Opna á samtalið um fjármagn og hönnun

HönnunarMars | 3. maí 2023

Opna á samtalið um fjármagn og hönnun

„Þegar ég sá starfið auglýst fannst mér eins og það væri skrifað fyrir mig. Ég hef yfir 20 ára alþjóðlega reynslu sem hönnuður og stjórnandi. Ég elska að lifa og hrærast í skapandi umhverfi og takast á við stórar sem smáar áskoranir og finnst frábært að geta nýtt þekkingu mína og reynslu á til að kynna og efla hönnun á Íslandi,“ segir Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars sem hófst formlega í dag. Hún tók við starfinu um áramótin en hún hefur víðtæka þekkingu á hönnunarsviðinu. Hún lærði fatahönnun í Kaupmannahöfn og hefur síðan þá unnið í þekktum hönnunarfyrirtækjum og sett á fót íslenska barnafatamerkið iglo+indi.  

Opna á samtalið um fjármagn og hönnun

HönnunarMars | 3. maí 2023

Helga Ólafsdóttir er stjórnandi HönnunarMars.
Helga Ólafsdóttir er stjórnandi HönnunarMars. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Þegar ég sá starfið auglýst fannst mér eins og það væri skrifað fyrir mig. Ég hef yfir 20 ára alþjóðlega reynslu sem hönnuður og stjórnandi. Ég elska að lifa og hrærast í skapandi umhverfi og takast á við stórar sem smáar áskoranir og finnst frábært að geta nýtt þekkingu mína og reynslu á til að kynna og efla hönnun á Íslandi,“ segir Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars sem hófst formlega í dag. Hún tók við starfinu um áramótin en hún hefur víðtæka þekkingu á hönnunarsviðinu. Hún lærði fatahönnun í Kaupmannahöfn og hefur síðan þá unnið í þekktum hönnunarfyrirtækjum og sett á fót íslenska barnafatamerkið iglo+indi.  

„Þegar ég sá starfið auglýst fannst mér eins og það væri skrifað fyrir mig. Ég hef yfir 20 ára alþjóðlega reynslu sem hönnuður og stjórnandi. Ég elska að lifa og hrærast í skapandi umhverfi og takast á við stórar sem smáar áskoranir og finnst frábært að geta nýtt þekkingu mína og reynslu á til að kynna og efla hönnun á Íslandi,“ segir Helga Ólafsdóttir stjórnandi HönnunarMars sem hófst formlega í dag. Hún tók við starfinu um áramótin en hún hefur víðtæka þekkingu á hönnunarsviðinu. Hún lærði fatahönnun í Kaupmannahöfn og hefur síðan þá unnið í þekktum hönnunarfyrirtækjum og sett á fót íslenska barnafatamerkið iglo+indi.  

Þegar Helga er spurð að því hvernig hönnunarheimurinn hafi breyst á þessum 20 árum sem hún hefur starfað við hann segir hún að hönnun breytist í takt við tíðarandann.  

„Hönnun breytist í takt við tíðarandann hverju sinni, enda er varla til betri spegill á samfélög í gegnum tíðina en með því að skoða fatahönnun, vöruhönnun, húsgagnahönnun, grafíska hönnun og arkitektúr hvers tímabils. Árið 2000 útskrifaðist ég úr hönnunarnámi í Kaupmannahöfn. Það var tími mikilla tækniframfara, þar sem heimurinn opnaðist upp gátt og hægt var að eiga samskipti og deila gögnum milli landa á örskömmum tíma. 

Í dag snýst hönnun mikið um að finna nýjar lausnir fyrir betri og umhverfisvænni samfélög. Fatahönnuðir eru að prufa sig áfram með endurnýtingu efna, umhverfisvænar framleiðsluaðferðir og endingargóðar flíkur. Vöruhönnuður eru skapa verðmæti og búa til nýtt úr vörum sem nú þegar eru til. Arkitektar að teikna byggingar sem hentar samfélögum nútímans og huga að hringrás í byggingariðnaði,“ segir hún. 

Kynnt verður lína af handunnum tuftuðum gólfmottum. Motturnar eru hannaðar …
Kynnt verður lína af handunnum tuftuðum gólfmottum. Motturnar eru hannaðar af Lilý Erlu Adamsdóttur. Innblástur í hönnunina sækir hún í nátturuna; heiðarlyng, mosa og íslenskar bergtegundir. Hægt verður að panta mottu úr línunni en framleiðslan verður staðbundinn, hæg og handgerð.

