Rassæfingarnar sem Kristbjörg gerir

Líkamsrækt stjarnanna | 26. nóvember 2019

Rassæfingarnar sem Kristbjörg gerir

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, veit hvaða æfingar á að gera til að halda rassinum stinnum. 

Rassæfingarnar sem Kristbjörg gerir

Líkamsrækt stjarnanna | 26. nóvember 2019

Kristbjörg Jónasdóttir.
Kristbjörg Jónasdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, veit hvaða æfingar á að gera til að halda rassinum stinnum. 

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, veit hvaða æfingar á að gera til að halda rassinum stinnum. 

Kristbjörg og Aron eru nú búsett í Dubai og slær hún ekki slöku við í ræktinni þar úti. Hún veit klárlega hvað hún syngur hvað varðar æfingar sem styrkja neðri hluta líkamans. Hún sýnir reglulega frá æfingum sínum á Instagram. 

Í síðustu færslu hennar sýnir hún lokasprettinn eftir erfiða fótaæfingu. Kristbjörg notast oft við teygjur og líkamsþyngd sína á æfingum og í þetta skiptið notast hún við teygju sem hún er með rétt fyrir ofan hnén. Hún segir þessa æfingu hafa rifið í. 

Kristbjörg gerði 50 endurtekningar af þremur æfingum og mælir með 1-3 þremur hringjum af þeim með 1-2 mínútum í hvíld á milli. 

mbl.is