Missti meydóminn 35 ára gömul

Samskipti kynjanna | 4. apríl 2024

Missti meydóminn 35 ára gömul

Ástralska leikkonan Rebel Wilson segir af hreinskilni frá lífi sínu, uppvexti, frægð, frama og fyrstu kynlífsreynslu í glænýrri bók, titluð Rebel Rising. Leikkonan, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sín í gamanmyndum á borð við Pitch Perfect og Bridesmaids, fjallar meðal annars um að hafa misst meydóminn 35 ára að aldri. 

Missti meydóminn 35 ára gömul

Samskipti kynjanna | 4. apríl 2024

Rebel Wilson.
Rebel Wilson. AFP

Ástralska leikkonan Rebel Wilson segir af hreinskilni frá lífi sínu, uppvexti, frægð, frama og fyrstu kynlífsreynslu í glænýrri bók, titluð Rebel Rising. Leikkonan, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sín í gamanmyndum á borð við Pitch Perfect og Bridesmaids, fjallar meðal annars um að hafa misst meydóminn 35 ára að aldri. 

Ástralska leikkonan Rebel Wilson segir af hreinskilni frá lífi sínu, uppvexti, frægð, frama og fyrstu kynlífsreynslu í glænýrri bók, titluð Rebel Rising. Leikkonan, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sín í gamanmyndum á borð við Pitch Perfect og Bridesmaids, fjallar meðal annars um að hafa misst meydóminn 35 ára að aldri. 

Wilson, sem er í dag 44 ára gömul, vonast til að frásögn hennar hafi jákvæð áhrif á æskulýð heimsins og einnig þá sem eru í svipuðum sporum eða hafa svipaða reynslu að baki. „Það þurfa ekki allir að missa mey- og sveindóminn á unglingsárunum,“ sagði Wilson í viðtali við bandaríska tímaritið People

Leikkonan viðurkennir að hafa forðast umræðuefnið eins og heitan eldinn á unglingsárum, en hún segist hafa fundið fyrir skömm í dágóðan tíma. Wilson er nú tilbúin að skila skömminni, enda segir hún þetta ekkert til að skammast sín fyrir. 

„Það er í góðu lagi að bíða,“ útskýrði hún. „Ég er ekki að ráðleggja fólki að bíða fram á fertugsaldurinn eins og ég, en það á enginn að láta pressa sig til þess að gera það, sama á hvaða aldri þú ert,“ sagði Wilson. „Ákvörðunin er þín.“

Wilson kom út úr skápnum árið 2022 og er í dag trúlofuð Ramonu Agruma. Unnusturnar eiga rúmlega eins árs gamla dóttur, Royce Lillian.mbl.is