10 hlutir sem einfalda lífið eftir páskana

Heimili | 4. apríl 2024

10 hlutir sem einfalda lífið eftir páskana

Þessa vikuna eru eflaust margir að mæta aftur til vinnu eftir ljúft og langþráð páskafrí – vonandi endurnæðir! Það er mikilvægt að reyna eftir bestu getu að sleppa við það að detta strax aftur í sama far og keyra stresshormónin upp úr öllu valdi. Þá getur verið sniðugt að einfalda hlutina svo þeir gangi betur fyrir sig, hvort sem það er eldamennskan, fataval eða eitthvað allt annað. 

10 hlutir sem einfalda lífið eftir páskana

Heimili | 4. apríl 2024

Óskalisti vikunnar er fullur af sniðugum hlutum sem einfalda lífið!
Óskalisti vikunnar er fullur af sniðugum hlutum sem einfalda lífið! Samsett mynd

Þessa vikuna eru eflaust margir að mæta aftur til vinnu eftir ljúft og langþráð páskafrí – vonandi endurnæðir! Það er mikilvægt að reyna eftir bestu getu að sleppa við það að detta strax aftur í sama far og keyra stresshormónin upp úr öllu valdi. Þá getur verið sniðugt að einfalda hlutina svo þeir gangi betur fyrir sig, hvort sem það er eldamennskan, fataval eða eitthvað allt annað. 

Þessa vikuna eru eflaust margir að mæta aftur til vinnu eftir ljúft og langþráð páskafrí – vonandi endurnæðir! Það er mikilvægt að reyna eftir bestu getu að sleppa við það að detta strax aftur í sama far og keyra stresshormónin upp úr öllu valdi. Þá getur verið sniðugt að einfalda hlutina svo þeir gangi betur fyrir sig, hvort sem það er eldamennskan, fataval eða eitthvað allt annað. 

Á óskalista vikunnar finnur þú því tíu ljómandi góðar vörur sem ættu að einfalda lífið og létta á stressinu sem getur fylgt hinu daglega lífi!

Einfalt og ljúffengt!

Nafnið segir allt sem segja þarf – í þessari fallegu uppskriftabók finnur þú 130 einfaldar og ljúffengar uppskriftir sem kitla bragðlaukana!

Uppskriftarbókin fæst hjá Mikado og kostar 10.490 kr.
Uppskriftarbókin fæst hjá Mikado og kostar 10.490 kr. Ljósmynd/Mikado.store

Þessar sem allir ættu að eiga!

Það þurfa allir að eiga klassískar og góðar gallabuxur í fataskápnum sem passa við allt. Þessar tikka í öll boxin, en þar að auki er auðvelt að dressa þær upp og niður á einfaldan hátt. 

Gallabuxur fást hjá Zara og kosta 6.995 kr.
Gallabuxur fást hjá Zara og kosta 6.995 kr. Ljósmynd/Zara.com

Draumaskartgripaskrín!

Hver kannast ekki við að skella skartgripunum í skál inni á baði á kvöldin og sjá svo eftir því morgunin eftir þegar maður er á síðustu stundu og finnur ekki annan eyrnalokkinn í skartgripasúpunni? Það vandamál er auðveldlega leyst með þessu fallega skartgripaskríni frá Sunday&co., en með því fylgir lítið ferðabox sem er fullkomið í veskið!

Skartgripaskrín fæst hjá Sunday&co. og kostar 12.500 kr.
Skartgripaskrín fæst hjá Sunday&co. og kostar 12.500 kr. Ljósmynd/sundayandco.is

Í takt við tískuna!

Hlébarðamynstrið hefur verið að gera allt vitlaust í tískuheiminum að undanförnu, en þeir sem vilja bæta skemmtilegu mynstri við dressið sitt geta treyst á að þessi flotta taska frá Ganni reddi því á mettíma!

Taska með hlébarðamynstri frá Ganni fæst hjá Andrá Reykjavík og …
Taska með hlébarðamynstri frá Ganni fæst hjá Andrá Reykjavík og kostar 22.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.is

Hin fullkomna kápa!

Það getur sparað manni bæði tíma og óþarfa höfuðverk að eiga góða kápu sem hægt er að henda yfir sig við hvaða tilefni sem er. Þessi flotta leðurkápa frá Andrea by Andrea er tilvalin í það hlutverk!

Leðurkápa frá Andrea by Andrea kostar 109.900 kr.
Leðurkápa frá Andrea by Andrea kostar 109.900 kr. Ljósmynd/Andrea.is

Tveir fyrir einn!

Góð áhöld í eldhúsinu geta gert gæfumuninn og einfaldað eldamennskuna heilmikið. Þessi flotta pottjárnspanna er með viðarhaldi og virkar á allar hellur, en hún má einnig fara inn í ofn ef handfangið er fjarlægt sem gerir notagildi hennar mikið!

Pottjárnspanna með viðarhaldi fæst hjá Bast og kostar 13.995 kr.
Pottjárnspanna með viðarhaldi fæst hjá Bast og kostar 13.995 kr. Ljósmynd/Bast.is

Hinn eini sanni áhrifavaldabrúsi!

Margir hafa beðið spenntir eftir að drykkjarbrúsar frá vörumerkinu Stanley komi á klakann. Brúsinn hentar vel fyrir þá sem þykir leiðinlegt að fylla oft á vatnsbrúsann sinn á dag, en hann tekur heila 1,18 lítra af vökva og þykir hrikalega töff. 

Stanley Quencher brúsinn fæst hjá Elko og kostar 7.995 kr.
Stanley Quencher brúsinn fæst hjá Elko og kostar 7.995 kr. Ljósmynd/Stylerunner.com

Vornáttfötin!

Þegar veðrið fer að hlýna og sumarið nálgast eru margir sem skipta úr þykkum langerma og síðbuxna náttfötum yfir í eitthvað aðeins léttara. Hér er dæmi um fullkomin vornáttföt sem gleðja augað!

Náttfatasett fæst hjá Gina Tricot. Buxurnar kosta 3.995 kr. og …
Náttfatasett fæst hjá Gina Tricot. Buxurnar kosta 3.995 kr. og toppurinn kostar 3.995 kr. Ljósmynd/Ginatricot.is

Vaknaðu fersk og endurnærð!

Úrvalið að húðvörum hefur sjaldan verið meira en um þessar mundir og margir komnir með ansi langa og tímafreka húðrútínu kvölds og morgna. Þeir sem vilja einfalda rútínu munu hins vegar elska þennan næturmaska frá Shiseido, en hann þéttir, sléttir, jafnar og birtir húðina á meðan þú sefur!

Næturmaski frá Shiseido fæst hjá Hagkaup og kostar 21.799 kr.
Næturmaski frá Shiseido fæst hjá Hagkaup og kostar 21.799 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Einfaldari útivist í góðum skóm!

Það verður ekki bara einfaldara að hlaupa eða ganga í góðum skóm, heldur verður tilhugsunin um að fara út að hlaupa eða ganga líka einfaldari! Þessi skór er nýjung og er frábær fyrir íslenskar aðstæður, en hann er með gott grip fyrir utanvegahlaup en einnig góða dempun sem gerir hann góðan á malbiki líka. 

Cloudsurfer Trail frá On fást hjá Sportvörum og kosta 26.990 …
Cloudsurfer Trail frá On fást hjá Sportvörum og kosta 26.990 kr. Ljósmynd/Sportvorur.is
mbl.is