Greindist með forsykursýki og breytti um lífsstíl

Heilsuferðalagið | 2. febrúar 2024

Greindist með forsykursýki og breytti um lífsstíl

Söng- og sjónvarpskonan Kelly Clarkson ræddi um heilsu og þyngd, þá sérstaklega tengsl þyngdar og sykursýki í spjallþætti sínum, The Kelly Clarkson Show, á mánudag. Undir lok síðasta árs frumsýndi Clarkson glænýtt útlit en söngkonan hefur verið þekkt fyrir að rokka upp og niður í þyngd. Gestur söngkonunnar var leikarinn Kevin James, þekktur fyrir leik sinn í gamanþættinum The King of Queens, sem sjálfur hefur lengi átt í baráttu við aukakílóin.

Greindist með forsykursýki og breytti um lífsstíl

Heilsuferðalagið | 2. febrúar 2024

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Söng- og sjónvarpskonan Kelly Clarkson ræddi um heilsu og þyngd, þá sérstaklega tengsl þyngdar og sykursýki í spjallþætti sínum, The Kelly Clarkson Show, á mánudag. Undir lok síðasta árs frumsýndi Clarkson glænýtt útlit en söngkonan hefur verið þekkt fyrir að rokka upp og niður í þyngd. Gestur söngkonunnar var leikarinn Kevin James, þekktur fyrir leik sinn í gamanþættinum The King of Queens, sem sjálfur hefur lengi átt í baráttu við aukakílóin.

Söng- og sjónvarpskonan Kelly Clarkson ræddi um heilsu og þyngd, þá sérstaklega tengsl þyngdar og sykursýki í spjallþætti sínum, The Kelly Clarkson Show, á mánudag. Undir lok síðasta árs frumsýndi Clarkson glænýtt útlit en söngkonan hefur verið þekkt fyrir að rokka upp og niður í þyngd. Gestur söngkonunnar var leikarinn Kevin James, þekktur fyrir leik sinn í gamanþættinum The King of Queens, sem sjálfur hefur lengi átt í baráttu við aukakílóin.

Í þættinum uppljóstaði Clarkson að stór ástæða þyngdartapsins hafi verið sú að hún var greind með forsykursýki (e. pre-diabetic) fyrir örfáum árum og hræddist því framhaldið ef hún héldi áfram í sama farinu. 

James hrósaði Clarkson í upphafi viðtalsins og sagði hvað hún liti vel út, en þá ákvað söngkonan að opna sig um ástæðuna sem leiddi til þyngdartapsins og breyttra lífsvenja. Clarkson hefur lítið sem ekkert rætt um þyngdartapið í fjölmiðlum né á samfélagsmiðlum.

„Já, það sem gerðist var að mér var sagt að ég væri með sykursýki,“ sagði Clarkson og hló. „Það er bókstaflega það sem gerðist...og já, ég var alls ekki hneyksluð að heyra það. Ég var orðin of þung,“ sagði hún. „Ég varð ekkert hneyksluð að heyra tíðindin. Ég fékk að heyra að ég væri með forsykursýki og alveg á mörkunum að vera með sykursýki II. Ég beið samt alveg í tvö ár með að gera eitthvað í mínum málum.“

Fyrr í þessum mánuði þakkaði Clarkson börnum sínum, River Rose og Remington Alexander, fyrir að hjálpa sér að komast í form. „Við förum út að ganga með hundana nokkrum sinnum á dag. Göngutúr í borginni er góð æfing.“

mbl.is