Konur hætta fyrr að vera ástfangnar

Samskipti kynjanna | 11. janúar 2024

Konur hætta fyrr að vera ástfangnar

Ný rannsókn bendir til þess að konur verði fyrr til þess að hætta að vera ástfangnar en karlar. 

Konur hætta fyrr að vera ástfangnar

Samskipti kynjanna | 11. janúar 2024

Konur eru í upphafi sambands ástfangnar en ástin dvínar eftir …
Konur eru í upphafi sambands ástfangnar en ástin dvínar eftir því sem á líður. Christina Rivers/Unslash

Ný rannsókn bendir til þess að konur verði fyrr til þess að hætta að vera ástfangnar en karlar. 

Ný rannsókn bendir til þess að konur verði fyrr til þess að hætta að vera ástfangnar en karlar. 

Samkvæmt rannsókninni, sem unnin var á vegum Carnegie Mellon University í Pittsburgh, kemur í ljós að eftir því sem líður á hjónaband þá slokkna ástarlogarnir mun hraðar hjá konum en körlum. Leiddar eru líkur að því að það sé vegna þess að konurnar séu rómantískari í eðli sínu til að byrja með og svo eru þær líklegri til þess að þurfa að sjá um mesta þunga heimilishaldsins. 

Hrun í rómantískri ást

Kannaðar voru tilfinningar fólks sem var nýtrúlofað annars vegar og svo átti að baki löng hjónabönd hins vegar. Þau voru beðin um að fygljast með tilfinningum sínum í tíu daga samfleytt og í ljós kom að eiginkonurnar upplifðu mikið hrun í rómantískri ást en ekki eiginmennirnir.

Þær sem áttu að baki löng hjónabönd upplifðu rómantíska ást 60% sjaldnar en þær sem voru í nýrri samböndum. Það var hins vegar enginn sambærilegur munur hjá körlum.

Það sama mátti sjá þegar spurt var um ástríðufullar tilfinningar í garð makans. Konur í langtímasamböndum upplifðu slíkar tilfinningar 80% sjaldnar en þær í nýrri samböndum. Hjá körlum var munurinn aðeins 30%.

Meira að gera á heimilinu

Rannsakendur segja að erfitt sé að átta sig á hvers vegna þessi mikli munur sé en halda að það sé vegna þess að konur sinni fleiri hlutverkum á heimilinu eftir því sem sambandið þróast. Karlar hins vegar verji meiri tíma í að slaka á heima fyrir. Þá geta barneignir sett strik í reikninginn. Konur setja orkuna í börnin. Tilfinningarnar sem eitt sinn snerust að eiginmanninum fara nú í börnin.

Þá hafa fleiri rannsóknir bent á að fjarlægð geri vissulega fjöllin blá. Þegar pör hafa verið fjarri hvort öðru í að minnsta kosti átta klukkustundir þá aukast líkurnar á að þau finni til ástar í garð makans. Óháð lengd sambandsins.

Ekki endilega slæmt

„Þessi dýfa í ástartilfinningum er ekki endilega slæm, ástareldurinn þroskast yfir í stöðugleika og félagsskap til langs tíma. Þá má ekki túlka niðurstöðurnar með neikvæðum hætti því þótt ástin sé ekki full af rómantík og ástríðu þá er þetta samt ást,“ segir Dr. Saurabh Bhargava hjá háskólanum í Pittsburgh.

mbl.is