Hvernig á að bera kennsl á rauð flögg í tilhugalífinu?

Samskipti kynjanna | 14. janúar 2024

Hvernig á að bera kennsl á rauð flögg í tilhugalífinu?

Sambönd eru flókin og fólk sem vill forðast að lenda í sambandi hlaðið neikvæðri orku þarf að læra að bera kennsl á svokölluð rauð flögg. 

Hvernig á að bera kennsl á rauð flögg í tilhugalífinu?

Samskipti kynjanna | 14. janúar 2024

Margir láta glepjast af heillandi yfirborði og virða að vettugi …
Margir láta glepjast af heillandi yfirborði og virða að vettugi ýmis rauð flögg. mbl.is

Sambönd eru flókin og fólk sem vill forðast að lenda í sambandi hlaðið neikvæðri orku þarf að læra að bera kennsl á svokölluð rauð flögg. 

Sambönd eru flókin og fólk sem vill forðast að lenda í sambandi hlaðið neikvæðri orku þarf að læra að bera kennsl á svokölluð rauð flögg. 

„Maður verður að taka eftir því hvernig hinn aðilinn er til staðar fyrir þig. Ekki bara til að byrja með heldur á öllum stigum tilhugalífsins. Það er vandasamt að einblína á það hversu umsvifalaus fyrstu kynnin voru því það er auðvelt að vera blindaður af spennunni sem fylgir fyrstu kynnum. Þá er erfiðara að átta sig á því hvort viðkomandi búi yfir eiginleikum sem munu koma til með að gera líf þitt betra,“ segir Georgina Sturmer sambandsráðgjafi í viðtali við InStyle. 

Átt ekki að velkjast í vafa um eðli sambands

„Einstaklingur sem býr yfir jákvæðum eiginleikum mun ekki skilja þig eftir ringlaða. Það mun alltaf vera ljóst hvort þú sért mikilvæg. Hann mun sýna það með orðum og athöfnum. Þessi einstaklingur mun hafa frumkvæði að stefnumótum, vera í sambandi við þig og hafa þig með í ráðum hvað varðar áætlanir fyrir framtíðina. Þá mun hann einnig vera skýr með það hvernig samband hann er á höttunum eftir og þú munt aldrei þurfa að velkjast í vafa um eðli sambandsins.“

Ekki leika leikinn

„Í stuttu málil sagt þarf að taka eftir því hvernig þið komið fram við hvort annað og annað fólk. Það er hægt að komast að miklu með því að sjá hvernig einstaklingur kemur fram við vini, ættingja og alla sem á vegi þeirra verða. Ef þú setur skýr mörk, mun aðilinn streitast á móti eða virða mörkin?

Almennt er mikið um leiki á einhleypamarkaðnum. Alls kyns óljósar reglur gilda um t.d. hvenær eigi að hringja eða senda skilaboð. Það er því mjög jákvætt merki ef einhver er ekki að leika leikinn og heldur uppi opnum og beinskiptum samskiptum,“ segir Sturmer.

mbl.is