Sparigugga alla daga

Snyrtibuddan | 5. nóvember 2023

Sparigugga alla daga

Það kemur fyrir að manni fallist hendur og fari ómálaður út úr húsi í staðinn fyrir að reyna að herma eftir heitustu förðunartískunni á TikTok. Þegar þú ert komin yfir þrítugt og með fasteignalán á bakinu er kannski ágætt að eiga bara fáar en góðar vörur og velja klassískan stíl í staðinn fyrir að líta út eins og gangandi abstrakt-málverk með augu.

Sparigugga alla daga

Snyrtibuddan | 5. nóvember 2023

Ertu alltaf upp á þitt besta?
Ertu alltaf upp á þitt besta? Ljósmynd/Colourbox

Það kemur fyrir að manni fallist hendur og fari ómálaður út úr húsi í staðinn fyrir að reyna að herma eftir heitustu förðunartískunni á TikTok. Þegar þú ert komin yfir þrítugt og með fasteignalán á bakinu er kannski ágætt að eiga bara fáar en góðar vörur og velja klassískan stíl í staðinn fyrir að líta út eins og gangandi abstrakt-málverk með augu.

Það kemur fyrir að manni fallist hendur og fari ómálaður út úr húsi í staðinn fyrir að reyna að herma eftir heitustu förðunartískunni á TikTok. Þegar þú ert komin yfir þrítugt og með fasteignalán á bakinu er kannski ágætt að eiga bara fáar en góðar vörur og velja klassískan stíl í staðinn fyrir að líta út eins og gangandi abstrakt-málverk með augu.

„Það er betra að eiga góðar vörur og nota þær en að kaupa sparifarða og nota hann aldrei, hann rennur bara út,“ sagði förðunarfræðingur við mig fyrir ekki svo löngu. Förðunarfræðingurinn hafði auðvitað rétt fyrir sér. Hvenær er svo sem rétti tíminn til að draga fram sparifarðann? Hvort sem við viljum viðurkenna það eða ekki þá erum við flest í tungusófanum á föstudagskvöldum að horfa á Gísla Martein. Það er skynsamlegt að nota gæðafarða í vinnunni þegar við viljum vera í essinu okkar, ef okkur er óvænt boðið út þá er einfaldlega hægt að laga farðann fyrir kvöldið og bæta í.

Fallegur farði og góð húðrútína skiptir máli.
Fallegur farði og góð húðrútína skiptir máli. Ljósmynd/Unsplash.com/Karolina Grabowska

Fágun og glæsileiki

Coco Chanel lagði áherslu á að einfaldleikinn væri lykillinn að fágun og glæsileika. Franska tískuhúsið heldur enn á loft hugmyndum hennar í fatnaði, húðvörum og snyrtivörum. Snyrtibuddan á auðvitað ekki að vera troðfull af vörum sem við notum ekki. Fyrir utan hinn bráðnauðsynlega maskara þarf að eiga góðan farða, ljómavöru, hyljara til að draga úr baugum í skammdeginu sem bíður okkar og eina vöru til að gefa smá lit í andlitið eins og Chanel Bronzing Cream. Ef þú kaupir góðan farða skaltu vera viss um að eiga réttu tólin og kunna réttu hreyfingarnar til að bera hann á þig, ekki nota bara puttana eða uppþvottabursta af því að fermingarbarnið þitt lærði að gera það á TikTok. Til að krydda snyrtibudduna fyrir haustið er hægt að splæsa í nýjan varalit eða naglalakk. Þetta kann að hljóma eins og margar vörur en um leið og þú átt allt þarftu ekki að breyta miklu – þú þarft ekki einu sinni að eiga sparifarða!

Allar þessar töfravörur gera hins vegar ekki mikið gagn ef húðumhirðan er ekki upp á 9,5 hið minnsta. Það er víst ekki í lagi að nota bara eitthvert rakakrem eftir sturtu. Vörurnar eru kannski margar og það getur verið að einhver þyrfti helst að setja skrefin upp í excel. Morgunrútínan tekur hins vegar bara um fimm mínútur. Fimm mínútur eru auðvitað eins og margir klukkutímar á morgnana en í staðinn fyrir að skrolla aðeins minna uppi í rúmi á morgnana er tilvalið að setja frísklegt útlit í forgang. 

Morgunrútína

1. Hreinsa andlitið

2. Rakavatn (e. essence)

3. Húðdropar eða serum

4. Augnkrem

5. Rakakrem

6. Sólarvörn

Það skiptir máli að djúphreinsa húðina um tvisvar í viku. Annars virka öll þessi efni ekki.

Húðvörur!

Hressandi hreinsifroða frá Sóley.
Hressandi hreinsifroða frá Sóley.
Hreinsimjólk frá L’Occitane sem hreinsar farða og óhreinindi.
Hreinsimjólk frá L’Occitane sem hreinsar farða og óhreinindi.
Hreinsivatn fyrir andlitið frá Lancôme.
Hreinsivatn fyrir andlitið frá Lancôme.
Essence eða andlitsvatnið frá Bioeffect hjálpar húðinni að virkja efnin …
Essence eða andlitsvatnið frá Bioeffect hjálpar húðinni að virkja efnin í seruminu og rakakreminu.
Serum frá ChitoCare til að bera á andlit og háls …
Serum frá ChitoCare til að bera á andlit og háls kvöld og morgna.
Berðu á þig serum frá Eucerin á hreint andlit kvöld …
Berðu á þig serum frá Eucerin á hreint andlit kvöld og morgna.
Shiseido Benefiance augnkrem. Það er um að gera að bera …
Shiseido Benefiance augnkrem. Það er um að gera að bera kremið á augnsvæðið tvisvar á dag.
Rakagefandi dagkrem frá Biotherm til að setja á eftir serum.
Rakagefandi dagkrem frá Biotherm til að setja á eftir serum.
Cryo-Flash Cream-Mask frá Clarins er yngjandi andlitsmaski sem á að …
Cryo-Flash Cream-Mask frá Clarins er yngjandi andlitsmaski sem á að nota 1-2 í viku.
Helena Rubinstein Powercell Anti Pollution Mask. Maskann er gott að …
Helena Rubinstein Powercell Anti Pollution Mask. Maskann er gott að bera á einu sinni til tvisvar í viku.

Farði!

Vel þekjandi hyljari frá Urban Decay.
Vel þekjandi hyljari frá Urban Decay.
CC+ krem frá It Cosmatics. Það er hægt að blanda …
CC+ krem frá It Cosmatics. Það er hægt að blanda undir rakakremið eða byggja upp farðann með kreminu.
Estée Lauder Double Wear Stay-In-Place er farði með matta og …
Estée Lauder Double Wear Stay-In-Place er farði með matta og létta áferð.
Yves Saint Laurent All Hours Foundation veitir húðinni raka og …
Yves Saint Laurent All Hours Foundation veitir húðinni raka og mýkt.
Lancôme Teint Idole Ultra Wear Foundation veitir náttúrulega ásýnd.
Lancôme Teint Idole Ultra Wear Foundation veitir náttúrulega ásýnd.
Fáðu smá sól í andlitið með Chanel Bronzing Cream.
Fáðu smá sól í andlitið með Chanel Bronzing Cream.
mbl.is