Hvað finnst þér skipta máli að koma á framfæri á hátíð sem þessari?

„Að veita hönnuðum og arkitektum tækifæri til að kynna sig og sín verkefni og sýna og fræða almenning um þá grósku sem á sér stað í hönnunarsenunni hér á landi. Það skiptir hönnunarheim landsins miklu máli að hafa svona kynningarplatform.“ 

Hvað er nýtt sem ekki hefur verið áður?

„HönnunarMarsinn er þannig hátíð að hún tekur á sig nýja mynd á hverju ári enda ný verkefni og sýningar á ári hverju. Það eru auðvitað fastir punktar eins og alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks sem opnar hátíðina og Design Diplomacy þar sem sendiherrar bjóða heim í hönnunarmiðuð samtöl. 

Í ár erum við að opna á samtalið um fjármagn og hönnun með forvitnilegu pallborði og örerindum frá einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að byggja afkomu sína á hönnun með ólíkum hætti ásamt því að hafa reynslu af því fjárfesta í hönnun. Samtalið fer fram í nýjum húsakynnum Landsbankans við Reykjastræti fimmtudaginn 4. maí kl. 16.30. Ég mæli að koma en sætafjöldi er takmarkaður og því skráning nauðsynleg. Einn af þeim sem koma fram er Anders Färdig, CEO hjá Design House Stockholm, en hann hefur mikið álit á íslenskum hönnuðum og hefur selt íslenska hönnun út um allan heim með góðum árangri.

Anders og Design House Stockholm tekur einmitt líka þátt í DesignMatch, kaupstefnumóti hönnuða við framleiðslufyrirtæki á HönnunarMars, sem við erum að endurvekja aftur eftir hlé en fjögur fyrirtæki taka þátt í ár, bæði erlend og innlend. Á DesignMatch gefst hönnuðum tækifæri á beinum samskiptum við aðila sem annars getur reynst erfitt að ná til. Á kaupstefnunni kynna hönnuðir sjálfa sig og verk sín, bæði ný og eldri. Markmiðið er að veita íslenskri hönnun brautargengi og stækka starfsumhverfi hönnuða. Samtal hönnuðar og kaupanda á deginum er upphaf að mikilvægum tengslum sem með áframhaldandi vinnu og viðhaldi getur þróast í dýrmætt samstarf.“ 

Hanna Dís Whitehead sýnir hér nýtt safn af verkum með …
Hanna Dís Whitehead sýnir hér nýtt safn af verkum með áherslu á tvo staðbundna efniviði sem báðir finnast innan 3 km. radíuss við vinnustofu hennar í Nesjum, Hornafirði – hafra strá og ull. Á sýningunni má sjá fleti spónlagða með handlituðum hafra stráum, þæfða ull sem staðgengil viðar í húsgögnum auk annarra tilrauna með efniviðinn.

Áttaðir þú þig á því þegar þú stofnaðir iglo+indi á sínum tíma hvað það er mikil vinna að hanna, framleiða og markaðssetja íslenska vöru?

„Já og nei, iglo+indi byrjaði sem lítið hliðarverkefni. Hönnunin fékk strax mikla athygli erlendis frá og það var ekki aftur snúið. Ég hafði þá unnið erlendis í rúm tíu ár við fatahönnun, vöruþróun og framleiðslu og vissi því hvað þetta er mikil vinna, það einskorðast ekki einungis við íslenskar hönnunarvörur.“

Hver var helsta áskorunin í því verkefni?

„Við erum ungt land þegar kemur að hönnun og uppbyggingu hönnunarfyrirtækja. Helsta áskorunin iglo+indi var halda erlendu sölunni í jafnvægi. Fyrirtækið fékk góða fjármögnun sem studdi erlendu söluna og á nokkrum árum var iglo+indi selt í yfir 120 verslunum í fjórum heimsálfum. Allt frá lítilli sætri verslun í Flórens í stærstu barnafataverslunina í Dubai með gull fílum við innganginn. Við þennan skjóta vöxt vantaði til dæmis sérþekkingu til að þjóna allri þessari breidd verslana,“ segir Helga sem kvaddi fyrirtækið þegar það fór í þrot 2019. 

