Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Sólrún hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2010. Hún hóf feril sinn á DV, fór þaðan yfir á Fréttatímann, en hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is frá því í maí 2017. Sólrún er með stúdentspróf af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún skrifar bæði innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Kaupendur vændis virðast ansi víða

13.12. „Þetta er ekki einstakt mál, það er mikilvægt að það komi fram,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, um mál fatlaðrar konu sem talið er að um 50 karlmenn hafi keypt vændi af. Meira »

„Þetta hljóð kemur úr mannshálsi“

3.12. „Ég er sannfærður um það, frá mínum bæjardyrum séð, að þetta hljóð kemur úr mannshálsi. Ekki kannski mannsbarka, en þetta kemur úr manni,“ segir Gunnar Smári Helgason, hljóðmaður til 40 ára, sem hreinsaði hljóðið á Klaustursupptökunum svokölluðu. Meira »

Hannar pappírsflugvélamódel frá grunni

27.11. Edwin Rodríguez frá Kosta-Ríka er mikill áhugamaður um Ísland og hefur lengi dundað sér við að byggja pappírsmódel af flugvélum, byggingum, skipum og fleiru. Í fyrstu prentaði hann út pdf-skjöl af módelum sem hann fann á netinu og setti þau saman sjálfur. Meira »

Þykjast ekki mega gefa upplýsingar

11.11. Borið hefur á því að fyrirtæki og verktakar beri fyrir sig nýja persónuverndarlöggjöf og vilji ekki láta af hendi upplýsingar um launakjör og réttindi starfsmanna þegar eftirlitsaðilar á vegum Samiðnar, sambandi iðnfélaga, hafa óskað eftir þeim á vinnustöðum. Meira »

„Auðvitað kemur að skuldadögum“

6.11. Á þessu ári hefur skilmálaeftirlit byggingarfulltrúa í Reykjavík skoðað hátt í 50 mál þar sem vantað hefur byggingarleyfi fyrir yfirstandandi framkvæmdum en samtals hafa 200 mál, stór og smá, verið skoðuð. Meira »

„Þetta er því augljósasta lendingin“

5.11. „Það var nokkuð augljóst að það var ekki hægt að halda áfram með óbreyttum hætti,“ segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.is, um kaup Icelandair á öllu hlutafé í WOW air. Hann telur útkomuna vera augljósustu lendinguna í þeim sviptivindum sem hafa verið á flugmarkaði undanfarið. Meira »

„Við förum inn í þetta sem opið mál“

1.11. Fulltrúar tæknideildar lögreglunnar og Mannvirkjastofnunar eru komnir á brunavettvang við Kirkjuveg á Selfossi, þar sem einbýlishús varð eldi að bráð í gærkvöldi. Brunavarnir Árnessýslu afhentu lögreglu vettvanginn til rannsóknar fyrr í morgun. Meira »

„Ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna“

31.10. „Ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna. Ég get ekki séð hvernig félagsmaður sem gerir athugasemd við ósamræmi við lögum félagsins á heimasíðu og í fundargerðum geti eyðilagt slíka sameiningu,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir, en henni var vikið úr Sjómannafélagi Íslands í gær. Meira »

„Þetta gæti verið svo miklu verra“

13.12. „Við höfum ekki ástæðu til að ætla að samdráttur í ferðamennsku verði eitthvað í líkingu við það sem samdrátturinn hjá WOW verður á næsta ári. Að þetta muni þýða færri sæti fyrir ferðamenn á leið til Íslands. Auðvitað getur það verið en það er ekkert sem segir að þannig verði það.“ Meira »

„Ekki hægt að velja verri tíma“

3.12. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og alvarlegt. Fólk streymir hingað til okkar að óska eftir upplýsingum. Við erum að veita stuðning og upplýsa fólk um rétt sinn. Hvað gerist nú og fleira. Það eru ekki allir sem eru með þessar upplýsingar á hreinu, sérstaklega ekki erlendir starfsmenn.“ Meira »

„Aðrir íbúar og ættingjar eru hræddir“

26.11. „Við höfum fjölda dæma þar sem fólk þorir varla út úr herberginu sínu af því að það er fólk með erfiðan geðsjúkdóm í næsta herbergi. Heilu deildirnar eru í gíslingu því aðrir íbúar og ættingjar eru hræddir og starfsfólkið hættir unnvörpum því það kann ekki að takast á við þetta.“ Meira »

„Algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins“

9.11. „Það er algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins að gera því skóna að þetta sé ólögmætur verknaður eða einhverskonar aðstoð við meintan flótta. Ég hef enga heimild til að halda vegabréfinu hans,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar. Meira »

37 prósent áfangastaða þeir sömu

5.11. Icelandair flýgur til 45 áfangastaða á meðan WOW air býður upp á flug til 35 áfangastaða. Síðarnefnda flugfélagið býður þó upp á 37 lendingarstaði, þar sem flogið bæði til London Gatwick og Stansted og New York JFK og EWR. Meira »

Farið fram á vikulangt gæsluvarðhald

1.11. Búið er að yfireyra báða einstaklingana sem handteknir voru vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi í gær. Um er að ræða húsráðanda og gestkomandi konu. Lögregla hefur gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að þau sæti hvort um sig gæsluvarðhaldi í viku vegna rannsóknarhagsmuna. Meira »

Telja sig vita hvar fólkið er í húsinu

31.10. Ekki er búist við því að hægt að verði að fara almennilega inn í einbýlishúsið á Selfossi sem varð eldi að bráð síðdegis í dag, fyrr en á morgun. Slökkviliðsstjóri segir afar líklegt að tvær manneskjur hafi verið inni í húsinu og það er ástæða þess að slökkviliðið fer varlega í grófar aðgerðir. Meira »

Grunur um að tveir hafi verið í húsinu

31.10. Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð einbýlishúss við Kirkjuveg á Selfossi þegar mikill eldur kviknaði þar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnesinga, segir það þó ekki hafa verið staðfest. Meira »