„Ég er alltaf með neglur á mér og hef verið síðan í 10. bekk“

Förðunartrix | 11. apríl 2024

„Ég er alltaf með neglur á mér og hef verið síðan í 10. bekk“

Bryndís Lóa Liljarsdóttir er 21 árs gömul og starfar bæði sem nagla- og förðunarfræðingur og flugfreyja hjá Play. Bryndís er með gott auga fyrir fallegum nöglum og förðun, en áhugi hennar vaknaði snemma og hefur hún sjálf verið með neglur frá því hún var í 10. bekk í grunnskóla

„Ég er alltaf með neglur á mér og hef verið síðan í 10. bekk“

Förðunartrix | 11. apríl 2024

Bryndís Lóa Liljarsdóttir hefur haft mikinn áhuga á förðun og …
Bryndís Lóa Liljarsdóttir hefur haft mikinn áhuga á förðun og nöglum lengi.

Bryndís Lóa Liljarsdóttir er 21 árs gömul og starfar bæði sem nagla- og förðunarfræðingur og flugfreyja hjá Play. Bryndís er með gott auga fyrir fallegum nöglum og förðun, en áhugi hennar vaknaði snemma og hefur hún sjálf verið með neglur frá því hún var í 10. bekk í grunnskóla

Bryndís Lóa Liljarsdóttir er 21 árs gömul og starfar bæði sem nagla- og förðunarfræðingur og flugfreyja hjá Play. Bryndís er með gott auga fyrir fallegum nöglum og förðun, en áhugi hennar vaknaði snemma og hefur hún sjálf verið með neglur frá því hún var í 10. bekk í grunnskóla

„Ég hef lengi haft sjúklega mikinn áhuga á nöglum og gerði ekkert annað en að fræða mig á netinu. Síðan kom kórónuveirufaraldurinn og ég leit á það sem tækifæri og skellti mér á námskeið, en ég útskrifaðist sem naglafræðingur í maí 2021,“ útskýrir Bryndís.

„Það sama gildir um förðunina, áhuginn var gríðarlegur. Ég fór síðan í Reykjavík Makeup School í mars 2023 og útskrifaðist þaðan í júní 2023. Í dag starfa ég svo einnig sem flugfreyja hjá Play, en ég byrjaði þar í fyrra og finnst það sjúklega næs með nöglunum,“ bætir hún við.

Bryndís útskrifaðist úr Reykjavík Makeup School sumarið 2023.
Bryndís útskrifaðist úr Reykjavík Makeup School sumarið 2023.

Hvaða naglatrend heldur þú að verði vinsæl í vor og sumar?

„Ég held að stuttar neglur verði vinsælar í sumar og gel-styrking á eigin neglur. Mér finnst stuttar neglur vera að detta mikið inn aftur þar sem „clean girl-lúkkið“ er alveg að slá í gegn. Síðan er búið að vera mjög vinsælt að fá sér silfurlitað mynstur á neglurnar og held ég að það sé ekkert að hætta á næstunni.“

Silfrið hefur verið vinsælt í tísku- og förðunarheiminum að undanförnu.
Silfrið hefur verið vinsælt í tísku- og förðunarheiminum að undanförnu.

Hvað finnst þér mikilvægast þegar kemur að fallegum nöglum?

„Mér finnst langmikilvægast að það sé jöfn lögun á nöglunum. Að neglurnar séu þunnar og með rétta kúrvu sem gerir nöglina náttúrulegri og minni líkur á að nöglin brotni illa. Svo finnst mér langflottast þegar það er glans á nöglunum.“

Bryndís leggur mikið upp úr því að hafa fallega lögun …
Bryndís leggur mikið upp úr því að hafa fallega lögun á nöglunum sem hún gerir.

Finnst þér naglatíska fara eftir árstíðum?

„Mér finnst naglatískan breytast mikið milli árstíða, kúnnarnir eru ekki jafn mikið að henda sér í litríka liti á veturna. Svo finnst mér einnig meira um það að fá sér náttúrulegri mynstur á veturna heldur en sumrin. Það sem sló alveg í gegn núna í vetur er djúprauður litur, get ekki talið hversu margar rauðar neglur ég gerði. Ég hoppaði á það trend oftar en einu sinni.“

Djúpir rauðir litir voru það allra heitasta í vetur.
Djúpir rauðir litir voru það allra heitasta í vetur.

Áttu þér uppáhaldsneglur sem þú hefur gert?

„Heyrðu já! Þetta eru klárlega uppáhaldsneglurnar sem ég hef gert. Ég gerði þessar í fyrrasumar og er ennþá ástfangin af þeim. Þetta var í fyrsta skipti sem ég var að leika mér að gera mynstur sem er upphleypt. Ég fann mig alveg í svona mynstri enda finnst mér langskemmtilegast að gera neglur sem eru meira krefjandi og með einhverju svona skemmtilegu upphleyptu mynstri.“

Bryndísi þykir skemmtilegt að gera neglur sem eru með krefjandi …
Bryndísi þykir skemmtilegt að gera neglur sem eru með krefjandi mynstri.

