Þetta eru merki um óöruggi í sambandi

Samskipti kynjanna | 8. ágúst 2023

Þetta eru merki um óöruggi í sambandi

Algengt er að fólk finni fyrir óöryggi í sambandi sínu endrum og eins, sérstaklega í upphafi þegar sambandið er nýtt og ekki komin vissa á hvers eðlis tilfinningarnar eru. Hins vegar getur viðvarandi óöryggi haft slæm áhrif á báða aðila.

Þetta eru merki um óöruggi í sambandi

Samskipti kynjanna | 8. ágúst 2023

Unsplash/Priscilla du Preez

Algengt er að fólk finni fyrir óöryggi í sambandi sínu endrum og eins, sérstaklega í upphafi þegar sambandið er nýtt og ekki komin vissa á hvers eðlis tilfinningarnar eru. Hins vegar getur viðvarandi óöryggi haft slæm áhrif á báða aðila.

Algengt er að fólk finni fyrir óöryggi í sambandi sínu endrum og eins, sérstaklega í upphafi þegar sambandið er nýtt og ekki komin vissa á hvers eðlis tilfinningarnar eru. Hins vegar getur viðvarandi óöryggi haft slæm áhrif á báða aðila.

Vefsíðan MindBodyGreen tók saman nokkur merki um óöryggi í sambandi, í samráði við klíníska sálfræðinginn Carla Marie Manly og löggilta geðheilbrigðisráðgjafann Nancy L. Johnston.

Merki um óöryggi í sambandi

  1. Stöðug leit að hughreystingu: Ef þú ert sífellt á höttunum eftir hrósi, ástarjátningum eða að þér sé sýnd ástúð, getur það verið merki um óöryggi. Spurningar á borð við „ertu reið/-ur?“, „elskar þú mig?“ og „lít ég vel út?“ eru skýr dæmi um leit að hughreystingu.

  2. Stöðug leit að merki um höfnun: Einstaklingur sem er óöruggur í sambandi sínu leitar oft eftir merkjum um að maki þeirra sé að missa áhugann. 
  3. Þú samþykkir allt sem makinn segir: Annað algengt merki um óöryggi er þegar einstaklingur gerir allt í takt við það sem makinn gerir og hunsar eigin þarfir og óskir til að friðþægja makann.
  4. Þú forðast of mikla nánd: Til að forðast að verða fyrir höfnun forðast einstaklingur of mikla nánd.
     
  5. Þú erfitt með að treysta: Þetta getur komið fram sem afbrýðisemi, ágengni eða almennt vantraust gagnvart makanum.
  6. Stjórnandi hegðun: Slík hegðun getur einkennst af því að ákveða hvað parið gerir eða gerir ekki, senda ítrekuð skilaboð til makans, kíkja á skilaboð makans þegar hann sér ekki til eða nota sektarkennd til að fá makann til að gera eitthvað.

  7. Þú tekur öllu persónulega: Óöruggir einstaklingar eiga það til að rangtúlka það sem makinn gerir eða segir. Þeir eiga sífellt von á höfnun frá makanum og taka því öllu sem hann gerir sem svo að makinn sé í uppnámi eða hafi misst áhugann.
mbl.is