Sólrún Lilja Ragnarsdóttir

Sólrún hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2010. Hún hóf feril sinn á DV, fór þaðan yfir á Fréttatímann, en hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is frá því í maí 2017. Sólrún er með stúdentspróf af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún skrifar bæði innlendar og erlendar fréttir á mbl.is.

Yfirlit greina

Yfirlýsing Sindra gerir honum ógagn

20.4. „Það getur vel verið að hann hafi verið í sambandi við lögregluna en hann hefur ekki boðið neitt eða viljað upplýsa um eitt eða neitt. Þetta er bara enn einn fyrirslátturinn,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Meira »

Gamalt bankaútibú verður að heimili

19.4. „Þetta fer örugglega að verða með víðförulli húsum á suðvesturhorninu,“ segir Elín Esther Magnúsdóttir sem festi kaup á húsinu síðastliðið haust. Síðan þá hefur hún unnið að því hörðum höndum að gera það að heimili fyrir sig og son sinn. Meira »

„Gleðin úr augunum er farin“

15.4. „Maður finnur þakklætið en líka tómleikann hjá mörgum. Það er eins og allt sé farið. Gleðin úr augunum er farin. En það er hægt að hjálpa þessu fólki og það er það sem við erum að gera. Við hjá Rauða krossinum erum að bjarga mannslífum á hverjum einasta degi,“ segir Ruth Sigurðardóttir. Meira »

„Ég skammaðist mín svo mikið“

12.4. „Þetta hafði gríðarlega mikil áhrif á mig og hefur breytt mér mikið. Ég er allt annar maður í dag en ég var áður. Það hefur bæði komið slæmt og gott úr þessu. Ég hef áttað mig á því að ég hef stuðning ef það koma upp vandamál og lít á þetta sem uppbyggingu fyrir bjartari framtíð.“ Meira »

Segja sig úr Bjartri framtíð

4.4. Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúar Bjartar framtíðar í Hafnarfirði, sögðu sig úr flokknum í dag og munu starfa sem óháðir bæjarfulltrúar út kjörtímabilið. Guðlaug segir samstarfsörðugleika og trúnaðarbrest hafa leitt til þessarar niðurstöðu. Meira »

Hafa enn ekki fengið handfarangurinn

28.3. Farþegi sem var um borð í vél WOW air sem sett var í sóttkví við komuna til Montreal á mánudagskvöld vegna maura sem fundust í vélinni á leið frá Íslandi, fékk töskuna sína ekki fyrr en rétt eftir hádegi í dag. Hann á hins vegar enn eftir að fá handfarangurinn. Meira »

Tryggt að engir maurar urðu eftir

28.3. Flugvél WOW air sem sett var í sóttkví á flugvellinum á Montreal í fyrrakvöld, eftir að maurar fundist um borð í henni á leið frá Íslandi í fyrradag, er nú komin aftur til landsins eftir að hafa verið meðhöndluð samkvæmt stöðluðum verkferlum. Meira »

Göngustígurinn er eitt drullusvað

27.3. „Mér finnst ástandið alveg skelfilegt. Eins og stígurinn er þarna núna þá labbar fólk út fyrir hann til að forðast leðjuna. Það treður niður jarðveginn við hliðina á og býr til nýja leðjuslóða út um allt. Það breikkar svæðið sem eyðileggst. Þetta eru bara gróðurskemmdir í stórum stíl.“ Meira »

Fær borgað fyrir að ferðast um heiminn

19.4. „Ég skil ekki hvernig ég get verið verið svona heppin,“ segir Alexandra Kristjánsdóttir sem síðustu sex mánuði hefur ferðast um heiminn með fimm manna bandarískri fjölskyldu og sinnt starfi kennara og barnfóstru, ásamt því að taka þátt í öllum ævintýrum þeirra. Meira »

Moldarslóð vörubíla verður að svifryki

17.4. Styrkur svifryks í Reykjavík hefur tólf sinnum á þessu ári mælst yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum á mælistöð Umhverfisstofnunar við Grensásveg, en það er sú stöð sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur miðar við þegar tölur eru teknar saman. Meira »

„Ertu fegin að fá mig í land?“

13.4. „Ertu fegin að fá mig í land?“ spurði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á varðskipinu Þór, konu sína, Sólveigu Baldursdóttur, þegar hún tók á móti honum úr sinni síðustu ferð eftir 50 ára samfelldan feril hjá Landhelgisgæslunni. Meira »

Illa svikin af hóteli í Rússlandi

8.4. „Við erum búin að tapa vel á þessu,“ segir Dísa Viðarsdóttir sem var illa svikin af hóteli í Rostov við Don í Rússlandi, en hún og maðurinn hennar höfðu bókað gistingu þar vegna Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í sumar. Hótelið ógilti hins vegar bókunina og hækkaði verðið margfalt. Meira »

Þykir mjög óvenjulegt

3.4. Meirihluti þeirra umsagna sem borist hafa vegna umdeilds umskurðarfrumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, er frá erlendum aðilum; einstaklingum, stofnunum og samtökum. Þykir það mjög óvenjulegt, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Meira »

Níðingar geti ekki farið huldu höfði

28.3. „Þetta gengur í raun út á tengja saman aðila sem hafa með þessi mál að gera og þar með tryggja eftirlit, ásamt því að flokka þennan hóp brotamanna. Það gengur út á að finna hvaða aðilar það eru sem eru líklegir til að brjóta af sér að nýju,“ segir Silja Dögg Gunnarsdótir. Meira »

Tekur ugluna með sér heim á kvöldin

27.3. Á Dýraspítalanum í Garðabæ dvelur nú brandugla í góðu yfirlæti. Um ungan fugl virðist vera að ræða sem fannst við Laxá í Leirársveit, en hann er ófleygur. Kristbjörg Sara Thorarensen dýralæknir hallast að því að uglan sé veikburða því hún hafi ekki ná að veiða sér til matar. Meira »

„Ekki eitthvað sem þú hoppar út í“

25.3. Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir lét setja upp magaband hjá sér í desember árið 2016 og hefur misst um 30 kíló síðan. Hún hafði þá lengi glímt við ofþyngd og átti erfitt með að léttast þrátt fyrir að vera dugleg að hreyfa sig og borða hollan mat. En hún var matarfíkill og það þurfti meira til. Meira »