Átt þú feik Knot-púða og langar í ekta?

HönnunarMars | 27. apríl 2024

Átt þú feik Knot-púða og langar í ekta?

Sýningin Feik eða ekta? á vegum Hugverkastofunnar, Epal og React - alþjóðlegu samstarfsneti fyrirtækja gegn fölsunum bjóða til sýningar á Hönnunarmars dagana 24.-27. apríl, í verslunum Epal í Skeifunni og á Laugavegi.

Átt þú feik Knot-púða og langar í ekta?

HönnunarMars | 27. apríl 2024

Knot-púðinn eftir Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur hitti í mark þegar hann …
Knot-púðinn eftir Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur hitti í mark þegar hann kom á markað. Hann hefur verið stældur í stórum stíl og seldur á erlendum vefsíðum sem selja falsaða hönnunarvöru.

Sýningin Feik eða ekta? á vegum Hugverkastofunnar, Epal og React - alþjóðlegu samstarfsneti fyrirtækja gegn fölsunum bjóða til sýningar á Hönnunarmars dagana 24.-27. apríl, í verslunum Epal í Skeifunni og á Laugavegi.

Sýningin Feik eða ekta? á vegum Hugverkastofunnar, Epal og React - alþjóðlegu samstarfsneti fyrirtækja gegn fölsunum bjóða til sýningar á Hönnunarmars dagana 24.-27. apríl, í verslunum Epal í Skeifunni og á Laugavegi.

Markmiðið er að vekja athygli á því af hverju fólk ætti að velja ekta vörur, virða hugverkaréttindi og forðast að kaupa eftirlíkingar. Hægt verður að skoða sýnishorn af fölsuðum vörum og bera saman við ekta fyrirmyndir og taka þátt í getraun um hvaða vörur eru ekta og hverjar ekki. Í verðlaun er ekta Flowerpot lampi í boði Epal.

Knot-púðinn eftir Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur hefur notið mikilla vinsælda. Svo mikilla að hann hefur verið feikaður í stórum stíl. 

Nú stendur yfir leit af feik Knot púða til að taka þátt í sýningunni! Ef þú lumar á feik eintaki af Knot púða getur þú komið með púðann þinn í Epal Skeifuna og færð í staðinn ekta púða í skiptum. Hér gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær og er einn Knot-púði í boði.

mbl.is