Svona byrjar „bjargvættur Bretlands“ daginn

Morgunrútínan | 4. nóvember 2022

Svona byrjar „bjargvættur Bretlands“ daginn

Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, finnst best að vakna klukkan sex á morgnana og klára æfingu dagsins af. Það sagðist hann að minnsta kosti gera þegar hann var til viðtals í hlaðvarpsþættnum Twenty Minute VS á síðasta ári. 

Svona byrjar „bjargvættur Bretlands“ daginn

Morgunrútínan | 4. nóvember 2022

Rishi Sunak vaknar klukkan sex og klárar æfingu dagsins.
Rishi Sunak vaknar klukkan sex og klárar æfingu dagsins. AFP

Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, finnst best að vakna klukkan sex á morgnana og klára æfingu dagsins af. Það sagðist hann að minnsta kosti gera þegar hann var til viðtals í hlaðvarpsþættnum Twenty Minute VS á síðasta ári. 

Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, finnst best að vakna klukkan sex á morgnana og klára æfingu dagsins af. Það sagðist hann að minnsta kosti gera þegar hann var til viðtals í hlaðvarpsþættnum Twenty Minute VS á síðasta ári. 

Sunak tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í lok október og hefur verið málaður upp sem „bjargvættur“ landsins eftir ansi strembna tíma í stjórnmálunum síðastliðina mánuði og ár. Það eru þó ekki allir sammála um að Sunak sé prinsinn á hvíta hestinum fyrir breska ríkið, en það á þó eftir að koma í ljós.

Byrjar daginn vel en svo fer allt í steik

Sunak byrjar á að hreyfa sig og sagðist vera hrifinn af æfingum frá Peloton, sérstaklega frá þjálfaranum Cody Rigsby.

„Ég er mikill aðdáandi Cody Rigsby. Hann er búinn að vera það lengi, sem þýðir að maður þarf að hlusta á mikið af Britney. En þú veist, það eru verri hlutir til að koma sér í rétt skap,“ sagði Sunak.

Ef hann tekur ekki æfingu frá Peloton fer hann á hlaupabrettið eða fer á æfingu í líkamsræktarstöðinni í hverfinu sínu. 

Eftir æfingu sleppir hann oft morgunmat og fastar. Ef hann fastar ekki borðar hann gríska jógúrt með bláberjum í morgunmat. Hann viðurkenndi að þó hann byrji daginn vel á hann það yfirleitt til að borða óhollara yfir daginn. 

„Stundum fæ ég mér síðbúinn morgunmat, sem er yfirleitt kanilsnúður eða súkkulaðikrossant, eða jafnvel möffins með súkkulaðibitum. Þannig ég fæ mér alltaf eitthvað súkkulaðisætabrauð,“ sagði Sunak.

Fjölskyldan borðar saman um helgar

Þó Sunak sé ansi upptekinn við vinnu borðar fjölskyldan alltaf morgunbmat saman um helgar. Sunak er kvæntur Akshata Murthy og eiga þau saman tvær dætur, Krishnu og Anoushku. 

„Við erum með stóran morgunverð á laugardagsmorgnum og á sunnudögum skiptumst við á að vera með pönnukökur og vöfflur,“ sagði Sunak.

Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra Bretlands hinn 25. október …
Rishi Sunak tók við embætti forsætisráðherra Bretlands hinn 25. október síðastliðinn. AFP
mbl.is