„Ég hafði áhuga á því að vera ekki feit kona“

Lífsstílsbreyting | 21. september 2022

„Ég hafði áhuga á því að vera ekki feit kona“

Hallgerður Hauksdóttir, áhugakona um heilsusamlegan lífstíl og stofnandi Föstusamfélagsins á Facebook, var orðin þreytt á megrunarkúrum sem ekki virkuðu. Hún kynnti sér föstur í þaula og komst að því að föstur sem eru framkvæmdar á réttan og ábyrgan hátt geta bæði hjálpað fólki við að léttast en einnig verið líkamanum stoð við að endurstilla efnaskipti.

„Ég hafði áhuga á því að vera ekki feit kona“

Lífsstílsbreyting | 21. september 2022

Hallgerður Hauksdóttir, áhugakona um heilsusamlegan lífstíl og stofnandi Föstusamfélagsins á Facebook, var orðin þreytt á megrunarkúrum sem ekki virkuðu. Hún kynnti sér föstur í þaula og komst að því að föstur sem eru framkvæmdar á réttan og ábyrgan hátt geta bæði hjálpað fólki við að léttast en einnig verið líkamanum stoð við að endurstilla efnaskipti.

Hallgerður Hauksdóttir, áhugakona um heilsusamlegan lífstíl og stofnandi Föstusamfélagsins á Facebook, var orðin þreytt á megrunarkúrum sem ekki virkuðu. Hún kynnti sér föstur í þaula og komst að því að föstur sem eru framkvæmdar á réttan og ábyrgan hátt geta bæði hjálpað fólki við að léttast en einnig verið líkamanum stoð við að endurstilla efnaskipti.

„Ég hafði áhuga á því að vera ekki feit kona og það er rosalega mikið streð, sérstaklega eins og fólk er að nálgast þetta í dag. Fólk er að puða í líkamsræktinni og gera það sem er illa ígrundað,“ segir Hallgerður í samtali við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálum.

Ótti við föstur 

„Langföstur hjálpa fólki með eðlilegum hætti við að léttast með því að losa um og nýta eigin fitu. Þær geta líka undið ofan af insúlínnæmi, sem er forstig sykursýki 2, og minnkað blóðþrýsting,“ útskýrir Hallgerður.

„Það að borða margar litlar máltíðir á dag virkar ekki vel fyrir fólk sem er að reyna að grenna sig,“ segir hún jafnframt og vill meina að mikið þekkingarleysi eigi sér stað hér á landi hvað föstur varðar. „Það er lítil almenn þekking á þessu og mikill ótti. Fólk heldur að það sé að svelta sig þegar það er að fasta, en svo er ekki.“

Hallgerður er gestur Berglindar í Dagmálsþætti dagsins. Þáttinn má nálgast í heild sinni hér.

mbl.is