Svona myndi augnlæknir aldrei farða sig

Förðunarráð | 17. júní 2023

Svona myndi augnlæknir aldrei farða sig

Augnlæknirinn Alexa Hecht hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir hnitmiðaðar færslur um heilbrigði augna. Hún segir margt í tísku sem er slæmt fyrir augun.

Svona myndi augnlæknir aldrei farða sig

Förðunarráð | 17. júní 2023

Alexa Hecht er augnlæknir sem berst fyrir vitundarvakningu.
Alexa Hecht er augnlæknir sem berst fyrir vitundarvakningu. Skjáskot/Instagram

Augnlæknirinn Alexa Hecht hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir hnitmiðaðar færslur um heilbrigði augna. Hún segir margt í tísku sem er slæmt fyrir augun.

Augnlæknirinn Alexa Hecht hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir hnitmiðaðar færslur um heilbrigði augna. Hún segir margt í tísku sem er slæmt fyrir augun.

1. Aldrei fara í augnháralengingar

Augnháralengingar eru gróðrarstía fyrir bakteríur að sögn Hecht. Jafnvel þótt maður þrífi vel augun á kvöldin. 

2. Aldrei mála innri augnhvarma

Það hefur oft þótt flott að mála innri augnhvarma með hvítum eða svörtum augnblýant. Þetta getur stíflað kirtlana umhverfis augun og valdið sýkingum eða þurrki í augum.

3. Augnhára-serum með prostaglandíni

Þetta innihaldsefni getur dekkt húðina í kringum augun. Þá geta augnháraserum virkað aðeins of vel og valdið því að húðin í kringum augað verði loðin.

4. Vatnsheldur maskari

Hecht bendir á rannsóknir sem sýna að 82% vatnsheldra maskara innihaldi efnið PFAS sem er skaðlegt fyrir heilsuna. Þá mælir hún almennt með að fólk forðist vatnsheldan maskara þar sem hann auki líkur á augnþurrki og almennum ertingi. 

mbl.is