Ert þú sjálf með neglur? Ef svo er, hvernig neglur ertu oftast með?

„Ég er alltaf með neglur á mér og hef verið síðan í 10. bekk í grunnskóla. Það hefur alltaf verið sjúklega mikið áhugamál og ég hlakkaði alltaf til að fara í næsta naglatíma. Ég er rosalega óákveðin þegar kemur að mínum eigin nöglum og er ég alltaf að breyta. En eftir að ég byrjaði að gera mínar eigin neglur sjálf, held ég mig við eitthvað einfalt. Ég er oftast annaðhvort með stuttar kassalaga neglur í mjólkurhvítum lit eða þá frekar langar möndlulaga neglur í fölum bleikum lit.“

Skemmtilegar neglur með flottu mynstri eftir Bryndísi.
Skemmtilegar neglur með flottu mynstri eftir Bryndísi.

Hvenær byrjaðir þú að mála þig?

„Áhugi minn á förðunarvörum byrjaði þegar ég bjó á Spáni þegar ég var 12 ára. Ég byrjaði samt ekki að mála mig að viti fyrr en eftir fermingu.“

Áhugi Bryndísar á förðun kviknaði snemma.
Áhugi Bryndísar á förðun kviknaði snemma.

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Húðin skiptir mig mestu máli og finnst mér flottast á sjálfri mér að vera með ljómandi húð, björt undir augunum og auðvitað með nóg af kinnalit. Mitt „go to“-lúkk er eyeliner, finnst eitthvað vanta á mig þegar ég er ekki með eyeliner.“

Að mati Bryndísar skiptir húðin miklu máli, en hún er …
Að mati Bryndísar skiptir húðin miklu máli, en hún er hrifin af ljómandi húð og elskar fallega kinnaliti.

En þegar þú ferð eitthvað fínt?

„Þegar ég fer eitthvað fínt finnst mér skemmtilegast að vera með „smokey“ augnförðun, má auðvitað ekki gleyma að bæta við lúkkið. Þá er ég einnig með meiri þekju á andlitinu og nóg af lausu púðri svo farðinn haldist á allt kvöldið. Ég geri dagsdaglega lúkkið mitt ýktara. Bæti síðan við „nude“-varablýanti og glossi.“

Bryndísi þykir gaman að gera „smokey“ augnförðun fyrir fínni tilefni.
Bryndísi þykir gaman að gera „smokey“ augnförðun fyrir fínni tilefni. Ljósmyndari/Elísabet Blöndal

Hvað er helst að finna í snyrtibuddunni þinni?

„Það helsta sem er að finna í snyrtibuddunni minni er léttur farði, minn uppáhalds er klárlega Loréal True Match Tinted Serum. Það vantar aldrei eyeliner í budduna mína og finnst mér NYX Epic Ink Liner bestur!

Svo má ávallt finna vel bleikan kinnalit, en Patrick Ta-kinnaliturinn í litnum She’s Giving er búinn að heilla mig upp á síðkastið þar sem hann er Barbí-bleikur. Síðan má ekki gleyma púðrinu sem er alltaf í veskinu mínu til þess að fríska upp á förðunina yfir daginn, en Charlotte Tilbury-púðrið er lykillinn að sléttri áferð undir augunum.“

Bryndís farðaði Lilju Sif Pálsdóttur þegar hún hlaut titilinn Ungfrú …
Bryndís farðaði Lilju Sif Pálsdóttur þegar hún hlaut titilinn Ungfrú Ísland 2023. Ljósmynd/Arnór Trausti

Hvað er á óskalistanum þínum í snyrtibudduna?

„Á óskalistanum mínum er It Cosmetics CC-kremið, það lítur ekkert eðlilega vel út! Síðan er augnskuggapallettan frá Patrick Ta búin að vera á listanum lengi, Major Dimension 3. Hún er með alla helstu liti sem þarf til að gera flott augnskuggalúkk og síðan er svo geggjað að það séu tveir kremlitir í pallettunni til þess að gera t.d. eyeliner.“

Falleg förðun eftir Bryndísi.
Falleg förðun eftir Bryndísi. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Eru einhver förðunartrend sem þú heldur að verði áberandi í vor/sumar?

„Svokallað „clean girl look“ er búið að vera mjög mikið inn og held ég að það haldi áfram sérstaklega í sumar. Sem sagt mjög létt húð og ekki áberandi mikill farði. Ég held einnig að það verði mikið um „monochromatic look“ þar sem kinnalitur, augnskuggi og varir eru í stíl.“

Bryndís spáir því að svokallað „monochromatic look“ verði vinsælt í …
Bryndís spáir því að svokallað „monochromatic look“ verði vinsælt í sumar.
mbl.is