Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Sólrún hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2010. Hún hóf feril sinn á DV, fór þaðan yfir á Fréttatímann, en hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is frá því í maí 2017. Sólrún er með stúdentspróf af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún skrifar bæði innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

„Falleg aðgerð í minningu bróður hans“

15:42 „Þegar ég hitti hann þá sá ég að hann vill leysa þetta eða gera það sem hann getur til þess. Hann er byrjaður á því að gera eitthvað sem við teljum að þurfi að gera og er líklegt að skili árangri, en ég vil ekki fara nákvæmlega út í hvað það er. Mér fannst eins og hann tæki okkur alvarlega.“ Meira »

Páli vikið úr fulltrúaráðinu í Eyjum

13.6. Páli Magnússyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur verið vikið úr fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum. Ráðið hefur jafnframt lýst yfir fullu vantrausti á hann vegna framgöngu hans í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga. Meira »

Asbest gæti hafa borist með skófatnaði

28.5. „Við förum á vettvang og skoðum ummerki, hvort það sé umhverfismengunarhætta, en í þessu tilviki var niðurstaðan sú að það væri ekki hætta fyrir almenning. Það var eitthvað á vinnupöllum, inni í húsinu og eitthvað órifið,“ segir Ásgeir Björnsson, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu. Meira »

Vonar að fulltrúar hlusti og skilji

28.5. „Það er allavega drukkið kaffi og talað í síma,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar blaðamaður spyr hvort einhverjar viðræður séu hafnar á milli flokka um myndun nýs meirihluta í borginni. Meira »

Rifu niður asbest án hlífðarbúnaðar

23.5. Byggingarvinnustaðnum við Grensásveg 12 var lokað 9. maí síðastliðinn og öll vinna bönnuð á verkstað eftir að í ljós kom að asbest hafði verið fjarlægt úr húsinu, án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi og viðeigandi búnaður væri til staðar. Meira »

Yfirleitt ekki löng bið eftir úrræðum

17.5. Mikilvægt er að horfa á styrkleika þjónustu og úrræða sem Barnaverndarstofa hefur yfir að ráða fyrir börn með vímuefna- og hegðunarvanda, og byggja ofan á, í stað þess að segja að alls sé ónýtt og að byrja þurfi upp á nýtt. Þetta segir sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs Barnaverndarstofu. Meira »

„Verulega erfitt og þungt ástand“

16.5. „Það er verulega erfitt og þungt ástand á bráðamóttökunni í dag. Í morgun voru 29 sjúklingar sem höfðu lokið bráðamóttökuþjónustu og voru að bíða eftir innlögn á legudeildir. Það skapar mikið plássleysi á bráðamóttökunni því það eru bara 34 rúm á allri deildinni,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar. Meira »

„Með paradís allt í kringum okkur“

9.5. Hjólreiðakappinn Fannar Freyr Atlason æfir bæði fjalla- og götuhjólreiðar af miklum krafti með hjólreiðafélaginu Tindi og er ein af björtustu hjólreiðastjörnum Íslands. Hann keppir reglulega á mótum og hefur náð góðum árangri, en næsta mót er einmitt í Öskjuhlíðinni á laugardag. Meira »

Aðeins náð í innan við 10% hópsins

16.6. „Mér finnst hann heldur lélegur, en þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta er í samræmi við það sem ég bjóst við,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um þann árangur sem hefur náðst frá því vefgáttin Arfgerd.is var opnuð fyrir mánuði síðan. Meira »

„Ég nýti vel tímann sem ég hef“

7.6. Egill Sigurðarson greindist með Parkinson-sjúkdóminn fyrir fimm árum, þá aðeins 22 ára. Hann hafði fundið fyrir ýmsum einkennum frá 16 ára aldri, sem ágerðust hægt og bítandi. Þau voru ekki nógu greinileg til að hægt væri að festa fingur á að eitthvað ákveðið væri að. Meira »

Ekki verið boðuð á fundi

28.5. „Ég er að fara að tala við mitt fólk, það er eina sem er á döfinni. Ég ætla heyra hvað þeim finnst, kortleggja stöðuna og ganga út frá því,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Meira »

Sjálfstæðismenn eigi það til að svíkja

28.5. „Það er ekkert formlegt í gangi og ekki búið að ákveða neitt svoleiðis, en fólk heyrist óformlega,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. Fólk hafi eitthvað heyrst í síma og að svo hafi verið spjallað eftir Silfrið á RÚV í gær. Meira »

BRCA genin ekki einu skaðvaldarnir

21.5. Undanfara daga hefur mikil umræða verið um aðgang að erfðaupplýsingum og þá helst aðgang að upplýsingum um ákveðna meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni, sem eykur margfalt líkur á brjóstakrabbameini hjá þeim sem ber hana. Breytingin erfist frá einni kynslóð til annarrar. Meira »

Landlæknir telur Heilsuveru ákjósanlegri

16.5. Landlæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að rannsóknarfyrirtæki geti gefið einstaklingum upplýsingar um meinvaldandi breytingu í geni, til dæmis BRCA2 stökkbreytingu, ef upplýst samþykki liggur fyrir og tryggt er að einstaklingar fái viðeigandi erfðaráðgjöf. Meira »

„Pabbi bjargaði lífi okkar“

13.5. Systurnar Marella, Steindóra og Íris Dögg Steinsdætur erfðu allar stökkbreytingu í BRCA2 geni frá pabba sínum, en upp komst um breytinguna þegar hann greindist með krabbamein árið 2016. Þær líta svo á að það hafi bjargað lífi þeirra, enda hefðu þær annars ekki komist að auknum líkum á krabbameini. Meira »

Eðlilegt skref í átt að Borgarlínu

8.5. „Þetta er bara eðlilegt skref í þessu ferli sem við erum í. Við erum að klára þann áfanga sem sveitarfélögin eru sammála um að klára. Svo eru fleiri skref framundan,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »