10 hugmyndir að sumargjöfum frá þér til þín

Heimili | 18. apríl 2024

10 hugmyndir að sumargjöfum frá þér til þín

Það lifnar alltaf yfir landsmönnum þegar sumardagurinn fyrsti nálgast, en hann er í næstu viku og því styttist óðum í íslenska sumarið. Það er nauðsynlegt að halda upp á daginn hátíðlegan hér á klakanum og tilvalið að gefa sér gjöf í tilefni dagsins og fagna því að hafa komist í gegnum enn einn veturinn á Íslandi. 

10 hugmyndir að sumargjöfum frá þér til þín

Heimili | 18. apríl 2024

Óskalistinn er sumarlegur þessa vikuna!
Óskalistinn er sumarlegur þessa vikuna! Samsett mynd

Það lifnar alltaf yfir landsmönnum þegar sumardagurinn fyrsti nálgast, en hann er í næstu viku og því styttist óðum í íslenska sumarið. Það er nauðsynlegt að halda upp á daginn hátíðlegan hér á klakanum og tilvalið að gefa sér gjöf í tilefni dagsins og fagna því að hafa komist í gegnum enn einn veturinn á Íslandi. 

Það lifnar alltaf yfir landsmönnum þegar sumardagurinn fyrsti nálgast, en hann er í næstu viku og því styttist óðum í íslenska sumarið. Það er nauðsynlegt að halda upp á daginn hátíðlegan hér á klakanum og tilvalið að gefa sér gjöf í tilefni dagsins og fagna því að hafa komist í gegnum enn einn veturinn á Íslandi. 

Á óskalista vikunnar finnur þú tíu skemmtilegar hugmyndir að sumargjöfum frá þér til þín sem undirbúa þig undir íslenska sumarið!

Sumarneglurnar!

Press on-gervineglur eru fullkomnar fyrir þá sem eru með valkvíða og þykir erfitt að velja eitt naglalúkk út mánuðinn. Þú getur valið hvort þú festir þær á með límmiða sem endist í einn til þrjá daga eða með fljótandi lími sem endist í fjóra til fjórtán daga. 

Þessar trylltu „glazed“ neglur eru hinar fullkomnu sumarneglur, en þær tóna fallega við sólkyssta húðina og setja punktinn yfir i-ið á hvaða lúkki sem er!

Gervineglurnar fást hjá Nailed it, en pakki með 30 nöglum …
Gervineglurnar fást hjá Nailed it, en pakki með 30 nöglum í mismunandi stærðum kostar 3.890 krónur. Ljósmynd/Nailed-it.is

Litagleði og hækkandi sól!

Með hækkandi sól er tilvalið að bæta litríkari flíkum í fataskápinn. Þessar fallegu bleiku gallabuxur koma þér í sumargír á núll einni!

Buxurnar fást hjá Org og kosta 19.900 krónur.
Buxurnar fást hjá Org og kosta 19.900 krónur. Ljósmynd/Orgreykjavik.is

Kjóllinn sem þú notar aftur og aftur og aftur!

Notagildi og fagurfræði mætast í þessum fallega blómakjól sem tikkar í öll boxin. Hann er í fallegu sniði, síddin er klæðileg, mynstrið er fallegt og liturinn guðdómlegur!

Kjóllinn fæst hjá Zara og kostar 9.995 krónur.
Kjóllinn fæst hjá Zara og kostar 9.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Klassísk sumargjöf!

Það er líklega ekki til klassískari sumargjöf en hvítir strigaskór. Þú veist að sumarið nálgast þegar landsmenn draga hvítu skóna fram, en það er ekki leiðilegt að ganga inn í sumarið í þessum fallegu skóm frá Axel Arigato. 

Strigaskór frá Axel Arigato fást hjá Andrá Reykjavík og kosta …
Strigaskór frá Axel Arigato fást hjá Andrá Reykjavík og kosta 54.900 krónur. Ljósmynd/Andrareykjavik.is

... og önnur klassík!

Önnur klassísk sumargjöf eru góð sólgleraugu. Úrvalið af töffaralegum sólgleraugum hefur líklega aldrei verið betra en í dag, og þessi hitta beint í mark!

Sólgleraugu fást hjá SisBis og kosta 15.990 kr.
Sólgleraugu fást hjá SisBis og kosta 15.990 kr. Ljósmynd/Sisbis.is

Gleðileg sumargjöf!

Það er fátt sem jafnast á við að skella sér í sundlaugina á sólríkum degi í splunkunýjum sundfötum. Þessi sundbolur frá Esprit gleður augað og er í geggjuðu sniði!

Sundbolur frá Esprit fæst hjá Rokk og rómantík og kostar …
Sundbolur frá Esprit fæst hjá Rokk og rómantík og kostar 14.990 krónur. Ljósmynd/Rokkogromantik.is

Sumarjakkinn!

Gallajakkinn er hinn fullkomni sumarjakki sem ætti að vera í öllum fataskápum, en hann passar við flest allt og nú er meira að segja í tísku að para gallajakka við gallabuxur!

Gallajakki fæst hjá Zara og kostar 5.995 krónur.
Gallajakki fæst hjá Zara og kostar 5.995 krónur. Ljósmynd/Zara.com

Fyrir hlaupasumarið!

Það styttist óðum í hlaupasumarið og margir á fullu að æfa sig fyrir keppni og maraþon. Þessar flottu hlaupastuttbuxur þykja sérlega góðar, en þær eru léttar og fullkomnar á hlýrri dögum!

Nike AeroSwift hlaupastuttbuxur fást hká H verslun og kosta 16.495 …
Nike AeroSwift hlaupastuttbuxur fást hká H verslun og kosta 16.495 krónur. Ljósmynd/Hverslun.is

Sæt og sumarleg!

Það er nauðsynlegt að eiga góða kælitösku til að geta pakkað nesti í, en þessi er bæði sæt og sumarleg frá danska merkinu Rice. 

Kælitaska fæst hjá Purkhús og kostar 5.990 krónur.
Kælitaska fæst hjá Purkhús og kostar 5.990 krónur. Ljósmynd/Purkhus.is

Náttúrulegur og heilbrigður ljómi!

Á sumrin skipta margir þekjumeiri fljótandi farða út fyrir léttari púðurfarða. Þetta púður mýkir húðina og veitir henni jafnara yfirbragð, en það veitir einnig fullkomið magn af raka sem stuðlar að léttri þekju og náttúrulegum ljóma.

Total Finish púður frá Sensai fæst hjá Beautybox og kostar …
Total Finish púður frá Sensai fæst hjá Beautybox og kostar 6.600 krónur. Ljósmynd/Beautybox.is
mbl.is