Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Sólrún hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2010. Hún hóf feril sinn á DV, fór þaðan yfir á Fréttatímann, en hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is frá því í maí 2017. Sólrún er með stúdentspróf af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún skrifar bæði innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

15.8. Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Meira »

Önnur sjúkrahús geta takmarkað hjálpað

3.7. Heilbrigðisstofnanir í nágrenni Reykjavíkur geta að afar takmörkuðu leyti veitt aukna þjónustu, líkt og kveðið er á um í aðgerðaáætlun Landspítalans sem virkjuð var um mánaðamótin vegna ástandsins sem skapast hefur vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Meira »

Fékk ljómandi fína klippingu í Moskvu

20.6. „Ég var sú eina af mínum vinum sem fékk miða á alla þrjá leikina þannig ég var lengi á báðum áttum hvort ég ætti að fara eða ekki, en svo ákvað ég að slá bara til. Þetta hlyti að verða skemmtilegt,“ segir Sigrún Helga Lund Rússlandsfari. Meira »

„Falleg aðgerð í minningu bróður hans“

18.6. „Þegar ég hitti hann þá sá ég að hann vill leysa þetta eða gera það sem hann getur til þess. Hann er byrjaður á því að gera eitthvað sem við teljum að þurfi að gera og er líklegt að skili árangri, en ég vil ekki fara nákvæmlega út í hvað það er. Mér fannst eins og hann tæki okkur alvarlega.“ Meira »

Páli vikið úr fulltrúaráðinu í Eyjum

13.6. Páli Magnússyni, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur verið vikið úr fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum. Ráðið hefur jafnframt lýst yfir fullu vantrausti á hann vegna framgöngu hans í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga. Meira »

Asbest gæti hafa borist með skófatnaði

28.5. „Við förum á vettvang og skoðum ummerki, hvort það sé umhverfismengunarhætta, en í þessu tilviki var niðurstaðan sú að það væri ekki hætta fyrir almenning. Það var eitthvað á vinnupöllum, inni í húsinu og eitthvað órifið,“ segir Ásgeir Björnsson, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu. Meira »

Vonar að fulltrúar hlusti og skilji

28.5. „Það er allavega drukkið kaffi og talað í síma,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar blaðamaður spyr hvort einhverjar viðræður séu hafnar á milli flokka um myndun nýs meirihluta í borginni. Meira »

„Sótti hann hálf dauðan heim til sín“

16.8. „Það verður eitthvað að gerast. Mér finnst þetta svo mikið lottó með líf fólks og mig langar ekki til að spila í því,“ segir Kristín Ólafsdóttir, móðir ungs manns sem vísað var úr framhaldsmeðferð í Vík í gær eftir að hafa skilað ófullnægjandi þvagprufu. Ekki greindust nein vímuefni í þvaginu. Meira »

Allir ættu að eiga batteríisútvarp

9.8. Bæjarstjórinn í Hveragerði segir mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að nota þá umræðu sem skapast hefur í kringum rafmagnsleysið í bænum á þriðjudag til að fara yfir sín mál og kanna hvernig þau eru í stakk búin að takast á við slíka atburði. Meira »

Ekkert samráð haft við heimaljósmæður

3.7. Ekkert samráð var haft við sjálfstætt starfandi ljósmæður sem sinna heimaþjónustu, við gerð aðgerðaáætlunar Landspítalans vegna kjaradeilu ljósmæðra. Einn liður í áætluninni er að útskrifa konur beint af fæðingarvakt í heimaþjónustu. Meira »

Mikil fjölgun katta vegna húsnæðisvanda

20.6. Algjör sprenging hefur orðið í pöntunum á Hótel Kattholt og er hótelið nú fullbókað, mun fyrr en síðustu ár. Halldóra Snorradóttir, starfsmaður í Kattholti, segist tengja það beint við leiðinlegt veðurfar hér á landi það sem af er sumri. Meira »

Aðeins náð í innan við 10% hópsins

16.6. „Mér finnst hann heldur lélegur, en þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta er í samræmi við það sem ég bjóst við,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um þann árangur sem hefur náðst frá því vefgáttin Arfgerd.is var opnuð fyrir mánuði síðan. Meira »

„Ég nýti vel tímann sem ég hef“

7.6. Egill Sigurðarson greindist með Parkinson-sjúkdóminn fyrir fimm árum, þá aðeins 22 ára. Hann hafði fundið fyrir ýmsum einkennum frá 16 ára aldri, sem ágerðust hægt og bítandi. Þau voru ekki nógu greinileg til að hægt væri að festa fingur á að eitthvað ákveðið væri að. Meira »

Ekki verið boðuð á fundi

28.5. „Ég er að fara að tala við mitt fólk, það er eina sem er á döfinni. Ég ætla heyra hvað þeim finnst, kortleggja stöðuna og ganga út frá því,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Meira »

Sjálfstæðismenn eigi það til að svíkja

28.5. „Það er ekkert formlegt í gangi og ekki búið að ákveða neitt svoleiðis, en fólk heyrist óformlega,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. Fólk hafi eitthvað heyrst í síma og að svo hafi verið spjallað eftir Silfrið á RÚV í gær. Meira »