Á bannlista í Feneyjum vegna klæðaburðar

Ítalía | 5. september 2023

Á bannlista í Feneyjum vegna klæðaburðar

Kanye West og eiginkona hans Bianca Censori hafa valdið miklum usla á Ítalíu að undanförnu með djörfum og ögrandi klæðaburði. Í vikunni var parið sett á bannlista hjá bátafyrirtæki í Feneyjum af sömu ástæðu.

Á bannlista í Feneyjum vegna klæðaburðar

Ítalía | 5. september 2023

Kanye West og Bianca Censori hafa verið að gera allt …
Kanye West og Bianca Censori hafa verið að gera allt vitlaust á Ítalíu. Skjáskot/Instagram

Kanye West og eiginkona hans Bianca Censori hafa valdið miklum usla á Ítalíu að undanförnu með djörfum og ögrandi klæðaburði. Í vikunni var parið sett á bannlista hjá bátafyrirtæki í Feneyjum af sömu ástæðu.

Kanye West og eiginkona hans Bianca Censori hafa valdið miklum usla á Ítalíu að undanförnu með djörfum og ögrandi klæðaburði. Í vikunni var parið sett á bannlista hjá bátafyrirtæki í Feneyjum af sömu ástæðu.

Myndir af parinu á Ítalíu hafa vakið mikla athygli og reiði á samfélagsmiðlum og hefur ítalska lögreglan verið hvött til að skerast inn í. Mörgum þykir klæðaburður Censori „óviðeigandi“ og „móðgandi“ en hún hefur verið dugleg að klæðast efnislitlum gegnsæjum fatnaði sem hylur lítið á ferðalagi þeirra. 

Nú er það hins vegar West sem fyllti mælinn hjá bátafyrirtæki í Feneyjum, en í vikunni fóru myndir af honum í dreifingu þar sem hann var ber að neðan um borð í báti sem parið leigði. Eigandi fyrirtækisins segir West og Censori ekki velkomin um borð í báta þeirra framar í samtali við Daily Mail.

mbl.is