Fyrrverandi sagði hana ekki nógu kynþokkafulla

Samskipti kynjanna | 4. janúar 2024

Fyrrverandi sagði hana ekki nógu kynþokkafulla

Fyrrverandi eiginmaður tónlistarkonunnar Kelly Clarkson á að hafa sagt henni að hún væri ekki nógu kynþokkafull til þess að vera þjálfari í hæfileikaþáttunum The Voice. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Brandon Blackstock, var einnig umboðsmaður hennar.  

Fyrrverandi sagði hana ekki nógu kynþokkafulla

Samskipti kynjanna | 4. janúar 2024

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Fyrrverandi eiginmaður tónlistarkonunnar Kelly Clarkson á að hafa sagt henni að hún væri ekki nógu kynþokkafull til þess að vera þjálfari í hæfileikaþáttunum The Voice. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Brandon Blackstock, var einnig umboðsmaður hennar.  

Fyrrverandi eiginmaður tónlistarkonunnar Kelly Clarkson á að hafa sagt henni að hún væri ekki nógu kynþokkafull til þess að vera þjálfari í hæfileikaþáttunum The Voice. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Brandon Blackstock, var einnig umboðsmaður hennar.  

Clarkson greindi frá þessu þegar hún bar vitni gegn Blackstock Honum var að lokum gert að greiða tónlistarkonunni 2,6 milljónir Bandaríkjadala. Ástæðan var sú að hann greiddi sér of mikið í umboðslaun að því fram kemur á vef New York Post

Tónlistarkonan tjáði Blackstock í mörg ár að hana langaði til að vera með í þættinum The Voice. Hann sagði henni hins vegar að framleiðendur hefðu ekki áhuga þar sem þeir væru að leita að kynbombu eins og Rihönnu. Clarkson varð að lokum þjálfari árið 2018. Blackstock sagði konu sinni einnig að stjónvarpstöðin væri að leita að stjörnu með annan hörundslit. 

„Eiginkona gleymir því ekki þegar henni er sagt að hún sé ekki kyntákn,“ svarði Clarkson þegar lögmaður hennar spurði hvernig hún mundi eftir þessu samtali við eiginmann sinn. 

Skilnaður þeirra Clarkson og Blackstock gekk formlega í gegn í fyrra. Cl­ark­son varð heims­fræg árið 2002 þegar hún vann fyrstu þáttaröðina af American Idol. Fjór­um árum seinna hitti hún Blackstock fyrst á æf­ingu fyr­ir tón­list­ar­verðlaun. Þau byrjuðu þó ekki sam­an fyrr en sex árum seinna þegar þau hitt­ust aft­ur. Blackstock bað Cl­ark­son eft­ir tíu mánaða langt sam­band. 

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP
mbl.is