„Það er allt öðruvísi menning á Balí en maður hefði haldið“

Skoðunarferðir | 25. apríl 2024

„Það er allt öðruvísi menning á Balí en maður hefði haldið“

Balí í Indónesíu er töfrandi áfangastaður sem prýðir laupalista (e. bucket list) margra. Eyjan hafði lengi verið ofarlega á laupalista naglafræðingsins Auðar Gísladóttur, en í febrúar síðastliðnum rættist langþráður draumur hennar um að heimsækja áfangastaðinn.

„Það er allt öðruvísi menning á Balí en maður hefði haldið“

Skoðunarferðir | 25. apríl 2024

Í febrúar fór Auður Gísladóttir í ævintýralegt ferðalag til Balí …
Í febrúar fór Auður Gísladóttir í ævintýralegt ferðalag til Balí í Indónesíu. Samsett mynd

Balí í Indónesíu er töfrandi áfangastaður sem prýðir laupalista (e. bucket list) margra. Eyjan hafði lengi verið ofarlega á laupalista naglafræðingsins Auðar Gísladóttur, en í febrúar síðastliðnum rættist langþráður draumur hennar um að heimsækja áfangastaðinn.

Balí í Indónesíu er töfrandi áfangastaður sem prýðir laupalista (e. bucket list) margra. Eyjan hafði lengi verið ofarlega á laupalista naglafræðingsins Auðar Gísladóttur, en í febrúar síðastliðnum rættist langþráður draumur hennar um að heimsækja áfangastaðinn.

Auður hefur alla tíð verið hrifin af ferðalögum og veit fátt skemmtilegra en að skoða heiminn. Það er því engin furða að ferðalag til Balí hafi hitt beint í mark enda margt þar að sjá og upplifa, en Auður eyddi mánuði á eyjunni ásamt kærasta sínum. 

Auður og kærasti hennar Elvar Freyr voru heilluð af Balí.
Auður og kærasti hennar Elvar Freyr voru heilluð af Balí.

„Ég hafði alltaf verið spennt fyrir Balí, en í febrúar gafst mér og kærasta mínum tækifæri til að fara og okkur þótti Balí yndislegur áfangastaður,“ segir Auður. 

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnust af?

„Ég elska að vera í hita og sól, en mér finnst lang skemmtilegast að ferðast þar sem er hlýtt.“

Auður kann sérstaklega vel við sig á ströndinni í hita …
Auður kann sérstaklega vel við sig á ströndinni í hita og sól.

Þurftir þú að skipuleggja mikið fyrir ferðina til Balí?

„Ferðin var ákveðin með stuttum fyrirvara þannig við bókuðum flug og gistum í hjarta Ubud. Svo fórum við í viku og gistum við sjóinn á frábæru „resorti“ sem heitir WakaGangga.“

Síðustu vikuna gistu Auður og Elvar á glæsilegum stað.
Síðustu vikuna gistu Auður og Elvar á glæsilegum stað.

Hvernig var ferðalagið til og frá Balí?

„Ferðalagið tók í heildina 26 klukkutíma. Við millilentum í Amsterdam í Hollandi og fórum þaðan til Dúbaí og að lokum yfir til Balí. Við vorum mjög þreytt þegar við lentum í Dúbaí en það var skemmtileg upplifun engu að síður.“

Ferðalagið til Balí tók heilar 26 klukkustundir.
Ferðalagið til Balí tók heilar 26 klukkustundir.

Hvernig gekk að finna gistingu og varstu ánægð með hana?

„Það var ekkert mál að finna gistingu í gegnum bókunarvef Booking og mikið í boði. Við vorum mjög ánægð með resortið sem við fórum á, en þar vorum við með einka strönd og góðan og hollan mat.“

Auði og Elvari gekk vel að finna gistingu á Balí.
Auði og Elvari gekk vel að finna gistingu á Balí.

Hvað er það besta við Balí? En versta?

„Það besta við Balí er klárlega fólkið, það eru allir svo kurteisir og tilbúnir að hjálpa. Svo er það auðvitað sólin og strendurnar. 

Það versta var hins vegar hvað það er mikið um skordýr og moskító-flugur á eyjunni.“

Auður segir það besta við Balí hafa verið fólkið.
Auður segir það besta við Balí hafa verið fólkið.

Hvað er ómissandi að gera og sjá í Balí?

„Að mínu mati er alveg ómissandi að skoða öll musterin, en við fórum til dæmis til Gate go Heaven og getum klárlega mælt með því. Svo er það bara að upplifa þeirra menningu sem er alveg mögnuð.“

Auður mælir með því að heimsækja Gate to Heaven.
Auður mælir með því að heimsækja Gate to Heaven.

Áttu þér uppáhaldsveitingastað og kaffihús á Balí?

„Já klárlega. Við fórum mikið á veitingastaðinn Avocado Warung í Ubud en þar var rosalega góður matur. Svo fengum við okkur oft kaffi á Bisma Street og deildum oft einni kókoshnetu saman.“

Auður fékk góðan og hollan mat á Balí.
Auður fékk góðan og hollan mat á Balí.

Er eitthvað sem stóðst ekki væntingarnar á Balí?

„Það er allt öðruvísi menning á Balí en maður hefði haldið. Það eru til dæmis engin umferðarljós og verið að selja allskonar svínakjöt og ávexti bara á götunum án þess að það sé endilega eftirlit með því. En þau láta það ganga upp og allir eru mjög hressir og vinalegir.“

Auður og Elvar nutu þess að skoða sig um á …
Auður og Elvar nutu þess að skoða sig um á Balí enda margt spennandi þar að sjá.

Eru einhverjar túristagildur sem ber að varast?

„Ég myndi ekki segja að það séu einhverjar túristagildrur en þeir vita hins vegar alveg um fegurðina sem þeir hafa upp á að bjóða og þú velur þá hvað þú ert tilbúin að borga fyrir.“

Töfrandi mynd af Auði á Balí.
Töfrandi mynd af Auði á Balí.

Eru einhver ferðalög á dagskrá hjá þér í sumar?

„Já! Ég er búin að vera að skoða hvað mig langar að gera, en ég sæki mikið í heitu löndin svo við erum búin að vera að skoða Spán og fleiri sólríka áfangastaði. Ég er svolítið „spontaneous“ þegar kemur að ferðalögum og fer þegar tækifæri gefst.“

Auður er spennt fyrir sumrinu framundan!
Auður er spennt fyrir sumrinu framundan!
mbl.is