Reykjavíkurdóttir heimsótti gamlar slóðir

Á ferðalagi | 26. mars 2024

Reykjavíkurdóttir heimsótti gamlar slóðir

Steiney Skúladóttir, spunaleikkona, rappari og sketsahöfundur, er komin aftur á gamlar og sólríkar slóðir. Hún er stödd í borg englanna, Los Angeles, um þessar mundir, en árið 2019 fluttist hún til Los Angeles, tímabundið, til að læra spunalistina.

Reykjavíkurdóttir heimsótti gamlar slóðir

Á ferðalagi | 26. mars 2024

Steiney er mikill húmoristi.
Steiney er mikill húmoristi. Skjáskot/Instagram

Steiney Skúladóttir, spunaleikkona, rappari og sketsahöfundur, er komin aftur á gamlar og sólríkar slóðir. Hún er stödd í borg englanna, Los Angeles, um þessar mundir, en árið 2019 fluttist hún til Los Angeles, tímabundið, til að læra spunalistina.

Steiney Skúladóttir, spunaleikkona, rappari og sketsahöfundur, er komin aftur á gamlar og sólríkar slóðir. Hún er stödd í borg englanna, Los Angeles, um þessar mundir, en árið 2019 fluttist hún til Los Angeles, tímabundið, til að læra spunalistina.

Steiney birti stórskemmtilega myndaseríu frá heimsókn sinni á Instagram á þriðjudag.

„Góður matur, spuni, hitta vini sem ég hef saknað, spuni, drekka kampavín á sundlaugarbakka, spuni, vera elt af minotaur, spuni, fara í drag brunch, spuni, horfa á hóprimm, spuni, Magic Castle, spuni...spuni, spuni, spuni. Allt með þessum sjúklega skemmtilega hóp. Ég held að ég hafi reyndar fundið mörkin yfir hvað ég get spunnið mikið. Gott að sjá þig aftur LA, ég áttaði mig ekki á hvað ég saknaði þín mikið,” skrifaði hún við færsluna.

Steiney er mikil flökkukind að eðlisfari og hefur ferðast víða. Hún hefur meðal annars búið í Ástralíu, Bandaríkjunum og París.

mbl.is