249,9 milljóna höll Gerðar í Blush aftur á sölu

Heimili | 21. maí 2024

249,9 milljóna höll Gerðar í Blush aftur á sölu

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, hefur sett glæsilegt einbýlishús við Þrymsali í Kópavogi á sölu. Lesendur Smartlands ættu að kannast við heimilið eftir að Gerður var gestur í þættinum Heimilislíf, en húsið vakti einnig athygli árið 2022 þegar það fór fyrst á sölu. 

249,9 milljóna höll Gerðar í Blush aftur á sölu

Heimili | 21. maí 2024

Húsið telur 404 fm.
Húsið telur 404 fm. Samsett mynd

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, hefur sett glæsilegt einbýlishús við Þrymsali í Kópavogi á sölu. Lesendur Smartlands ættu að kannast við heimilið eftir að Gerður var gestur í þættinum Heimilislíf, en húsið vakti einnig athygli árið 2022 þegar það fór fyrst á sölu. 

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, hefur sett glæsilegt einbýlishús við Þrymsali í Kópavogi á sölu. Lesendur Smartlands ættu að kannast við heimilið eftir að Gerður var gestur í þættinum Heimilislíf, en húsið vakti einnig athygli árið 2022 þegar það fór fyrst á sölu. 

Húsið er 404 fm að stærð og hefur verið skipt í fjögurra herbergja íbúð, þriggja herbergja íbúð, stúdíó herbergi og bílskúr, en það hentar vel sem fjölskylduhús. 

Hefur búið lengi í húsinu

Húsið var reist árið 2008 af foreldrum Gerðar, en hún hefur búið lengi í húsinu og átti til að byrja með bara sitt unglingaherbergi þar. Hún fór svo smátt og smátt að kaupa sig inn í húsið og bjó fyrst um sinn í íbúð á neðri hæðinni.

Nú hefur Gerður eignast meirihlutann í húsinu og er flutt á efri hæðina og faðir hennar, Arinbjörn Snorrason lögreglumaður, á neðri hæðina. 

Eignin hefur verið innréttuð á stílhreinan máta, en baðherbergin á efri hæð hússins vekja þó sérstaka athygli. Þau voru endurnýjuð árið 2020-2021 og hönnuð af Berglindi Berndsen, en þar má meðal annars sjá Armani marmara sem gefur rýmunum mikinn glæsibrag og karakter. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Þrymsalir 1

mbl.is