Litlu hlutirnir sem hótel gera illa

Gisting | 8. mars 2024

Litlu hlutirnir sem hótel gera illa

Það er margt sem getur farið í taugarnar á hinum almenna hótelgesti. Stundum er fólk lengi að átta sig á hvernig á að kveikja á ljósunum eða þarf að færa til þung húsgögn til þess að komast að illa staðsettum rafmagnsinnstungum.

Litlu hlutirnir sem hótel gera illa

Gisting | 8. mars 2024

Það er margt sem þarf að hafa í huga til …
Það er margt sem þarf að hafa í huga til að hótelherbergi falli í kramið hjá gestum. Skjáskot/Instagram

Það er margt sem getur farið í taugarnar á hinum almenna hótelgesti. Stundum er fólk lengi að átta sig á hvernig á að kveikja á ljósunum eða þarf að færa til þung húsgögn til þess að komast að illa staðsettum rafmagnsinnstungum.

Það er margt sem getur farið í taugarnar á hinum almenna hótelgesti. Stundum er fólk lengi að átta sig á hvernig á að kveikja á ljósunum eða þarf að færa til þung húsgögn til þess að komast að illa staðsettum rafmagnsinnstungum.

Ferðablað The Times tók saman það helsta sem fer í taugarnar á fólki þegar það gistir á hótelum.

Það þarf líka að vera hægt að fá sér te

„Flestir drekka kaffi en sumir vilja heldur te. Oft má finna fína kaffivél á hótelherbergjum en engan teketil. Þá er oft aðeins ein te tegund í boði sem er þá vanalega English Breakfast. Það er augljóslega nauðsynlegt að bjóða líka upp á aðrar tegundir eins og piparmintute og kamillute,“ segir í umfjöllun The Times.

Þegar sundlaugin lokar of snemma

„Það er leiðinlegt ef sundlaugin lokar fyrir sólsetur. Það er eitthvað sérstakt við að fá að dýfa sér í laugina á kvöldin. Ég verð alltaf fyrir vonbrigðum ef hótel eru með strangan tíma hvað sundlaugar varða.“

Lyktin skiptir máli

„Öll herbergi þurfa að lykta eins og þau séu hrein. Það má ekki vera nein lykt eftir af fyrri gestum, hvað þá hundum þeirra. Það skiptir ekki máli þótt byggingin sé gömul, ekkert á að lykta. Ekki einu sinni niðurföllin.“

Illa hugsað um börn

„Mörg hótel leyfa börn og leyfa manni að fá lítið barnarúm gegn gjaldi. Oftar en ekki er þetta þó afar hrörlegt barnarúm sem brakar í. Hundar fá betri meðhöndlun.“

Lélegar hárþurrkur

„Það er óafsakanlegt nú til dags að bjóða upp á lélegar hárþurrkur með stuttri snúru.“

Óhreinir skrautpúðar

„Enginn skilur afhverju teppi er á hótelherbergjunum. Enginn veit hversu oft það er þrifið. Hvað þá með alla þessa litlu skrautpúða!“

Fleiri atriði sem valda pirringi:

 • Glerskilrúm/hurðir á baðherbergjum
 • Of flókin sjónvörp
 • Ekki nógu margar innstungur
 • Óopnanlegir gluggar
 • Of dýr morgunmatur
 • Vantar spegla
 • Ekki tengi fyrir USB
 • Baðherbergi með ekkert pláss til að leggja frá sér snyrtivörur
 • Herðatré sem eru föst svo maður steli þeim ekki
 • Sturtuhengi
 • Ekkert lesljós sitthvoru megin við rúmin
 • Engir snagar inni á baðherbergjum
mbl.is