10 hlutir sem útivistardrottningar landsins munu elska

Förðunartrix | 10. maí 2024

10 hlutir sem útivistardrottningar landsins munu elska

Það er komið sumar og útivistardrottningar landsins eru komnar á kreik. Það er erfitt að toppa útivist í góðum hópi á fallegum sumardegi hér á Íslandi og því prýða óskalista vikunnar tíu vörur sem munu falla vel í kramið hjá sólþyrstum skvísum.

10 hlutir sem útivistardrottningar landsins munu elska

Förðunartrix | 10. maí 2024

Óskalisti vikunnar ætti að falla vel í kramið hjá útivistardrottningum …
Óskalisti vikunnar ætti að falla vel í kramið hjá útivistardrottningum landsins! Samsett mynd

Það er komið sumar og útivistardrottningar landsins eru komnar á kreik. Það er erfitt að toppa útivist í góðum hópi á fallegum sumardegi hér á Íslandi og því prýða óskalista vikunnar tíu vörur sem munu falla vel í kramið hjá sólþyrstum skvísum.

Það er komið sumar og útivistardrottningar landsins eru komnar á kreik. Það er erfitt að toppa útivist í góðum hópi á fallegum sumardegi hér á Íslandi og því prýða óskalista vikunnar tíu vörur sem munu falla vel í kramið hjá sólþyrstum skvísum.

Hjól sem gleður augað!

Það er fátt sem jafnast á við góðan hjólreiðatúr með skemmtilegu fólki og í fallegu umhverfi. Það er hins vegar eitt sem getur gert hjólreiðarnar töluvert skemmtilegri – það er fallegt hjól!

Mono-hjól frá Tokyobike fæst hjá Reiðhjólaverzluninni Berglín og kostar 159.900 …
Mono-hjól frá Tokyobike fæst hjá Reiðhjólaverzluninni Berglín og kostar 159.900 krónur. Skjáskot/Instagram

Fullkominn í laugina!

Á Íslandi ríkir mikil sundlaugamenning allan ársins hring, en sumarið er þó í sérstöku uppáhaldi hjá mörgum sem fara enn oftar í laugina að synda eða sóla sig á sumrin. Þá er nauðsynlegt að eiga góðan og fallegan sundbol eins og þennan!

Sundbolur fæst hjá Zara og kostar 6.995 krónur.
Sundbolur fæst hjá Zara og kostar 6.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Fyrir útilegudrottningarnar!

Útilegudrottningar landsins verða að eiga flott tjald, enda sofa þær einfaldlega betur í tjöldum sem eru líka falleg. Þetta tjald frá North Face er ekki bara fallegt heldur einnig létt og auðvelt í uppsetningu – það hentar því sérstaklega vel fyrir göngu- og útivistargarpa!

Göngutjald frá The North Face fæst hjá Útilíf og kostar …
Göngutjald frá The North Face fæst hjá Útilíf og kostar 139.990 krónur. Ljósmynd/Utilif.is

Þessi sem stemningskonurnar elska!

Sannar útivistakonur elska alla útiveru, ekki síst á pallinum uppi í sumarbústað með góðum vinum. Þessi fagri stóll er afar notalegur til að sitja í og njóta góða veðursins!

Stóll og borð frá Espegard fæst hjá Vorverk og kostar …
Stóll og borð frá Espegard fæst hjá Vorverk og kostar 55.000 krónur. Ljósmynd/Vorverk.is

Hagnýtt og þægilegt!

CC-kremið frá Erborian er fullkomið í snyrtibudduna í sumar og sérstaklega fyrir þá sem ætla að vera á ferðalagi og vilja hafa snyrtirútínuna einfalda en fallega. Kremið dregur úr sýnilegum ójöfnuð í húð og litatón húðarinnar um leið og það gefur fallega þunna þekju. Svo er líka sólarvörn í henni sem útivistardrottningarnar elska!

Erborian CC-krem fæst hjá Beautybox og kostar 6.830 krónur.
Erborian CC-krem fæst hjá Beautybox og kostar 6.830 krónur. Ljósmynd/Beautybox.is

„Gym og swim“ taskan!

Þessi taska er fullkomin fyrir svokallað „gym og swim“ sem er sérstaklega vinsælt á sumrin, en þá fer maður fyrst í ræktina og svo í sund – gerist ekki betra!

Rúmgóð taska frá Sandqvist fæst hjá Mjöll og kostar 29.900 …
Rúmgóð taska frá Sandqvist fæst hjá Mjöll og kostar 29.900 krónur. Ljósmynd/Mjoll.is

Fullkomnar krullur á fimm mínútum!

Útivistardrottningin ætlar að nýta alla sólargeisla sem koma í sumar og getur því ekki eytt hálftíma í að gera krullur í hárið. Hún er hins vegar snjöll og notar þess í stað hitalaust krullusett sem hún skellir í sig á kvöldin og sefur með. Svo vaknar hún með fullkomnar krullur og getur farið beint út í sólina!

Silki krullusett fæst hjá You do you og kostar 6.990 …
Silki krullusett fæst hjá You do you og kostar 6.990 krónur. Ljósmynd/Youdoyou.is

Nauðsynjavara útivistardrottningarinnar!

Útivistardrottningin er alltaf til í að stoppa og setjast niður með góðan kaffibolla og jafnvel poppa eina kampavínsflösku! Hún er viðbúin öllu og því alltaf með gott piknik-teppi í bílnum eða töskunni.

Piknik-teppi fæst hjá Ramba Store og kostar 5.990 krónur.
Piknik-teppi fæst hjá Ramba Store og kostar 5.990 krónur. Ljósmynd/Rambastore.is

Klassíkin!

Þú getur alltaf treyst á klassíkina – eins og þessar flottu og stílhreinu göngubuxur frá 66° Norður. 

Reykjavík göngubuxur fást hjá 66° Norður og kosta 28.500 krónur.
Reykjavík göngubuxur fást hjá 66° Norður og kosta 28.500 krónur. Ljósmynd/66north.com

Þegar það er töff að vera raunsær!

Að lokum þurfa útivistardrottningar á Íslandi líka að vera raunsæjar því stundum eru veðurguðirnir einfaldlega ekki með okkur í liði. Þá kemur flott regnkápa sér afar vel!

Regnkápa með vesti frá H2oFagerholt fæst hjá Fou22 og kostar …
Regnkápa með vesti frá H2oFagerholt fæst hjá Fou22 og kostar 49.900 krónur. Ljósmynd/Mollyogmy.dk
mbl.is