett sig í samband við lögmann og réttargæslumann drengs sem lagði fram kæru á hend­ur karlmanni síðasta ári fyr­ir kyn­ferðis­brot sem hann á að hafa framið gegn hon­um, til að koma á framfæri upplýsingum um meint brot mannsins og til að fá staðfestingu á því hver hann er. Meira »

„Það fór bara framhjá okkur“

30.1. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu segir að um leið og lögregla hafi haft sannanir fyrir því að karlmaður á fimmtugsaldri, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart ungum dreng, væri núverandi starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur hafi verið gripið til ráðstafana. Meira »

Kærður og tilkynntur til barnaverndar

30.1. Starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, karlmaður á fimmtudagsaldri, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart ungum dreng á árunum 2004 til 2010, hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gagnvart barni, samkvæmt heimildum mbl.is. Meira »

Eiga stóran þátt í fækkun banaslysa

29.1. „Félagið var stofnað vegna mikillar þarfar í kjölfar tíðra sjóslysa og mikilla mannskaða. Það er grunnurinn að stofnun Slysavarnarfélags Íslands á sínum tíma,“ segir Jón Svanberg í samtali við mbl.is, en hann bendir á að gríðarlegur árangur hafi náðst á þeim vettvangi á síðustu árum. Meira »

Sjálflærð í íslensku syngur þjóðsönginn

12.1. Það eru ekki nema um átta mánuðir síðan hin 18 ára gamla Marjorie Westmoreland hóf að læra íslensku með því að horfa á myndbönd á íslensku á Youtube, hlusta á upptökur sem hún finnur á netinu og lesa íslenskar bækur. Meira »