Skandinavísk hönnunarperla í Sviss

Heimili | 16. febrúar 2024

Skandinavísk hönnunarperla í Sviss

Í fjallaþorpinu Vals í Sviss er að finna einstakt gistiheimili með skandinavísku yfirbragði. Gistiheimilið samanstendur af þremur byggingum og á sú elsta rætur að rekja aftur til ársins 1770. 

Skandinavísk hönnunarperla í Sviss

Heimili | 16. febrúar 2024

Einstök fagurfræði einkennir gistiheimilið.
Einstök fagurfræði einkennir gistiheimilið. Samsett mynd

Í fjallaþorpinu Vals í Sviss er að finna einstakt gistiheimili með skandinavísku yfirbragði. Gistiheimilið samanstendur af þremur byggingum og á sú elsta rætur að rekja aftur til ársins 1770. 

Í fjallaþorpinu Vals í Sviss er að finna einstakt gistiheimili með skandinavísku yfirbragði. Gistiheimilið samanstendur af þremur byggingum og á sú elsta rætur að rekja aftur til ársins 1770. 

Gistiheimilið Brücke 49 er í eigu Sviss-dönsku hjónanna Ruth Kramer og Thomas Schacht. Kramer sá um innanhússhönnunina og lagði áherslu á að hanna notaleg og falleg rými með virðingu fyrir sögu hússins og umhverfinu. 

Kramer er fædd í Sviss og er fatahönnuður að mennt. Bakgrunnur hennar í tísku og hönnun í Danmörku var innblásturinn að hönnun húsanna, en það er óhætt að segja að henni hafi tekist afar vel til að skapa hina fullkomnu blöndu af nýju og gömlu. 

Morgunmatur borinn fram á Royal Copenhagen-stelli 

Notaleg stemning og lúxusyfirbragð eru yfir húsunum þar sem róandi litapalletta, upprunalegt furugólf, „vintage“ húsgögn og dönsk klassík mætast. Hugsað er fyrir öllum smáatriðum í húsunum – meira að segja morgunmaturinn er borinn fram á fallegu stelli frá Royal Copenhagen. 

Í fyrsta húsinu er að finna fjögurra svefnherbergja svítur í ýmsum stærðum og gerðum, en hver svíta hefur sína sérstöðu og sjarma. Í næsta húsi eru þrjár fallegar íbúðir sem eru allt frá 80 fm yfir í 125 fm. Í þriðja húsinu er svo sjarmerandi búð með fallegum hönnunarvörum, bæði frá Sviss en einnig öðrum Evrópulöndum. 

Gistiheimilið er afar vinsælt meðal göngu- og skíðafólks, enda staðsett á miklu útivistarsvæði og umkringt einstakri náttúrufegurð. Þangað sækja líka margir hönnunarunnendur og náttúruunnendur, en einnig fjölskyldur sem vilja slaka á í fallegu og notalegu umhverfi. 

Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
Ljósmynd/Brucke49.ch
mbl.is