Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Sólrún hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2010. Hún hóf feril sinn á DV, fór þaðan yfir á Fréttatímann, en hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is frá því í maí 2017. Sólrún er með stúdentspróf af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún skrifar bæði innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Stór hópur mun græða fleiri ár

í fyrradag „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

í fyrradag Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

„Mjög alvarleg orð frá Hæstarétti“

16.10. Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, segir mikilvægt að halda því til haga að Hæstiréttur hafi gert alvarlegar athugasemdir við embættisfærslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í málum tveggja lögreglumanna. Meira »

Fótalaus stóð upp og byrjaði að ganga

14.10. „Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel. Ég hafði vorkennt sjálfum mér og gerði mikið mál úr því hvernig ég ætti að komast í gegnum Erez landamærastöðina. Ég hafði reyndar, í fyrsta skipti í mörg ár, fengið leyfi Ísraelshers til að fara inn á svæðið,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir. Meira »

Yfirlýsingagleði þrátt fyrir vandræðin

1.10. „Það er kostulegt að horfa aðeins nokkrar vikur til baka og sjá hve yfirlýsingaglaðir forsvarsmenn Primera Air hafa verið, þrátt fyrir vandræðin,“ segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.is, og rifjar upp nýleg ummæli Andra Más Ingólfssonar, eiganda og forstjóra Primera Air Travel Group. Meira »

„Það þurfti þá undir græna torfu“

27.9. „Ég vildi fá að sjá það svart á hvítu á blaði, með opinberum stimpli, að þetta væri búið. Að það væri enginn hali, enginn hluti af málinu sem væri skilinn eftir eða einhverju bætt við. Reynslan hefur kennt mér það að taka ekki öllu sem gefnu,“ segir Kristín Anna Tryggvadóttir. Meira »

Allt lífið verið í skugga þessa máls

27.9. „Mér líður mjög vel, en það eru blendnar tilfinningar. Þetta er gleðidagur en jafnframt sorgardagur því hann er búinn að eyða 40 árum í þetta. Allt lífið hefur verið í skugga þessa máls hjá honum. Það er sorglegt,“ segir Klara Bragadóttir, kona Guðjóns Skarphéðinssonar. Meira »

„Með þessum dómi teljast þeir saklausir“

27.9. „Ég bjóst við sýknudómi og það vill svo ánægjulega til að það var niðurstaðan,“ sagði Oddgeir Einarsson, lögmaður fjölskyldu Sævars Ciesielski, eftir að sýknudómur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var kveðinn upp fyrr í dag. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

í fyrradag „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Aldrei verið sótt um leyfi fyrir stækkun

16.10. Ekki er til staðar byggingarleyfi og enn hefur ekki verið sótt um slíkt leyfi fyrir byggingaframkvæmdum vegna stækkunar City Park Hótel við Ármúla 5 í Reykjavík. Þrátt fyrir það hefur vinna staðið yfir við stækkunina um tíma, en verið er að bæta við 27 herbergjum. Fyrir voru herbergin 57. Meira »

Krefst lögbanns á Tekjur.is

15.10. „Það er mjög skýrt í mínum huga að hér er um brot að ræða, að það sé ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs almennings, og að það sé rétt að fá lögbann á þessa vinnslu upplýsinga,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hefur krafist lögbanns á vefinn Tekjur.is. Meira »

Jarðarfararstemning en hugur í fólki

8.10. „Maður vaknar bara á morgnanna og reynir að mæta í vinnuna. Reynir að trúa því að þetta geti ekki endað svona. Það yrði rosalegt,“ segir Eva Dögg Jóhannesdóttir líffræðingur hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish, en hún starfar við seiðaeldisstöð fyrirtækisins í botni Tálknafjaðar. Meira »

Óþarfi að búa til tap úr sigrinum

28.9. „Það er alveg óþarfi að búa til eitthvert tap úr þessum sigri sem fólkið vann í gær. Þetta var sigur. Það var sýknað í málunum eins og kröfur stóðu til. Ég veit ekki af hverju þarf að snúa því upp í eitthvað annað,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristjáns Viðars Júlíussonar. Meira »

Eðlilegt að greiða leið fyrir bætur

27.9. Jón Magnússon, lögmaður Tryggva Rúnars Leifssonar, viðurkennir að hafa verið með smá hnút í maganum þegar hann beið niðurstöðu dóms í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í Hæstarétti í dag, þrátt fyrir að hann hafi gert ráð fyrir sýknu. Málið hafi verið umfangsmikið og tekið á að fara í gegnum gögnin. Meira »

Mannorð Tryggva loksins verið hreinsað

27.9. „Mér líður ofsalega vel en ég er ofsalega fegin að þetta er búið,“ segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, ekkja Tryggva Rúnars Leifssonar, sem í dag var sýknaður af því að hafa banað Guðmundi Einarssyni í janúar árið 1974, ásamt Sævari Ciesielski. Meira »

Allir sýknaðir í Geirfinnsmálinu

27.9. Allir dómfelldu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti fyrr í mánuðinum voru í dag sýknaðir, 38 árum eftir að þeir voru sakfelldir af sama dómstóli, 44 árum eftir að meintir glæpir voru framdir. Meira »