Ljósmynd af sofandi ísbirni hefur heillað heiminn

Á ferðalagi | 24. febrúar 2024

Ljósmynd af sofandi ísbirni hefur heillað heiminn

Breski áhugaljósmyndarinn Nima Sarikhani sigraði ljósmyndakeppnina „Wildlife Photographer of the Year“ í flokki „People's Choice“ fyrr í þessum mánuði. Sigurmyndina tók hann á ferðalagi sínu um Svalbarða en hún sýnir friðsælan sofandi ísbjörn á jökultoppi. 

Ljósmynd af sofandi ísbirni hefur heillað heiminn

Á ferðalagi | 24. febrúar 2024

Þetta er hreint út sagt ótrúlegt augnablik.
Þetta er hreint út sagt ótrúlegt augnablik. Samsett mynd

Breski áhugaljósmyndarinn Nima Sarikhani sigraði ljósmyndakeppnina „Wildlife Photographer of the Year“ í flokki „People's Choice“ fyrr í þessum mánuði. Sigurmyndina tók hann á ferðalagi sínu um Svalbarða en hún sýnir friðsælan sofandi ísbjörn á jökultoppi. 

Breski áhugaljósmyndarinn Nima Sarikhani sigraði ljósmyndakeppnina „Wildlife Photographer of the Year“ í flokki „People's Choice“ fyrr í þessum mánuði. Sigurmyndina tók hann á ferðalagi sínu um Svalbarða en hún sýnir friðsælan sofandi ísbjörn á jökultoppi. 

25 ljósmyndir áttu möguleika á að sigra keppnina og bárust yfir 75.000 atkvæði frá áhugafólki um ljósmyndun alls staðar að úr heiminum. Metþátttaka var í netkosningu í ár. 

Horfði á ísbjörninn búa sér til svefnpláss

Sarikhani hafði leitað að ísbirni í þrjá daga þegar hann kom loksins auga á stjörnu ljósmyndarinnar. Hann fylgdist með birninum í dágóða stund og var það rétt fyrir miðnætti að ísbjörninn klifraði upp á lítinn ísjaka, bjó sér til svefnpláss og fór að sofa. 

Sarikhani greip í myndavélina og náði þessu magnaða augnabliki sem heillað hefur heiminn. Ljósmyndin hefur hlotið heitið „Ice Bed“. 

Forstöðumaður Náttúruminjasafns Bretlands (e. Natural History Museum), Dr. Douglas Gurr, sagði eftirfarandi um sigurmyndina: „Ljósmyndin sýnir óaðskiljanleg tengsl dýrs og búsvæðis þess og þjónar einnig sem þörf áminning um skaðleg áhrif loftlagshlýnunar og tap búsvæða“. 

View this post on Instagram

A post shared by Nima Sarikhani (@nsarikhani)mbl.is