Gerðu upp gamlan sveitabæ frá árinu 1829

Gisting | 14. mars 2024

Gerðu upp gamlan sveitabæ frá árinu 1829

Í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Edinborg í Skotlandi stendur sjarmerandi sumarhús sem reist var árið 1829. Húsið hefur fengið allsherjar yfirhalningu og endurbætur á síðustu árum og er í dag sjarmerandi dvalarstaður ferðalanga sem dreymir um afslappað og notalegt afdrep í Skotlandi. 

Gerðu upp gamlan sveitabæ frá árinu 1829

Gisting | 14. mars 2024

Einstök fagurfræði einkennir sumarhúsið sem hefur fengið allsherjar yfirhalningu.
Einstök fagurfræði einkennir sumarhúsið sem hefur fengið allsherjar yfirhalningu. Samsett mynd

Í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Edinborg í Skotlandi stendur sjarmerandi sumarhús sem reist var árið 1829. Húsið hefur fengið allsherjar yfirhalningu og endurbætur á síðustu árum og er í dag sjarmerandi dvalarstaður ferðalanga sem dreymir um afslappað og notalegt afdrep í Skotlandi. 

Í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Edinborg í Skotlandi stendur sjarmerandi sumarhús sem reist var árið 1829. Húsið hefur fengið allsherjar yfirhalningu og endurbætur á síðustu árum og er í dag sjarmerandi dvalarstaður ferðalanga sem dreymir um afslappað og notalegt afdrep í Skotlandi. 

Húsið hefur verið innréttað á afar sjarmerandi máta, en á meðan haldið var í upprunalegan stíl hússins að einhverju leyti hefur það nú fengið lúxus yfirbragð. 

Heillandi aðkoma er að húsinu sem mætti halda að væri úr ævintýri, en falleg blóm og rómantísk útihúsgögn taka á móti gestum. Húsið er ekki síðra að innan, en þar flæðir mjúk og hlýleg litapalletta með fallegum jarðtónum í gegn og skapar notalega stemningu. 

Hrátt yfirbragð og rómantísk sveitastemning

Áferð úr náttúrunni er áberandi í húsgögnum og húsmunum, en þar blandast hrátt yfirbragð og rómantísk sveitastemning saman og mynda afslappað andrúmsloft. Aukin lofthæð og undurfagrir gluggar setja svo punktinn yfir i-ið í hverju rými. 

Eignin er til útleigu á bókunarvef Airbnb, en akks eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi í húsinu sem rúmar allt að fjóra næturgesti hverju sinni. Yfir sumartímann kostar nóttin 414 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 56 þúsund krónum á gengi dagsins.

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is