Flétta og Ýrúrarí munu opna pítsastað yfir HönnunarMars þar sem …
Flétta og Ýrúrarí munu opna pítsastað yfir HönnunarMars þar sem boðið verður upp á þæfðar pítsur úr ullarafgöngum frá íslenskum ullariðnaði. Hægt verður að kaupa ullarpítsur af matseðli sem verða svo þæfðar meðan beðið er.

Hvað getum við gert til þess að koma íslenskri hönnun á koppinn á heimsvísu?

„HönnunarMars er alþjóðleg hátíð og kynningarplatform þar sem íslensk hönnun og arkitektúr fær sviðið, ólíkir faghópar mætast og við tengjum saman hönnun og atvinnulíf með skapandi hætti. Eitt af meginhlutverkum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að kynna íslenska hönnun hér á landi  sem og erlendis og í því felast mikil tækifæri fyrir Ísland hvað varðar vörur, flíkur og svo líka aðferðir og þjónustu. Íslensk hönnun á fullt erindi út í heim og erum við að vinna í því allt árið um kring að koma henni á framfæri.“ 

Hvað þarf til svo við Íslendingar förum að velja íslenska hönnun fram yfir erlenda?

„Ég tel að Íslendingar hafi alltaf keypt íslenska hönnun. Ég get til dæmis nefnt 66°Norður sem var hefur fylgt okkur frá árinu 1926, en undanfarin ár hefur orðið ákveðin vakning í tengslum við breyttar neysluvenjur fólks, þar sem það velur gæði umfram magn og vandar valið á því sem er keypt. Þar kemur íslensk hönnun sterk inn enda vitum við nákvæmlega hvaðan hún kemur og úr hverju hún er gerð.“

Helga Björk Ottósdóttir og Hjördís Gestsdóttir stofnuðu hönnunartvíeykið Studio miklo …
Helga Björk Ottósdóttir og Hjördís Gestsdóttir stofnuðu hönnunartvíeykið Studio miklo árið 2021 eftir áralanga vináttu. Á HönnunarMars í ár vinna þær með samspil ólíkra miðla í ljósskúlptúrum sem varpa nýstárlegu ljósi á nýtingu leirs og textíls í fagurfræðilegu samhengi. Megin áherslan verkefnisins er að þróa leiðir til að sporna gegn umhverfisáhrifum textíls.

Hvað sjáum við á HönnunarMars í ár?

„Við lifum á spennandi tímum breytinga og í þeim felast tækifæri fyrir hönnuði og arkitekta sem eru að vinna að mjög fjölbreytilegum verkefnum sem verða sýnileg öllum á  HönnunarMars. Ég hvet alla til að mæta á HönnunarMars og njóta þess sem þar er að finna sköpun, gleði og hátíð ímyndunaraflsins, allt frá nýjum byggingum,  yfir í matarupplifun, tískusýningar og skemmtilega viðburði fyrir börn sem fullorðna. 

Í dag snýst framsækin hönnun mikið um að leysa áskoranir samtímans sem endurspeglast ágætlega í dagskrá hátíðarinnar í ár. Hönnun nýtist sem verkfæri til að leita til dæmis sjálfbærari lausna, finna leiðir til endurnýtingar og tilraunir við efnisnotkun. Íslenskum hönnuðum er það sérstaklega hugleikið viðfangsefni enda einkennir þá einna helst tilraunir og leikgleði í verkefnum sínum. 

HönnunarMars teygir anga sína vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið næstu fimm daga og ég hvet sem flesta til að kynna sér dagskránna, mæta á sýningarnar og fá innblástur frá þessum flottu verkefnum sem sýna að það eru bjartir tímar framundan,“ segir hún. 

Íslenski fatahönnuðurinn Magnea kemur fram á HönnunarMars. Hún kynnir nýja …
Íslenski fatahönnuðurinn Magnea kemur fram á HönnunarMars. Hún kynnir nýja línu með upplifunarviðburði og tískuinnsetningu á Exeter Hotel laugardaginn 6. maí frá kl. 15:00 - 17:00. Fatamerkið hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir frumlega og listræna nálgun sína á prjón og íslenska ull. Ljósmynd/LIYIWEI
mbl.is