„Keppniskvíði er eitthvað sem ég hef verið að díla við í mörg ár“

Snyrtibuddan | 10. mars 2024

„Keppniskvíði er eitthvað sem ég hef verið að díla við í mörg ár“

Hin 21 árs gamla Birna Kristín Kristjánsdóttir er ein af efnilegustu frjálsíþróttakonum landsins, en hún er Íslandsmeistari kvenna í 60 metra grindarhlaupi innanhúss, margfaldur aldursflokka- og bikarmeistari í hinum ýmsu greinum og hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum bæði hérlendis og erlendis. 

„Keppniskvíði er eitthvað sem ég hef verið að díla við í mörg ár“

Snyrtibuddan | 10. mars 2024

Birna Kristín Kristjánsdóttir hefur náð frábærum árangri í frjálsum íþróttum, …
Birna Kristín Kristjánsdóttir hefur náð frábærum árangri í frjálsum íþróttum, en hún byrjaði að æfa 14 ára gömul. Samsett mynd

Hin 21 árs gamla Birna Kristín Kristjánsdóttir er ein af efnilegustu frjálsíþróttakonum landsins, en hún er Íslandsmeistari kvenna í 60 metra grindarhlaupi innanhúss, margfaldur aldursflokka- og bikarmeistari í hinum ýmsu greinum og hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum bæði hérlendis og erlendis. 

Hin 21 árs gamla Birna Kristín Kristjánsdóttir er ein af efnilegustu frjálsíþróttakonum landsins, en hún er Íslandsmeistari kvenna í 60 metra grindarhlaupi innanhúss, margfaldur aldursflokka- og bikarmeistari í hinum ýmsu greinum og hefur tekið þátt í landsliðsverkefnum bæði hérlendis og erlendis. 

Á ferlinum hefur Birna þurft að takast á við keppniskvíða og samanburð við aðra, en hún segir andlegu hliðina ekki síður mikilvæga en þá líkamlegu fyrir íþróttafólk. Í dag hefur hún náð að vinna sig í gegnum þessar hindranir og segir rétt hugarfar vera lykilatriði í íþróttum. 

Birna segir rétt hugarfar vera lykilatriði fyrir íþróttafólk.
Birna segir rétt hugarfar vera lykilatriði fyrir íþróttafólk. Ljósmynd/Marta Siljudóttir

Fór úr fimleikum yfir í frjálsar íþróttir

Á sínum yngri árum æfði Birna fimleika en þegar hún var 12 ára gömul ákvað hún að taka þátt í sinni fyrstu keppni í frjálsum íþróttum að gamni sínu þar sem hún gerði sér lítið fyrir og sló sitt fyrsta aldursflokkamet í 60 metra hlaupi. 

„Mamma og pabbi, sem eru stór nöfn í frjálsíþróttaheiminum hérna á Íslandi, sáu fram á að þetta væri íþróttin fyrir mig og héldu áfram að láta mig keppa. Ég keppti fyrst með Ármanni en byrjaði svo að æfa frjálsar þegar ég var 14 ára, en þá skipti ég yfir í Breiðablik þar sem ég er úr Kópavoginum,“ segir Birna. 

Birna keppti á sínu fyrsta frjálsíþróttamóti þegar hún var 12 …
Birna keppti á sínu fyrsta frjálsíþróttamóti þegar hún var 12 ára og sló strax aldursflokkamet. Ljósmynd/Marta Siljudóttir

Hvað æfir þú margar klukkustundir á viku?

„Eins og er þá æfi ég sex sinnum í viku í tvo til þrjá klukkutíma í senn.“

Birna æfir 12 til 18 tíma á viku.
Birna æfir 12 til 18 tíma á viku.

Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?

„Lífið mitt nú til dags snýst bara um vinnu og æfingar. Ég vakna alla daga klukkan sjö, mæti í vinnuna og er þar til klukkan 14:30, en þá kem ég heim í smá slökun og fæ mér að borða fyrir æfingu sem er klukkan 17:30.

Eftir æfingu kem ég heim, borða, fer í sturtu og fer svo a sofa. Þetta er svona hefðbundinn dagur fyrir íþróttamenn býst ég við.“

Birna segir lífið snúast um vinnu og æfingar þessa dagana.
Birna segir lífið snúast um vinnu og æfingar þessa dagana. Ljósmynd/Marta Siljudóttir

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ég klæði mig oftast í eitthvað sem mér finnst þægilegt yfir daginn og reyni að gera það á fínan hátt, bæti nokkrum skartgripum við og finn skó sem passa við – þannig klæði ég mig á hefðbundnum degi.“

Dagsdaglega leggur Birna áherslu á að vera í þægilegum fötum …
Dagsdaglega leggur Birna áherslu á að vera í þægilegum fötum sem hún poppar svo upp með skartgripum og flottum skóm.

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Uppáhaldsflíkin mín eru „baggy“ gallabuxurnar mínar frá Gina Tricot, en ég reyni að vera í þeim frekar oft.“

Hvernig er förðunarrútínan þín?

„Ef ég mála mig þá er það oftast bara dagkrem, sólarpúður og hyljari. Ef ég nenni þá set ég líka á mig smá maskara, en uppáhaldsmaskarinn minn er Telescopic-maskarinn frá L'Oréal.“

Uppáaldsmaskari Birnu er Telescopic-maskarinn frá L'Oréal.
Uppáaldsmaskari Birnu er Telescopic-maskarinn frá L'Oréal.

Hvað hefur staðið upp úr á ferlinum hingað til?

