Haraldur og Ragnhildur selja höllina á Seltjarnarnesi

Heimili | 14. apríl 2024

Haraldur og Ragnhildur selja höllina á Seltjarnarnesi

Við Selbraut 5 á Seltjarnarnesi er að finna einstakt 302 fm einbýli sem byggt var 1976. Húsið hefur verið endurnýjað mikið og fóru framkvæmdir að mestu fram 2016. Fasteignamat hússins er 179.500.000 kr. en óskað er eftir tilboði í húsið en það stendur á 813 fm eignarlóð. 

Haraldur og Ragnhildur selja höllina á Seltjarnarnesi

Heimili | 14. apríl 2024

Haraldur og Ragnhildur festu kaup á húsinu 2016 og hafa …
Haraldur og Ragnhildur festu kaup á húsinu 2016 og hafa gert ævintýralegar endurbætur á því. Samsett mynd

Við Selbraut 5 á Seltjarnarnesi er að finna einstakt 302 fm einbýli sem byggt var 1976. Húsið hefur verið endurnýjað mikið og fóru framkvæmdir að mestu fram 2016. Fasteignamat hússins er 179.500.000 kr. en óskað er eftir tilboði í húsið en það stendur á 813 fm eignarlóð. 

Við Selbraut 5 á Seltjarnarnesi er að finna einstakt 302 fm einbýli sem byggt var 1976. Húsið hefur verið endurnýjað mikið og fóru framkvæmdir að mestu fram 2016. Fasteignamat hússins er 179.500.000 kr. en óskað er eftir tilboði í húsið en það stendur á 813 fm eignarlóð. 

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga og Ragnhildur Ágústsdóttir listamaður eru eigendur hússins en þau festu kaup á því 2015. Þau fengu Davíð Pitt arkitekt til þess að hanna endurbætur á húsinu og sá verktakinn Nýmót um þá framkvæmd. Selma Ágústsdóttir innanhússhönnuður, sem er systir Ragnhildar, sá um að hanna húsið að innan.

Í eldhúsinu eru innréttingar frá Poggenpohl sem er þýskt innréttingamerki …
Í eldhúsinu eru innréttingar frá Poggenpohl sem er þýskt innréttingamerki sem þykir vandað.
Klæðningarnar á veggjunum voru sérsmíðaðar hjá trésmiðjunni Hegg.
Klæðningarnar á veggjunum voru sérsmíðaðar hjá trésmiðjunni Hegg.
Innréttingarnar í þvottahúsinu eru frá Poggenpohl.
Innréttingarnar í þvottahúsinu eru frá Poggenpohl.

Sérsmíðaðar klæðningar á veggjum

Innréttingar voru sérsmíðaðar hjá Hegg en einnig allar klæðningar í húsinu en þær setja mikinn svip á heimilið.

Eldhúsinnréttingin var keypt hjá þýska innréttingamerkinu Poggenpohl og líka innréttingarnar í þvottahúsinu sem er reyndar svo vel skipulagt að fólk gæti fengið óvæntan áhuga á straujun og handþvotti, svo heillandi er þvottahúsið. Húsið við Selbraut er á pöllum og státar það af fjórum rúmgóðum svefnherbergjum. Í húsinu eru tvö baðherbergi og þar af eitt í hjónasvítu hússins.

Klæðningarnar á veggjunum voru sérsmíðaðar hjá Hegg ásamt fataskápum sem …
Klæðningarnar á veggjunum voru sérsmíðaðar hjá Hegg ásamt fataskápum sem sjást hér á myndinni.
Gegnheilt parket er á gólfunum.
Gegnheilt parket er á gólfunum.
Haraldur og Ragnhildur hafa fest kaup á Manfreðshúsi í Arnarnesi.
Haraldur og Ragnhildur hafa fest kaup á Manfreðshúsi í Arnarnesi. Samsett mynd

Haraldur og Ragnhildur festu nýlega kaup á Manfreðshúsi í Arnarnesi. Húsið er 467 fm og var reist 1973. Húsið keyptu þau af Elvari Aðalsteinssyni kvikmyndaframleiðanda og Önnu Maríu Pitt. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Selbraut 5

Baðinnréttingarnar eru stílhreinar en þar er gott skápapláss.
Baðinnréttingarnar eru stílhreinar en þar er gott skápapláss.
Fallegt samspil flísa er á baðherberginu en þar mætast tvær …
Fallegt samspil flísa er á baðherberginu en þar mætast tvær tegundir. Á borðplötunni er steinn sem fer vel við viðarinnréttingarnar.
mbl.is