Í raun búin að léttast um 28 kg

Heilsuferðalagið | 12. maí 2015

Í raun búin að léttast um 28 kg

Sigríður Ásta Hilmarsdóttir þyngdist töluvert þegar hún gekk með dóttur sína eða um 28 kg. Nú er hún búin að ná þessum kílóum af sér.

Í raun búin að léttast um 28 kg

Heilsuferðalagið | 12. maí 2015

Sigríður Ásta Hilmarsdóttir.
Sigríður Ásta Hilmarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigríður Ásta Hilmarsdóttir þyngdist töluvert þegar hún gekk með dóttur sína eða um 28 kg. Nú er hún búin að ná þessum kílóum af sér.

Sigríður Ásta Hilmarsdóttir þyngdist töluvert þegar hún gekk með dóttur sína eða um 28 kg. Nú er hún búin að ná þessum kílóum af sér.

„Það er rosalega gaman að fólk er farið að taka eftir því að ég hafi grennst. Fæ hrós frá allskonar fólki og það er gaman að fá það staðfest að erfiðið hafi skilað árangri. Hrós fyrir árangur í líkamsrækt er líka svo skemmtilega vel orðað: „Þú ert bara að hverfa“ og „Þú ferð að detta í sundur“. Held að það sé langt í að ég hverfi eða detti í sundur en ég er búin að missa 8 kg á þeim 7 vikum sem eru búnar og styrkjast helling,“ segir Sigríður Ásta í sínum nýjasta pistli. Sigríður ÁSta tekur þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.

Sigríður Ásta segist vera ein af þeim sem þyngjast mikið á meðgöngu.

„Ég á stelpu sem er 9 mánaða og ég þyngdist um 28 kg á meðgöngunni. Með þeim kílóum sem ég er búin að missa í heilsuátakinu eru 28 kíló farin nú þegar stelpan er búin að vera jafn lengi inni og úti. Það var mun auðveldara að bæta þessum kílóum á en að ná þeim af. Af því tilefni að ég er búin að missa þessi kíló tók ég fram öll fötin mín sem ég passaði í fyrir meðgöngu og ætlaði aldeilis að gella mig upp. Það voru blendnar tilfinningar í gangi þegar ég fór í buxurnar. Áður en ég varð ólétt var ég akkúrat ekki í neinu formi og einu lyftingarnar sem ég stundaði voru glasalyftingar. Þó að ég hafi verið nákvæmlega jafn þung voru buxurnar alltof víðar. Það er s.s. eitthvað til í því að vöðvar eru þyngri en fita,“ segir hún.

Sigríður Ásta stendur á tímamótum því hún byrjaði að vinna aftur eftir fæðingarorlof í síðustu viku.

„Síðastliðinn mánudag byrjaði ég að vinna aftur eftir barnsburð og það gengur mun betur að koma rútínu á mataræði eftir að ég fór að vinna. Það er örlítið erfiðara að komast á æfingar en þetta er púsluspil sem gengur yfirleitt upp. Ég er venjulega ekki manneskja sem gleymir að borða og tel yfirleitt niður mínúturnar í næstu máltíð en mér hefur tekist það í vinnunni og ég þarf að passa betur upp á það.

Ég er mjög sátt við útkomuna eftir þessar 7 vikur og vona að framtíðin gangi jafn vel. Skrefin sem ég tek í breyttum lífsstíl eru hæfilega stór og til þess fallin að ég geti gert þetta að framtíðarlífsstíl. Á meðan ég hreyfi mig þá langar mig ekki í neitt óhollt.“

Sigríður Ásta Hilmarsdóttir.
Sigríður Ásta Hilmarsdóttir. mbl.is
mbl.is