Skothelt förðunartrix fyrir áramótin

Förðunartrix | 30. desember 2023

Skothelt förðunartrix fyrir áramótin

Förðunarfræðingurinn Ugla Snorradóttir deildi einföldu förðunartrixi í nýju myndbandi sem birtist á reikningi Hi Beauty, en það eru vinkonurnar og förðunarfræðingarnir Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem halda honum úti. 

Skothelt förðunartrix fyrir áramótin

Förðunartrix | 30. desember 2023

Förðunarfræðingurinn Ugla Snorradóttir deildi einföldu förðunartrixi í nýju myndbandi sem birtist á reikningi Hi Beauty, en það eru vinkonurnar og förðunarfræðingarnir Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem halda honum úti. 

Förðunarfræðingurinn Ugla Snorradóttir deildi einföldu förðunartrixi í nýju myndbandi sem birtist á reikningi Hi Beauty, en það eru vinkonurnar og förðunarfræðingarnir Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem halda honum úti. 

Förðunartrixið er fullkomið fyrir þá sem vilja bæta smá glamúr við áramótaförðunina á auðveldan máta. 

Í myndbandinu sýnir Ugla hvernig hægt er að nota geimsteina til að taka hvaða förðun sem er upp á næsta level. Það eina sem þarf eru þrír hlutir – steina, augnháralím og augnblýant. 

Poppaðu lúkkið upp!

Fyrsta skrefið er að setja doppu af augnháralími á þann stað sem þú vilt festa steininn á. Því næst notar Ugla augnblýant til þess að taka steininn upp og setja hann varlega á doppuna af augnháralími.

Síðan endurtekur hún þessi tvö skref eins oft og hún þarf til að ná fram lúkkinu sem hún vill. Hún mælir með því að blanda saman mismunandi stærðum af steinum á mismunandi staði, en það er líka hægt að leika sér með liti.

Til þess að tryggja að steinarnir glitri allt kvöldið mælir hún svo með því að setja farðahreinsi á eyrnapinna og nudda varlega yfir steinana, en þeir geta orðið kámugir af líminu og augnblýantinum. 

mbl.is