5 sjarmerandi eignir sem kosta undir 55 milljónir

Heimili | 21. apríl 2024

5 sjarmerandi eignir sem kosta undir 55 milljónir

Á fasteignavef mbl.is má finna fjölda spennandi eigna um allt land í hinum ýmsu stærðum og gerðum til sölu. Eignirnar eru á breiðu verðbili og kosta allt frá 3.500.000 til 590.000.000 króna.

5 sjarmerandi eignir sem kosta undir 55 milljónir

Heimili | 21. apríl 2024

Á listanum eru fimm heillandi eignir sem vert er að …
Á listanum eru fimm heillandi eignir sem vert er að skoða! Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is má finna fjölda spennandi eigna um allt land í hinum ýmsu stærðum og gerðum til sölu. Eignirnar eru á breiðu verðbili og kosta allt frá 3.500.000 til 590.000.000 króna.

Á fasteignavef mbl.is má finna fjölda spennandi eigna um allt land í hinum ýmsu stærðum og gerðum til sölu. Eignirnar eru á breiðu verðbili og kosta allt frá 3.500.000 til 590.000.000 króna.

Smartland tók saman fimm skemmtilegar eignir sem eiga það sameiginlegt að kosta minna en 55 milljónir, en á listann prýðir meðal annars 43 fm íbúð í miðbæ Reykjavíkur, 148 fm endaraðhús á Skagaströnd og 59 fm einbýlishús á Siglufirði.

Grettisgata 55

Myndlistarkonan Rakel Tómasdóttir hefur sett íbúð sína við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Eignin telur 43 fm og er á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1913, en alls eru eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi í íbúðinni. 

Ásett verð er 54.900.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Grettisgata 55

Íbúðin hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta og víða má …
Íbúðin hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta og víða má sjá fögur verk eftir Rakeli. Samsett mynd

Sundabakki 14

Við Sundabakka í Stykkishólmi er til sölu snotur sérhæð í tvíbýlishúsi sem reist var árið 1976. Eignin telur 175 fm og státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Húsið stendur við sjávarsíðuna í vesturhluta bæjarins með fallegu útsýni yfir í Landey.

Ásett verð er 52.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Sundabakki 14

Stofan er björt og opin, en þaðan er útgengt á …
Stofan er björt og opin, en þaðan er útgengt á sólpall sem snýr í suðvestur. Samsett mynd

Ránarbraut 9

Við Ránarbraut á Skagaströnd er til sölu fallegt 148 fm endaraðhús sem reist var árið 1989. Fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í eigninni sem er björt og vel skipulögð. Það er svo án efa sjarmerandi og gróin verönd sem umlykur húsið og fallegt útsýni sem setja punktinn yfir i-ið.

Ásett verð er 51.900.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Ránarbraut 9

Falleg og afar snyrtileg verönd er við húsið sem setur …
Falleg og afar snyrtileg verönd er við húsið sem setur punktinn yfir i-ið. Samsett mynd

Hólavegur 8

Við Hólaveg á Siglufirði er til sölu sjarmerandi einbýlishús sem reist var árið 1926. Eignin telur 59 fm og skiptist í forstofu, eldhús, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Við húsið er verönd með heitum potti og guðdómlegu útsýni til fjalla. 

Ásett verð er 35.000.000 krónur.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hólavegur 8

Útsýnið frá veröndinni er guðdómlegt.
Útsýnið frá veröndinni er guðdómlegt. Samsett mynd

Álfhólsvegur 27

Við Álfhólsveg í Kópavogi er til sölu hlýleg 54 fm risíbúð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1952. Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í íbúðinni sem er björt og snyrtileg, en í alrýminu eru gluggar á þrjá vegu og fallegt útsýni.

Ásett verð er 49.500.000 krónur. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Álfhólsvegur 27

Íbúðin er björt og hefur verið innréttuð á stílhreinan máta.
Íbúðin er björt og hefur verið innréttuð á stílhreinan máta. Samsett mynd
mbl.is