Flottustu farðanirnar á Golden Globe

Förðunartrix | 13. janúar 2024

Flottustu farðanirnar á Golden Globe

Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í Bandaríkjunum aðfaranótt mánudags. Hátíðin er sannkölluð tískuveisla, enda mæta stjörnurnar á rauða dregilinn í sínu fínasta pússi í fatnaði frá heitustu tískuhúsum heims.

Flottustu farðanirnar á Golden Globe

Förðunartrix | 13. janúar 2024

Þetta eru flottustu farðanirnar á rauða dreglinum!
Þetta eru flottustu farðanirnar á rauða dreglinum! Samsett mynd

Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í Bandaríkjunum aðfaranótt mánudags. Hátíðin er sannkölluð tískuveisla, enda mæta stjörnurnar á rauða dregilinn í sínu fínasta pússi í fatnaði frá heitustu tískuhúsum heims.

Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í Bandaríkjunum aðfaranótt mánudags. Hátíðin er sannkölluð tískuveisla, enda mæta stjörnurnar á rauða dregilinn í sínu fínasta pússi í fatnaði frá heitustu tískuhúsum heims.

Stjörnurnar velja líka það allra flottasta þegar kemur að förðun og hári, en í ár var mikið um förðun í náttúrulegri kantinum, ljómandi húð og mjúkar krullur. 

Smartland tók saman fimm bestu farðanirnar á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í ár. 

Bleikir tónar og ljómandi húð!

Leikkonan Margot Robbie mætti að sjálfsögðu í Barbí-litum frá toppi til táar á rauða dregilinn. Hún skartaði sólkysstri og ljómandi förðun þar sem mjúkir bleikir tónar voru í forgrunni í stíl við kjólinn. Leyndarmálið á bak við sólkyssta húð Robbie er Healthy Glow Bronzing Cream frá Chanel í litnum 392 Soleil Tan Medium Bronze. Robbie var svo með mjúka liði í hárinu.

Leikkonan Margot Robbie var með glæsilega förðun á rauða dreglinum.
Leikkonan Margot Robbie var með glæsilega förðun á rauða dreglinum. AFP
Til þess að ná fram sólkysstri og ljómandi húð var …
Til þess að ná fram sólkysstri og ljómandi húð var Healthy Glow Bronzing Cream frá Chanel notað á Robbie. Ljósmynd/Chanel.com

Trylltur grunge-glamúr!

Leikkonan Ariana Greenblatt skartaði fáránlega flottri smókí-augnförðun og náttúrulegum vörum á verðlaunahátíðinni, en það er óhætt að segja að förðunin hennar hafi hitt beint í mark. Til að setja punktinn yfir i-ið var Greenblatt með trylltar neglur í „french“ stíl, en nöglum í þessum stíl er spáð miklum vinsældum í ár. 

Leikkonan Ariana Greenblatt vakti sannarlega athygli á rauða dreglinum.
Leikkonan Ariana Greenblatt vakti sannarlega athygli á rauða dreglinum. AFP
Hægt er að fá svipaðar neglur og Greenblatt er með …
Hægt er að fá svipaðar neglur og Greenblatt er með hjá Chic Shop Beauty á Íslandi. Ljósmynd/Chicshop.is

Náttúruleg og óaðfinnanleg!

Leikkonan Greta Lee var með náttúrulega förðun á rauða dreglinum. Náttúruleg og óaðfinnanleg húð var í forgrunni, en til þess að ná fram heilbrigðum ljóma og rósableikum kinnum var kinnaliturinn LOrchidée frá Sisley Paris notaður í litnum 2 L'orchidee Rose. 

Förðunin var þó ekki það eina sem var með hinu vinsæla „old Hollywood“ yfirbragði heldur einnig hárgreiðslan, en heildarútkoman var sannarlega glæsileg. 

Leikkonan Greta Lee var með afar náttúrulega förðun sem sló …
Leikkonan Greta Lee var með afar náttúrulega förðun sem sló í gegn. AFP
LOrchidée er kinnalitur og ljómavara sem fullkomnaði húð leikkonunnar.
LOrchidée er kinnalitur og ljómavara sem fullkomnaði húð leikkonunnar. Ljósmynd/Nordstrom.com

Rómantískt á rauða dreglinum!

Leikkonan Hailee Steinfeld vakti mikla athygli á rauða dreglinum, ekki síst fyrir rómantíska förðun sem hún skartaði. Ferskjubleikir og hlýlegir tónar voru í aðalhlutverk í förðuninni sem var í stíl við kjólinn. Steinfeld var með stílhreina og klassíska hárgreiðslu, en hárið var tekið upp í snúð og hluti af toppnum skilinn eftir til að ramma andlitið inn.

Leikkonan Hailee Steinfeld var með rómantíska förðun með bleikum tónum.
Leikkonan Hailee Steinfeld var með rómantíska förðun með bleikum tónum. AFP

Náttúrulegur glamúr!

Leikkonan Gillian Anderson geislaði á rauða dreglinum, en hún var með afar fallega förðun sem var náttúruleg en með smá glamúr. Það vantaði svo ekki upp á lyftinguna í hárgreiðslu Anderson sem passaði fullkomlega inn í heildarlúkkið.

Leikkonan Gillian Anderson skein skært á rauða dreglinum.
Leikkonan Gillian Anderson skein skært á rauða dreglinum. AFP
mbl.is