Heiðrar íslenska fiskinn á HönnunarMars

HönnunarMars | 26. apríl 2024

Heiðrar íslenska fiskinn á HönnunarMars

Grafíski hönnuðurinn Örn Smári Gíslason, sem alla jafnan er kallaður Smári, hefur síðastliðin fimmtán ár verið að vinna með fiska og form sem hann sækir í hafið. Smári er ættaður að vestan og á ekki langt að sækja áhugann á hafinu, enda sonur sjómanns og fiskisala. 

Heiðrar íslenska fiskinn á HönnunarMars

HönnunarMars | 26. apríl 2024

Örn Smári Gíslason tekur þátt í HönnunarMars með sýningunni Sæ:flúr …
Örn Smári Gíslason tekur þátt í HönnunarMars með sýningunni Sæ:flúr sem er innblásin af fiskum og formum úr hafinu. Samsett mynd

Grafíski hönnuðurinn Örn Smári Gíslason, sem alla jafnan er kallaður Smári, hefur síðastliðin fimmtán ár verið að vinna með fiska og form sem hann sækir í hafið. Smári er ættaður að vestan og á ekki langt að sækja áhugann á hafinu, enda sonur sjómanns og fiskisala. 

Grafíski hönnuðurinn Örn Smári Gíslason, sem alla jafnan er kallaður Smári, hefur síðastliðin fimmtán ár verið að vinna með fiska og form sem hann sækir í hafið. Smári er ættaður að vestan og á ekki langt að sækja áhugann á hafinu, enda sonur sjómanns og fiskisala. 

Í ár tekur Smári þátt í HönnunarMars undir nafninu Sæ:flúr og sýnir vörur sínar í Sjávarklasanum á Granda. Með hönnun sinni vill Smári auka sýnileika íslenska fisksins í hönnunarsenu landsins og um leið votta honum virðingu.

Smári er sonur sjómanns og fiskisala og á því ekki …
Smári er sonur sjómanns og fiskisala og á því ekki langt að sækja áhugann á hafinu.

„Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna fiskurinn er illsjáanlegur í hönnun almennt á landinu. Víða í Afríku er mikil virðing fyrir lífríkinu og fiskur jafnan algengur í mynstri á fatnaði og hvert annað. Litríkur fatnaður Afríkubúa lýsir stolti og virðingu fyrir því sem fólk hefur lifað á,“ útskýrir Smári.

„Á Íslandi er fiskur aðallega tengdur við neikvæða umræðu um kvótakerfi og slor. Engu líkara en við höfum aftengst fiskinum sem hélt í okkur lífi. Hann á það skilið að njóta meiri virðingar með auknum sýnileika sem lýsir stolti þjóðar fyrir auðlind sinni. Flattur saltfiskur var til dæmis í skjaldamerki okkar til ársins 1906, því hann var okkar helsta útflutningsafurð,“ bætir hann við. 

Sýningin fer fram í Sjávarklasanum á Granda frá 24.-28. apríl.
Sýningin fer fram í Sjávarklasanum á Granda frá 24.-28. apríl.

„Er að sýna fram á að fiskur er töff“

Áhugi Smára á grafískri hönnun og auglýsingum kviknaði þegar hann var á unglingsaldri. „Auglýsingaheimurinn í þá daga var helsti vettvangurinn fyrir grafíska hönnuði og mér þótti það mjög eftirsóknarvert að læra. Eftir tvö ár á listasviði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti droppaði ég úr skóla og gerði ellefu ára hlé á námi þar til ég fór í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, sem nú er Listaháskóli Íslands, og kláraði grafíska hönnun þar 35 ára gamall,“ segir Smári. 

Aðspurður segir Smári grafíska hönnun sannarlega hafa breyst frá því hann hóf feril sinn. „Í mínu tilfelli hefur hún orðið hreinni og skýrari með tímanum. Minna um „skreyti“ og að sem ekki skiptir máli. Hönnun snýst að miklu leyti um forgangsröðun þess sem unnið er með og að finna kjarnann og fókusinn í efninu,“ útskýrir hann. 

Smári ásamt grafíska hönnuðinum Sigrúnu Sigvaldadóttur og myndlistamanninum Birgi Snæbirni …
Smári ásamt grafíska hönnuðinum Sigrúnu Sigvaldadóttur og myndlistamanninum Birgi Snæbirni Birgissyni á sýningunni.

Í starfi sínu hefur Smári sótt innblástur í hafið og þau form sem leynast þar, en hönnunarferlið hófst fyrir fimmtán árum síðan þegar Smári gerði þorsktorfu ljósakrónu fyrir árlegan bás Íslandsstofu í Brussel. 

„Síðan þá hef ég verið að vinna í að bæta við formum, hugmyndum af vörum og notkunarmöguleikum úr þessari uppsprettu. Framan af og eiginlega þar til nú var ég nánast einn sem sá fegurðina í þessu og fáir sem sáu hlutina eins og ég,“ segir Smári.

„Ég fékk því ekki mikinn byr í seglin en lagði ekki árar í bát. Með sýningunni hef ég komið hlutunum saman í stærra samhengi og er að sýna fram á að fiskur er töff, ef hann er rétt meðhöndlaður,“ bætir hann við.

Þorskljósatorfan er til sýnis á sýningunni, en hún er fjórir …
Þorskljósatorfan er til sýnis á sýningunni, en hún er fjórir metrar á hæð.

„Hönnuðurinn þarf að vera trúr köllun sinni“

Á sýningu Smára á HönnunarMars má sjá þau form úr hafinu sem Smári hefur verið að vinna með. „Á sýningunni eru fáein form sem ég hef sótt í hafið og byrjað að skoða og vinna með. Þvílík auðlind! Mér finnst ég vera rétt að byrja að leggja á djúpið og halda til hafs sem býr yfir hundrað hættum eins og segir í sálminum. En það er ekkert að óttast og hönnuðurinn þarf að vera trúr köllun sinni,“ segir Smári. 

„Það eru form fiskanna sem heilla mig. Ég færi þau í stílinn þegar ég teikna þau og geri einskonar „silúettur“. Ég raða þeim síðan upp í mynstur og skoða hvað hver fiskur býður upp á og hve mynstrin verða ólík og skemmtileg,“ bætir hann við.

Smári í góðum félagsskap í hásæti messans á sýningunni.
Smári í góðum félagsskap í hásæti messans á sýningunni.

Meðal þess sem er til sýnis á sýningunni eru fyrstu vörurnar sem komnar eru á markað – þar má nefna viskastykki, púða, poka og sokka. „Á sýningunni eru einnig frumgerðir af ljósum sem ég kalla Þang, rauðmaga kollur og rauðmaga ljós auk Þorskljósatorfunnar sem er ljósakróna sem er einn metri í þvermál og um fjögurra metra há. Ég er einnig með málmklæddan vegg þar sem hanna má sitt eigið mynstur út frá fiskum með segulstál á bakinu,“ segir Smári. 

Hér má sjá viskastykki með fiskimynstri sem Smári hannaði.
Hér má sjá viskastykki með fiskimynstri sem Smári hannaði.
Á sýningunni eru einnig fleiri ljósakrónur.
Á sýningunni eru einnig fleiri ljósakrónur.
Smári vonar að fiskurinn verði sýnilegri í hönnunarsenu Íslands.
Smári vonar að fiskurinn verði sýnilegri í hönnunarsenu Íslands.
mbl.is