„Þegar ég sló mitt fyrsta aldursflokkamet í 60 metra grindarhlaupi í fyrstu keppninni þegar ég var 12 ára. Ég fór svo í mína fyrstu unglingalandsliðsferð 15 ára gömul og fann strax að þetta væri eitthvað sem ég hefði mikinn áhuga á og væri góð í. Öll mín ár hef ég bætt mig smátt og mátt, sett nokkur aldursflokka met í U18 og U20 og haldið mér sess í landsliðinu.

Ég myndi segja að eftir öll þessi ár og fjölda greina þá væri langstökkið og stuttu spretthlaupin mínar greinar.“

Birna segir langstökkið og stuttu spretthlaupin vera í uppáhaldi.
Birna segir langstökkið og stuttu spretthlaupin vera í uppáhaldi. Ljósmynd/Marta Siljudóttir

Hvernig dílar þú við stress og mótlæti tengt æfingum og keppnum?

„Kvíði og keppniskvíði er eitthvað sem ég hef verið að díla við í mörg ár og hef ég og mitt fólk þurft að vinna mikið í því, en þar sem ég er með gott bakland og þjálfara hef ég komist í gegnum það með því að minna mig á af hverju ég valdi þessa íþrótt og reyna að vera jákvæð dag eftir dag. 

Mér finnst andlega hliðin skipta jafn miklu máli og líkamlega hliðin sem íþróttamaður, því ef þú sekkur djúpt niður nærðu engum árangri á stóra sviðinu. Þú þarft að vera með rétta hugafarið til þess að komast á þann stað sem þú veist að þú getur farið á. Þess vegna mæli ég með því fyrir íþróttafólk sem dílar við svona að vera reglulega hjá sálfræðingi eða íþróttasálfræðingi.“

Birna segir andlegu hliðina skipta alveg jafn miklu máli og …
Birna segir andlegu hliðina skipta alveg jafn miklu máli og líkamlegu hliðina. Ljósmynd/Marta Siljudóttir

Hver er lykillinn að árangri þínum í íþróttinni að þínu mati?

„Lykillinn að árangri er í raun að fara með metnað, rétt hugarfar og jákvæðni inn í allt sem þú gerir.“

Hvaða venjur leggur þú áherslu á?

„Mér hefur alltat þótt svefn, mataræði og hvíld mikilvægar venjur sem íþróttamaður. Ég finn að ef ég næ ekki átta tíma svefni, fæ ekki næga næringu né góða endurheimt, þá gengur ekki eins vel á æfingum. Þetta eru þættir sem margir gera lítið úr en þeir sem hugsa um þetta sýna góðan árangur.“

Birna leggur sérstaka áherslu á svefn, mataræði og hvíld.
Birna leggur sérstaka áherslu á svefn, mataræði og hvíld. Ljósmynd/Marta Siljudóttir

Hvað finnst þér best að borða fyrir æfingu?

„Ég er mikið að vinna með að fá mér hafragraut eða brauð með eggjum á morgnanna til að fá orku inn í daginn. Það fer svo allt eftir hvernig fæingar eru framundan, en ég vel næringu sem hentar þeim.“

Á morgnanna fær Birna sér oftast hafragraut eða brauð með …
Á morgnanna fær Birna sér oftast hafragraut eða brauð með eggjum.

Hvað er mest krefjandi við íþróttina? En mest gefandi?

„Allar íþróttir hafa sína kosti og galla – það er bara partur af þessu. Það sem hefur verið mest krefjandi fyrir mig er að bera mig ekki saman við aðra keppendur, en ég hef lengi verið að bera mig saman við aðra og efast um eigin getu en með árunum hefur þetta lagast. 

Hins vegar er mest gefandi að sjá árangurinn eftir alla erfiðisvinnuna sem maður setur í íþróttina og fá að fagna því með æfingarfélögunum og þjálfaranum.“

Birnu hefur þótt samanburður við aðra krefjandi á ferlinum en …
Birnu hefur þótt samanburður við aðra krefjandi á ferlinum en segir það þó hafa lagast með árunum. Ljósmynd/Marta Siljudóttir

Áttu þér áhugamál utan íþróttarinnar?

„Mér finnst gott að dreifa huganum og gera eitthvað annað eins og að hitta vini, ferðast og svo finnst mér mjög gaman að púsla.“

Ertu með einhver ráð fyrir ungt íþróttafólk sem vill ná langt?

„Ég myndi ráðleggja yngri kynslóðinni að fara inn í íþróttina með jákvæðni og fyrst og fremst hafa gaman. Þetta er langt ferli að komast á þann stað sem þú vilt en haltu áfram á þínu striki og þá muntu sjá þig blómstra.“

Birna leggur mikla áherslu á jákvætt hugarfar og að hafa …
Birna leggur mikla áherslu á jákvætt hugarfar og að hafa gaman! Ljósmynd/Marta Siljudóttir

Hvað er framundan hjá þér?

„Það sem er framundan hjá mér er að ná mér eftir tognun í aftanlærisvöðva (e. hamstring) og það gengur mjög vel. Ég og þjálfarinn minn erum að reyna að gera mig klára fyrir sumarið þar sem ég mun keppa mikið erlendis. Þetta er strembið ferli en eins og ég nefndi hér áðan þá fer ég jákvæð inn í þetta allt saman og er spennt fyrir komandi tímum.“

Það er margt spennandi framundan hjá Birnu!
Það er margt spennandi framundan hjá Birnu!
mbl.is