Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Sólrún hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2010. Hún hóf feril sinn á DV, fór þaðan yfir á Fréttatímann, en hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is frá því í maí 2017. Sólrún er með stúdentspróf af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún skrifar bæði innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Sjálflærð í íslensku syngur þjóðsönginn

12.1. Það eru ekki nema um átta mánuðir síðan hin 18 ára gamla Marjorie Westmoreland hóf að læra íslensku með því að horfa á myndbönd á íslensku á Youtube, hlusta á upptökur sem hún finnur á netinu og lesa íslenskar bækur. Meira »

„Hvernig varstu klædd?“

6.1. Þolendur kynferðisofbeldis upplifa gjarnan saklausa spurningu eins og „hvernig varstu klædd?“ sem ásökun og skammast sín fyrir að þurfa að segjast hafa verið undir áhrifum áfengis. Þetta segir Jokka G. Birnudóttir, starfskona hjá Aflinu – samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Meira »

Lögregla pressar á þolendur að kæra

6.1. „Pressar lögreglan um of á þolendur að kæra?“ Þessari spurningu varpaði Jón H.B. Snorrason, saksóknari við embætti ríkissaksóknara, fram í erindi sínu á ráðstefnunni Þögnin, skömmin og kerfið, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Þar var fjallað um nauðgun í víðu samhengi. Meira »

„Ég get alveg röflað við útlendinga“

5.1. „Að fara í ferðir um borgina með ferðamenn finnst mér mjög spennandi, en ég hef því miður enn ekki orðið þeirrar hamingju aðnjótandi ennþá,“ segir Jón Gnarr, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland unplugged hefur hafið sölu skoðunarferðum um borgina með Jóni. Meira »

Sama gildi um stungusár og nauðgun

4.1. „Mér finnst þessi brot vera það alvarleg að um þau eigi að gilda sömu reglur og um alvarlega glæpi. Ef manneskja með stungusár kemur inn á spítala er það umsvifalaust tilkynnt til lögreglu, en ekki nauðgun. Hver er munurinn?“ spyr Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Meira »

„Þetta er að verða nokkuð vígalegt“

30.12. Vel gengur að hlaða bálkesti fyrir áramótabrennur í Reykjavík annað kvöld. „Það hefur gengið ágætlega hjá okkur. Við höfum mest verið að fá aðkeypt efni frá gámafélögunum. Þetta kemur frá fyrirtækjum, mikið af brettum,“ segir Þorgrímur Hallgrímsson, brennustjóri. Meira »

„Versti sársauki sem ég hef upplifað“

29.12. „Við vorum tveir vinir að taka vítistertu í sundur og ætluðum að nota duftið úr henni til að búa til sprengjur, en tertan sprakk í höndunum á mér og í andlitið á mér,“ segir Birgir Ómar Jónsson sem hlaut annars stigs bruna á andliti og höndum þegar hann var að fikta við flugelda 14 ára gamall. Meira »

„Þetta voru æðislegar fréttir“

22.12. „Ég var þokkalega sátt með þetta“ segir Íris Ösp Sigurðardóttir, dúx Fjölbrautaskólans við Ármúla, sem útskrifaðist í gær af nýsköpunar- og listabraut með viðbót til stúdentsprófs með einkunnina 9,44. Íris segist ekki hafa búist við því að hún yrði dúx, þótt hún hafi reynt að stefna að því. Meira »

„Átti ekki orð yfir gjafmildinni“

10.1. Mjög líklega er búið að útvega fjölskyldunni sem missti allt sitt í eldsvoða í Mosfellsbæ í fyrrinótt tímabundið húsnæði í bænum. Þau voru á gistiheimili á vegum Rauða krossins síðastliðna nótt og verða þar aftur í nótt, en geta vonandi fengið húsnæði til umráða á næstu dögum. Meira »

Upplifa skömm og óttast viðbrögðin

6.1. Rauði þráðurinn í dómum í kynferðisbrotamálum þar sem þolendur eru stúlkur á barnsaldri, en yfir kynferðislegum lögaldri, er skömm, sektarkennd, sjálfsásökun og samviskubit stúlknanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild HR. Meira »

Maðurinn sem bjargaði áramótunum

6.1. Sveinn Þórarinsson, starfsmaður Veitna, er maðurinn sem bjargaði áramótunum. Að minnsta kosti áramótum íbúanna í Bakkaseli í Breiðholti þar sem fór í sundur heitavatnslögn á gamlársdag vegna tæringar. Ekki einu sinni heldur tvisvar, með þeim afleiðingum að heitt vatn fór af á þriðja tug íbúða. Meira »

Úthýst úr bæjarfélaginu eftir nauðgun

5.1. „Þarna var stórt skarð höggvið i mitt hjarta,“ segir Þuríður Ragna Jóhannesdóttir um tilfinninguna sem hún upplifði í kjölfar þess að hafa verið nauðgað þegar hún var 16 ára gömul. Hún átti allt lífið framundan en eftir ofbeldið breyttist allt. Hún segist í dag geta talað um sig fyrir og eftir nauðgun. Meira »

„Einboðið að það sé bótaskylda“

3.1. Eiríkur Jónsson lagaprófessor hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann fari sömu leið og héraðsdómarinn Jón Höskuldsson sem undirbýr dómsmál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar um að skipa hann ekki sem dómara við Landsrétt. Lögmaður hans segir þó einboðið að bótaskylda sé til staðar. Meira »

„Við töfðumst vegna fegurðar“

30.12. „Við töfðumst vegna fegurðar,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson sem náði magnaðri mynd af svokölluðum hjásólum, úlfi og gíl, þegar hann stoppaði við brúna á Jökulsá á Fjöllum á Mývatnsöræfum í gær. Hann var á leið frá Sauðárkróki, þar sem hann býr, heim á æskuslóðirnar í Borgarfirði eystri. Meira »

Ferðast og kynnir snjóskauta

25.12. Fyrir nokkrum árum fékk Ingi Freyr Sveinbjörnsson gefins svokallaða Sled dogs-snjóskauta sem höfðu verið framleiddir í skamman tíma á tíunda áratugnum en náðu aldrei vinsældum. Hann heillaðist strax af skautunum og lærði að leika ýmsar listir sem síðar kom í ljós að enginn hafði framkvæmt. Meira »

„Vissi að þetta gæti gerst“

21.12. „Ég hafði aldrei pælt í þessu fyrr en vinkona mín nefndi það við mig fyrir ári hvort ég ætlaði að verða dúx, því mér hefur alltaf gengið vel í skóla. Þá kannski varð það smá markmið. Ég hef samt alltaf reynt að standa mig sem best. Ég bjóst ekkert endilega við þessu en vissi að þetta gæti gerst.“ Meira »