Eitt elsta hús bæjarins fékk glæsilega yfirhalningu

Gisting | 13. apríl 2024

Eitt elsta hús bæjarins fékk glæsilega yfirhalningu

Í einum fegursta bæ Algarve í suðurhluta Portúgal, São Brás de Alportel, er að finna einstaka villu sem gleður sannarlega augað. 

Eitt elsta hús bæjarins fékk glæsilega yfirhalningu

Gisting | 13. apríl 2024

Eignin er sannkölluð hönnunarperla!
Eignin er sannkölluð hönnunarperla! Samsett mynd

Í einum fegursta bæ Algarve í suðurhluta Portúgal, São Brás de Alportel, er að finna einstaka villu sem gleður sannarlega augað. 

Í einum fegursta bæ Algarve í suðurhluta Portúgal, São Brás de Alportel, er að finna einstaka villu sem gleður sannarlega augað. 

Húsið er eitt af þeim elstu í bænum, en það var reist árið 1937 og notað sem verslunarrými þar til því var breytt í glæsilega hönnunarperlu fyrir nokkrum árum síðan. 

Eignin státar af opnu borðstofustofurými með hvelfðu lofti, rúmgóðu eldhúsi, notalegri stofu með arni, fjórum svefnherbergjum, þakverönd og verönd með sundlaug. Hönnun hússins er minimalísk með lúxus yfirbragði, en í innréttingum og húsmunum má sjá gamalt í bland við nýtt sem skapar notalegt andrúmsloft. 

Ljósir tónar í aðalhlutverki

Í borðstofunni er fallegt langborð úr ljósum við og átta kollar sem fá að njóta sín til fulls. Fallegt listaverk og vel valdir húsmunir prýða rýmið, en það er svo hvelft loft með hlöðnum steinum sem setur punktinn yfir i-ið. 

Í eldhúsinu fær ljós viður líka að njóta sín, en eldhúsinnréttingin er stílhrein með góðu skápa- og vinnuplássi. Flottar gólfsíðar hillur setja svo svip sinn á eldhúsið, en í þeim eru skemmtilegir munir sem gefa rýminu karakter. 

Húsið er til útleigu á The Adress og rúmar allt að átta næturgesti hverju sinni. Ein vika í húsinu kostar allt frá 1.600 evrum, eða sem nemur rúmum 241 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
Ljósmynd/Theaddresses.com
mbl.is