Rakel Tómas selur íbúðina í 101

Rakel Tómasdóttir hefur sett fallega íbúð sína í 101 á …
Rakel Tómasdóttir hefur sett fallega íbúð sína í 101 á sölu. Ljósmynd/Aðsend

Myndlistarkonan Rakel Tómasdóttir hefur sett íbúð sína við Grettisgötu í Reykjavík á sölu. Íbúðin er 43 fm að stærð og er í fjórbýlishúsi sem byggt var árið 1913. 

Íbúðin er fallega innréttuð, en í stofunni má sjá undurfögur verk eftir Rakel sem gefa rýminu án efa mikinn sjarma. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús, stofu og svefnherbergi. 

Í eldhúsinu má sjá silfraða innréttingu sem tónar sérlega vel við kalkáferð veggjanna. Eldhúseyja með svartri borðplötu skilur að eldhús og stofu, en í stofunni hefur verið komið fyrir notalegu vinnurými ásamt sjónvarpsaðstöðu. 

Af fasteignavef mbl.is: Grettisgata 55

Ljósmynd/G. Andri Bergmann
Ljósmynd/G. Andri Bergmann
Ljósmynd/G. Andri Bergmann
Ljósmynd/G. Andri Bergmann
Ljósmynd/G. Andri Bergmann
mbl.is