Blekktu yfir 800.000 manns í gegnum falskar hönnunarbúðir á netinu

Hönnun | 8. maí 2024

Blekktu yfir 800.000 manns í gegnum falskar hönnunarbúðir á netinu

Yfir 800 þúsund manns í Evrópu og Bandaríkjunum eru taldir hafa verið blekktir til að deila kortaupplýsingum og öðrum viðkvæmum persónulegum gögnum í gegnum falskar vefsíður sem gefa sig út fyrir að selja lúxus- og merkjavörur. 

Blekktu yfir 800.000 manns í gegnum falskar hönnunarbúðir á netinu

Hönnun | 8. maí 2024

Fjölmargir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa verið blekktir til að …
Fjölmargir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa verið blekktir til að deila viðkvæmum persónulegum gögnum á fölskum hönnunarbúðum á netinu. Samsett mynd

Yfir 800 þúsund manns í Evrópu og Bandaríkjunum eru taldir hafa verið blekktir til að deila kortaupplýsingum og öðrum viðkvæmum persónulegum gögnum í gegnum falskar vefsíður sem gefa sig út fyrir að selja lúxus- og merkjavörur. 

Yfir 800 þúsund manns í Evrópu og Bandaríkjunum eru taldir hafa verið blekktir til að deila kortaupplýsingum og öðrum viðkvæmum persónulegum gögnum í gegnum falskar vefsíður sem gefa sig út fyrir að selja lúxus- og merkjavörur. 

Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Guardian, Die Zeit og Le Monde sem hafa rakið fölsuðu vefsíðurnar til Kína, en þær eru yfir 76 þúsund talsins. Þá hafa yfirvöld í Bretlandi lýst því yfir að þetta sé eitt stærsta og umfangsmesta svindl sinnar tegundar. 

Í grein sem birtist á Guardian kemur fram að mikill fjöldi gagna hafi verið skoðaður af blaðamönnum og sérfræðingum í tæknimálum og að þau bendi til þess að starfsemin sé vandlega skipulögð og úthugsuð. 

Af 76 þúsund vefsíðum sem hafa verið opnaðar af hópnum eru 22.500 enn virkar, en vefsíðurnar gefa sig út fyrir að selja merkjavörur á afslætti, þar á meðal eru Dior, Nike, Lacoste, Hugo Boss, Versace, Prada og önnur lúxusmerki. 

Yfir milljón pantanir „afgreiddar“ á síðustu þremur árum

Vefsíðurnar eru á mörgum tungumálum, allt frá ensku til þýsku, frönsku, spænsku, sænsku og ítölsku og virðist aðaltilgangur þeirra vera að fá fólk til að gefa upp viðkvæm persónuleg gögn eins og kortaupplýsingar og ná þannig pening af þeim. 

Fyrstu fölsuðu vefsíðurnar virðast hafa verið stofnaðar árið 2015, en þær hafa engin tengsl við vörumerkin sem auglýst eru á þeim og í flestum tilfellum sögðust neytendur ekki hafa fengið það sem þeir pöntuðu af síðunum. 

Af þeim sem rætt hefur verið við í tengslum við rannsóknina sögðust flestir ekki hafa fengið vörurnar sem þeir pöntuðu. Þó voru nokkrir sem fengu sendingu með póstinum, en í þeim tilfellum innihélt pakkinn ekki vöruna sem þeir pöntuðu. Þýskur kaupandi borgaði til að mynda fyrir Blazer-jakka en fékk ódýr sólgleraugu. Þá fékk breskur viðskiptavinur eftirlíkingu af hring frá Cartier í stað skyrtu sem hann pantaði.

Á undanförnum þremur árum hafa yfir milljón „pantanir“ verið afgreiddar samkvæmt gögnum úr rannsókninni. Þrátt fyrir að greiðslurnar hafi ekki allar farið í gegn er talið að á þessu þriggja ára tímabili hafi hópurinn á bak við vefsíðurnar fengið allt að 50 milljónir evra, eða sem nemur rúmum 7,5 milljörðum króna, í gegnum þær.

476 þúsund hafi deilt debet- og kreditkortaupplýsingum

Hingað til hafa um 800 þúsund manns í Evrópu og Bandaríkjunum deilt netföngum á vefsíðunum og 476 þúsund þeirra hafa deilt debet- og kreditkortaupplýsingum sínum – þar á meðal þriggja stafa öryggisnúmeri. Þá deildu þeir allir fullu nafni, símanúmeri, tölvupósti og póstfangi sínu. 

Katherine Hart, yfirmaður hjá hjá Chartered Trading Standards Institute, lýsir aðgerðinni sem einu stærsta netsvindli af þessu tagi. „Oft er þetta fólk hluti af alvarlegum og skipulögðum glæpahópum svo þeir eru að safna gögnum og geta notað þau gegn fólki síðar,“ sagði hún við Guardian. 

Jake Moore, alþjóðlegur netöryggisráðgjafi hjá hugbúnaðarfyrirtækinu ESET, segir gögn vera nýja gjaldmiðilinn. Hann varaði einnig við að persónuupplýsingar sem þessar geti líka verið dýrmætar fyrir erlendar leyniþjónustustofnanir í eftirlitsskyni. „Stærri myndin er sú að gera verður ráð fyrir því að kínversk stjórnvöld hafi hugsanlega aðgang að gögnunum,“ sagði hann. 

Í umfjöllun um málið kemur einnig fram að hópurinn á bak við vefsíðurnar hafi byggt upp kerfi sem býr til og opnar falsar vefsíður hálfsjálfvirkt. Hópurinn er talinn reka sumar af verslununum sjálfur en hafi einnig leyft öðrum hópum að nota kerfið. Skráningar benda til þess að hið minnsta 210 notendur hafi fengið aðgang að kerfinu frá árinu 2015. 

mbl.is