10 hlutir sem þú vissir ekki að þú þyrftir að eignast

Heimili | 7. september 2023

10 hlutir sem þú vissir ekki að þú þyrftir að eignast

Önnur vikan í september getur verið ákveðin brekka. Veðrið er að kólna, sólin er farin í feluleik, rútínan er komin á fullt og streitan jafnvel farin að kítla tærnar aðeins. Þessa vikuna prýða margar sniðugar vörur óskalistann, en þær miða allar að því að gera hversdagsleikann aðeins skemmtilegri og setja vellíðan í fyrsta sæti.  

10 hlutir sem þú vissir ekki að þú þyrftir að eignast

Heimili | 7. september 2023

Óskalisti vikunnar er ansi girnilegur!
Óskalisti vikunnar er ansi girnilegur! Samsett mynd

Önnur vikan í september getur verið ákveðin brekka. Veðrið er að kólna, sólin er farin í feluleik, rútínan er komin á fullt og streitan jafnvel farin að kítla tærnar aðeins. Þessa vikuna prýða margar sniðugar vörur óskalistann, en þær miða allar að því að gera hversdagsleikann aðeins skemmtilegri og setja vellíðan í fyrsta sæti.  

Önnur vikan í september getur verið ákveðin brekka. Veðrið er að kólna, sólin er farin í feluleik, rútínan er komin á fullt og streitan jafnvel farin að kítla tærnar aðeins. Þessa vikuna prýða margar sniðugar vörur óskalistann, en þær miða allar að því að gera hversdagsleikann aðeins skemmtilegri og setja vellíðan í fyrsta sæti.  

Það má vera gaman að þrífa!

Margir hafa nýtt fyrstu haustdagana í að þrífa og skipuleggja heimilið fyrir veturinn framundan. Vörurnar frá Kinfill gera þrifin skemmtilegri, en þau gleðja þó ekki einungis augað heldur líka umhverfið þar sem þær eru umhverfisvænar.

Kinfill vörurnar fást í Verma og kosta 4.200 kr.
Kinfill vörurnar fást í Verma og kosta 4.200 kr. Ljósmynd/Verma.is

Kveðjum vöðvabólguna!

Margir hafa eflaust vaknað með aðeins stífari axlir síðustu vikur eftir að rútínan, skólinn og vinnan tók við af ljúfu sumarfríinu. Topparnir frá Aim'n eru stílhreinir og koma í veg fyrir vöðvabólgu, en það er bæði hægt að nota þá á æfingar eða hversdaglega.

Toppurinn fæst í Wodbúð og kostar 5.990 kr.
Toppurinn fæst í Wodbúð og kostar 5.990 kr. Ljósmynd/Wodbud.is

Er hægt að eiga of mikið af púðum?

Púðar geta gert ótrúlega mikið fyrir heimilið, en þá má nota á ýmsa vegu til að skapa notalega stemningu. Það er auðvelt að skipta púðum út til að fá ferskan blæ á heimilið og tilvalið að breyta aðeins til fyrir haustið!

Púðinn fæst í Tekk og kemur í tveimur stærðum. Verð …
Púðinn fæst í Tekk og kemur í tveimur stærðum. Verð frá 8.900 til 9.900 kr. Ljósmynd/Tekk.is

Trylltir vetrarskór!

Síðustu vikur hefur hausttískan komið inn með miklum krafti, en það er greinilegt að gróf stígvél og sylgjur verði það allra heitasta.

Skórnir eru frá Flattered og fást í Andrá. Þeir kosta …
Skórnir eru frá Flattered og fást í Andrá. Þeir kosta 49.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Dekur á hverjum degi!

Þegar veðrið fer kólnandi og dagarnir styttast er nauðsynlegt að dekra svolítið við sjálfan sig. Það er ómissandi að geta vafið um sig mjúku og notalegu handklæði að lokinni sturtu- eða baðferð, og ekki skemmir það fyrir ef handklæðið er líka fallegt.

Handklæðin frá Teklu fást í Norr11 og kosta frá 1.900 …
Handklæðin frá Teklu fást í Norr11 og kosta frá 1.900 til 7.900 kr. Ljósmynd/Norr11.is

Ekki flækja hlutina!

Margir tala um að það eitt að klæða sig í íþróttaföt sé ákveðin hvatning til að hreyfa sig. Það er algjör óþarfi að flækja hlutina, en það gerist ekki einfaldara en að smella sér í jógasamfesting. Til hvers að vera í íþróttatopp, bol og buxum þegar þú getur klætt þig í eina flík á 10 sekúndum?

Samfestingurinn fæst í EKOhúsið og kostar 15.900 kr.
Samfestingurinn fæst í EKOhúsið og kostar 15.900 kr. Ljósmynd/Ekohusid.is

Raki og ljómi!

Þessi nýja vara frá Clarins er kærkomin í snyrtibudduna þegar veðrið er farið að kólna. Litað húðbænandi serum gefur húðinni bæði djúpa næringu og fallegan ljóma, en þar að auki er það létt og þægilegt í notkun.

Litað serum fæst í Hagkaup og kostar 6.999 kr.
Litað serum fæst í Hagkaup og kostar 6.999 kr. Ljósmynd/Hagkaup.is

Ómissandi í fataskápinn!

Vesti hafa verið með óvænta og skemmtilega endurkomu undanfarnar vikur, enda flík sem auðvelt er að dressa upp og niður. 

Vestið er frá Samsøe Samsøe og fæst hjá NTC. Það …
Vestið er frá Samsøe Samsøe og fæst hjá NTC. Það kostar 19.995 kr. Ljósmynd/Ntc.is

Haust um haust!

Kerti eru ómissandi á haustin og veturna, en það eru líklega fá kerti sem eiga jafn vel við haustið og Haust kertið frá Haf Studio. Lyktar vel og lúkkar vel!

Kertið fæst í Haf Store í bæði svörtu og hvítu …
Kertið fæst í Haf Store í bæði svörtu og hvítu og kostar 5.900 kr. Ljósmynd/Hafstore.is

Sportí og töff!

Víðir bolir hafa verið afar vinsælir í sumar og virðast vinsældirnar ekki vera á niðurleið. Það er nauðsynlegt að eiga hið minnsta einn töff og þægilegan bol í fataskápnum sem passar við allt, en þar kemur þessi flotti bolur frá Sporty and Rich sterkur inn.

Bolurinn er frá Sporty and Rich og kostar 10.990 kr.
Bolurinn er frá Sporty and Rich og kostar 10.990 kr. Ljósmynd/Hurrareykjavik.is
mbl.is