Pernille Teisbæk uppljóstrar leyndarmálinu

Snyrtibuddan | 9. apríl 2024

Pernille Teisbæk uppljóstrar leyndarmálinu

Einn stærsti tískuáhrifavaldur í heiminum í dag, Pernille Teisbæk, tók á móti franska Vogue á dögunum og bauð þeim í heimsókn á heimili sitt í Kaupmannahöfn. Teisbæk, sem er dönsk, býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum í glæsilegu húsi sem þau keyptu rétt áður en kórónuveiran skall á. 

Pernille Teisbæk uppljóstrar leyndarmálinu

Snyrtibuddan | 9. apríl 2024

Pernille Teisbæk opnaði heimili sitt í Kaupmannahöfn á dögunum.
Pernille Teisbæk opnaði heimili sitt í Kaupmannahöfn á dögunum. Samsett mynd

Einn stærsti tískuáhrifavaldur í heiminum í dag, Pernille Teisbæk, tók á móti franska Vogue á dögunum og bauð þeim í heimsókn á heimili sitt í Kaupmannahöfn. Teisbæk, sem er dönsk, býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum í glæsilegu húsi sem þau keyptu rétt áður en kórónuveiran skall á. 

Einn stærsti tískuáhrifavaldur í heiminum í dag, Pernille Teisbæk, tók á móti franska Vogue á dögunum og bauð þeim í heimsókn á heimili sitt í Kaupmannahöfn. Teisbæk, sem er dönsk, býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum í glæsilegu húsi sem þau keyptu rétt áður en kórónuveiran skall á. 

Í innlitinu kennir ýmissa grasa en heimili Teisbæk er innréttað eftir ráðandi tískustraumum þar sem ljósir litir, marmari, fulningaklæðningar og risastór stáleyja ráða ríkjum. Falleg húsgögn prýða heimilið frá þekktum hönnuðum. Hún talar þó ekki bara um húsgögn því í viðtalinu deildi hún húðrútínu sinni. Teisbæk sagði frá því að hún kysi að vera sem náttúrulegust til þess að leyfa sinni skandínavísku fegurð að njóta sín. Það vakti athygli að Teisbæk notar sömu húðvörur og margar íslenskar konur. Nefnilega EGF serumið frá Bioeffect.

„Ein af uppáhalds vörunum mínum er þetta serum frá Bioeffect. Ég nota það bæði kvölds og morgna. Stundum er það eina varan sem ég nota þar sem það gefur húðinni minni mikinn raka og fallegan ljóma,“ segir Teisbæk í viðtalinu. 

 Hér fyrir neðan er hægt að horfa á innlitið heima hjá Teisbæk:  

Hér er hún í ljósum jakkafötum í ljósum Eames-stól sem …
Hér er hún í ljósum jakkafötum í ljósum Eames-stól sem prýðir heimilið. Ljósmynd/Instagra
Á heimilinu eru falleg húsgögn. Þar á meðal Terrazza sófinn …
Á heimilinu eru falleg húsgögn. Þar á meðal Terrazza sófinn í svörtu leðri. Ljósmynd/Instagram
mbl.is