Fjarlægði fyllingar í andliti sem leið í átt að heilbrigðara lífi

Lífsstílsbreyting | 25. júlí 2023

Fjarlægði fyllingar í andliti sem leið í átt að heilbrigðara lífi

Fyrirsætan og athafnakonan Blac Chyna hefur látið fjarlægja fyllingar úr andliti sínu og er það nýjasta aðgerðin í ferli hennar í því að endurheimta sinn náttúrulega líkama. Fyrr á þessu ári lét hún fjarlægja fyllingar úr brjóstum og rassi.

Fjarlægði fyllingar í andliti sem leið í átt að heilbrigðara lífi

Lífsstílsbreyting | 25. júlí 2023

Blac Chyna hefur nú fjarlægt fyllingar í rassi, brjóstum og …
Blac Chyna hefur nú fjarlægt fyllingar í rassi, brjóstum og andliti til að endurheimta sinn náttúrulega líkama. Samsett mynd

Fyrirsætan og athafnakonan Blac Chyna hefur látið fjarlægja fyllingar úr andliti sínu og er það nýjasta aðgerðin í ferli hennar í því að endurheimta sinn náttúrulega líkama. Fyrr á þessu ári lét hún fjarlægja fyllingar úr brjóstum og rassi.

Fyrirsætan og athafnakonan Blac Chyna hefur látið fjarlægja fyllingar úr andliti sínu og er það nýjasta aðgerðin í ferli hennar í því að endurheimta sinn náttúrulega líkama. Fyrr á þessu ári lét hún fjarlægja fyllingar úr brjóstum og rassi.

Chyna deildi nýjustu umbreytingunum á Instagram-reikningi sínum á dögunum og lítur Chyna út eins og allt önnur manneskja áður en hún hóf að fjarlægja fyllingarnar. Segist hún vilja lifa heilbrigðara lífi og ákvað hún þess vegna að láta verða af umbreytingunum.

Chyna hefur verið þó nokkuð í sviðsljósinu upp á síðkastið, þá sérstaklega fyrir samband sitt við barnsfeður sína en hún á eitt barn með Rob Kardashian og eitt barn með rapparanum Tyga. Segist hún vera búin að ná sáttum við þá báða og vilji nú sýna fram á að hún sé börnum sínum góð móðir.

View this post on Instagram

A post shared by Blac Chyna 💋 (@blacchyna)

mbl.is