Förðun sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður

Snyrtibuddan | 19. febrúar 2024

Förðun sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður

Það mætti halda að vetrarríkið Ísland hefði veitt franska tískuhúsinu Chanel innblástur þegar nýjasta förðunarlínan var hönnuð. Chanel Les Beiges Winter Glow-línan kallar fram fegurð þótt úti geisi óveður; skafrenningur, slydda og haglél.

Förðun sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður

Snyrtibuddan | 19. febrúar 2024

Fyrirsæturnar Vittoria Ceretti og Mona Tougaard eru andlit vetrarlínunnar.
Fyrirsæturnar Vittoria Ceretti og Mona Tougaard eru andlit vetrarlínunnar.

Það mætti halda að vetrarríkið Ísland hefði veitt franska tískuhúsinu Chanel innblástur þegar nýjasta förðunarlínan var hönnuð. Chanel Les Beiges Winter Glow-línan kallar fram fegurð þótt úti geisi óveður; skafrenningur, slydda og haglél.

Það mætti halda að vetrarríkið Ísland hefði veitt franska tískuhúsinu Chanel innblástur þegar nýjasta förðunarlínan var hönnuð. Chanel Les Beiges Winter Glow-línan kallar fram fegurð þótt úti geisi óveður; skafrenningur, slydda og haglél.

Rouge Coco Baume-varasalvinn í litnum Chilling Pink, 936, hefur fallega …
Rouge Coco Baume-varasalvinn í litnum Chilling Pink, 936, hefur fallega áferð.

Fyrirsæturnar Vittoria Ceretti og Mona Tougaard eru andlit vetrarlínunnar. Ceretti er ítölsk en hún var uppgötvuð 2012 þegar hún var 14 ára gömul. Síðan þá hefur hún gengið tískupallana rúmlega 400 sinnum og er alls ekki að leggja árar í bát. Tougaard fæddist 2002 en hún var 12 ára þegar hún var uppgötvuð. Faðir hennar er hálfdanskur og hálftyrkneskur og móðir hennar frá Sómalíu.

Kinnaliturinn framkallar frísklegt útlit.
Kinnaliturinn framkallar frísklegt útlit.
Les Beiges Healthy Winter Glow Blush-kinnalitirnir að góðum notum. Þeir …
Les Beiges Healthy Winter Glow Blush-kinnalitirnir að góðum notum. Þeir koma í þremur litum, Rose Polaire, Corail Givré og Mauve Glacé.

Þessar ungu fyrirsætur, sem njóta mikillar velgengni á sínu sviði, smellpassa inn í ímynd Chanel þar sem fegurð er í forgrunni.

Í línunni er að finna frískandi kinnaliti, augnskuggapallettu með fimm litum, naglalökk og varasalva með gljáa auk primers sem er borinn á andlitið áður en það er farðað. Það er að segja ef fólk kýs farða.

Les Beiges Healthy Glow Natural Eyshadow Palette inniheldur sanseraða liti sem henta breiðum hópi fólks. Aðalliturinn er ljósbleikur og gott er að nota hann sem grunn. Hann getur farið á allt augnlokið en svo má bæta þessum ljósfjólubláa ofan á ef þú ert í þannig stuði, eða þessum kóralbleika sem kúrir við hliðina á honum. Þegar kvölda tekur, eða þegar mikið liggur við, koma tveir fremstu litirnir að góðum notum til að kalla fram sterkari augnumgjörð. Gott er að vera með tvo augnskuggabursta þegar augnskugginn er borinn á; einn til að setja grunnlitinn á augnlokið, annan til að setja hina litina yfir og nota svo þennan fyrri til að hreinsa aðeins og blanda betur.

Les Beiges Healthy Glow Natural Eyshadow Palette inniheldur sanseraða liti …
Les Beiges Healthy Glow Natural Eyshadow Palette inniheldur sanseraða liti sem henta breiðum hópi fólks.

Þegar kólnar í veðri verða kinnarnar stundum svolítið rauðar. Ef þú ert bara inni þegar veturinn geisar fyrir utan gluggann þá koma Les Beiges Healthy Winter Glow Blush-kinnalitirnir að góðum notum. Þeir koma í þremur litum, Rose Polaire, Corail Givré og Mauve Glacé. Svo eru það varasalvarnir sem eru hið mesta þarfaþing þegar kuldaboli fer á stjá. Rouge Coco Baume-varasalvarnir í litunum Chilling Pink, Keep Cool og Cocoon eru fínn staðalbúnaður hvort sem fólk er á skíðum, úti í göngutúr eða bara að þorna upp á vörunum. Svo má ekki gleyma nöglunum en í öllum vetrinum kemur hvítt naglalakk sterkt inn og líka ljósbleikt en þessir tveir litir prýða einmitt vetrarlínuna.

Le Vernis-naglalakkið í litnum Glaciale,173.
Le Vernis-naglalakkið í litnum Glaciale,173.
Hér sést hvíti liturinn á nöglunum.
Hér sést hvíti liturinn á nöglunum.
Le Vernis Skieuse-naglalakkið í litnum 175.
Le Vernis Skieuse-naglalakkið í litnum 175.
Það er nauðsynlegt að vera svolítið flottur í snjónum.
Það er nauðsynlegt að vera svolítið flottur í snjónum.
Vittoria Ceretti faðmar snjókarl.
Vittoria Ceretti faðmar snjókarl.
mbl.is