Vörurnar sem eru alltaf í snyrtibuddu Sabrinu Carpenter

Förðunartrix | 14. maí 2024

Vörurnar sem eru alltaf í snyrtibuddu Sabrinu Carpenter

Tónlistarkonan Sabrina Carpenter hefur verið að gera allt vitlaust að undanförnu, en það er ekki einungis undurfögur rödd hennar sem hefur heillað heiminn heldur einnig ljómandi og fallegt förðunarlúkk sem er einkennandi fyrir hana. 

Vörurnar sem eru alltaf í snyrtibuddu Sabrinu Carpenter

Förðunartrix | 14. maí 2024

Sabrina Carpenter þykir ein heitasta tónlistarkonan í dag!
Sabrina Carpenter þykir ein heitasta tónlistarkonan í dag! Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Sabrina Carpenter hefur verið að gera allt vitlaust að undanförnu, en það er ekki einungis undurfögur rödd hennar sem hefur heillað heiminn heldur einnig ljómandi og fallegt förðunarlúkk sem er einkennandi fyrir hana. 

Tónlistarkonan Sabrina Carpenter hefur verið að gera allt vitlaust að undanförnu, en það er ekki einungis undurfögur rödd hennar sem hefur heillað heiminn heldur einnig ljómandi og fallegt förðunarlúkk sem er einkennandi fyrir hana. 

Aðdáendur hennar hafa beðið spenntir eftir að skyggnast ofan í snyrtibuddu Carpenter, en hún deildi sínum allra uppáhaldsvörum á TikTok. Þar opnaði hún snyrtibudduna sem inniheldur þær vörur sem hún fer ekki út úr húsi án.

Fyrsta varan sem hún dregur upp úr snyrtibuddunni er varagloss frá Hourglass í litnum Desire sem er kaldtóna bleikur litur. Hún segist vera sérstaklega hrifin af áferðinni sem er falleg, létt og gljáandi. 

Phantom Volumizing Glossy Lip Balm í litnum Desire er alltaf …
Phantom Volumizing Glossy Lip Balm í litnum Desire er alltaf í snyrtibuddu Carpenter. Ljósmynd/Sephora.com

Því næst tekur hún upp varablýant frá Make Up For Ever sem hún segir að sé hennar allra uppáhalds. „Þeir vita sem vita. Og ég er varablýants-stelpa til dauðadags. Ég er nokkurn veginn alltaf með varablýant á vörunum,“ segir hún í myndbandinu. 

Carpenter segist elska varablýanta, en Artist Solor Pencil Longwear Lip …
Carpenter segist elska varablýanta, en Artist Solor Pencil Longwear Lip Liner frá Make Up For Ever í litnum Wherever Walnut er í uppáhaldi. Ljósmynd/Sephora.com

„Ég trúi ekki að ég sé að segja frá þessu“

Næsta vara sem Carpenter dregur upp úr snyrtibuddunni er kinnalitur frá MakeUp By Mario í litnum Rose Crush, en hún segir þessa vöru vera nýjasta uppáhaldið hennar. „Ég stend líka föst á því að kinnalitaburstinn fyrir þennan kinnalit sé hluti af því sem gerir það að verkum að hann fer svona fallega á mann,“ segir hún. 

Uppáhaldskinnaliturinn er Soft Pop Plumping Blush Veil frá Makeup By …
Uppáhaldskinnaliturinn er Soft Pop Plumping Blush Veil frá Makeup By Mario í litnum Rose Crush. Ljósmynd/Sephora.com

Að lokum sýnir hún vöru frá Nudestix sem er kremvara sem dregur úr olíu á húðinni og býr til matta og fallega áferð, en vöruna segist hún nota yfir daginn á þau svæði sem verða olíukennd í gegnum daginn. „Ég trúi ekki að ég sé að segja frá þessu, ég er mjög hrædd við það, en ég ætla að gera það til að bæta mannkynið,“ segir hún um vöruna. 

Blot & Blur Matte Stick frá Nudestix er alltaf í …
Blot & Blur Matte Stick frá Nudestix er alltaf í snyrtibuddunni. Ljósmynd/Sephora.com
@whowhatwear i need everything. @Sabrina Carpenter shares what’s in her makeup bag. 👛 #sabrinacarpenter #sabrinacarpenterskin #sabrinacarpentermakeup ♬ original sound - whowhatwear
mbl.is